Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið t hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1986. Guðmundur J.: Svotii -öruggt að ég tek þátt í forvalinu „Ég hef verið að skoða þetta mál með mínu fólki undanfarið og niður- staðan er sú að svo til öruggt er að ég tek þátt í forvali Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Ég hef að vísu ekki tilkynnt þetta formlega en fátt gæti komið i veg fyrir að ég fari í slag- inn,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son alþingismaður í samtali við DV í morgun. *%kki hefúr enn verið ákveðið hven- ær forval Alþýðubandalagsins í Reykjavik fer fram en það verður ákveðið ásamt forvalsreglum í þessari viku. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur sterklega verið orðaður við framboð í Reykjavík en hann sagði í viðtali við tíðindamann Bylgjunnar fyrir skömmu að hann myndi ekki keppa við Guðmund J. Guðmundsson um 2. sætið á lista AB í Reykjavík, sem verkalýðshreyfingin hefúr „átt“ urn nokkurra ára skeið. -S.dór. Endurskoðendur hræðast Byggung í’oúum í fjölbýlishúsum Byggung við Seilugranda og Rekagranda gengur illa að fínna endurskoðunarskrifstofu til að taka að sér rannsókn á vissum þáttum í bókhaldi byggingarsam- vinnufélagsins. Þrátt fyrir að tæp vika sé liðin frá því að sprengifundur íbú- anna og stjómar Byggung var haldinn í KR-heimilinu hefur ekki enn tekist að fá menn til starfans. „Endurskoðendur vita sem er að þetta mál verður meira eða minna rakið í fjölmiðlum og það skýrir að •, vissu leyti áhugaleysi þeirra," sagði einn íbúanna í samtali við DV. Ein endurskoðunarskrifstofa hefur neitað að taka rannsóknina að sér og í morgun var önnur tvístígandi um hvort rétt væri að fara í slaginn. -EIR TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„ IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Þá vænkast víst hagur krata. Jón Sigurðsson íhugar framboð fyrir Alþýðuftokk: BJartsýnn á jákvæða niðurstöðu - segfr Jón Bakfvin „Jón hefúr tekið þetta til alvarlegr- ar athugunar og ég er bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, í samtah við DV þegar hann var spurður að því hvort Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, hygði á framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Samkvæmt hehnildum DV er Jón Sigurðsson þess ekki fysandi að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins og vinna sér þannig sæti á listanum en spumingu um það hvort prófkjör yrði haldið hjá flokknum í Reykja- vík svaraði Jón Baldvin þannig að það yiði ákveðið í næstu viku og myndi endanleg ákvörðun nafna hans Sigurðssonar tengjast þeirri niðurstöðu. Jón Baldvin staðfesti að þeir nafri- ar hefðu átt viðræður um þessi mál að undanfómu og hefðu þ#er gengið vel. Samkvæmt upplýsingum DV bendir margt til þess að ekki verði haldið prófltjör hjá Alþýðuflokknum vegna komandi alþingiskosninga en þess í stað verði valið á listann sam- kvæmt öðrum reglum. Líkleg niður- staða þees gæti verið sú að Jón Sigurðéson skipaði fyrsta sætið, Jó- hanna Sigurðardóttir annað sætið og Jón Baldvin það þriðja. -új Harður árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í gær. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. DV-mynd BG Veðrið á morgun: Élá Norðvestur- og Norðuiiandi Á morgim verður norðan- og norð- austanátt á landinu. Kaldi eða stinningskaldi austan til en hægari í öðrum landshlutum. É1 verða á Norðvestur- og Norðurlandi en bjartviðn á Suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum. Einvígi Sighvats og Karvels Karvel Pálmason alþingismaður og Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður, heyja einvígi um efsta sæti framboðslista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Þegar frestur rann út á miðnætti í nótt höfðu þeir einir til- kynnt um þátttöku í prófkjöri, sem fram fer annaðhvort 22. eða 29. nóv- ember, að sögn Ægis E. Hafberg, formanns kjördæmisráðs. Þeir Karvel og Sighvatur slógust einnig um þetta sæti fyrir síðustu kosningar. Af þeim slag urðu eftirmál. Taldi Sighvatur að margir stuðnings- menn annarra flokka hefðu kosið í prófkjörinu. Hefúr prófkjörsreglum nú verið breytt til að koma í veg fyrir Sfldarsamningamir: Öriar á samkomu- lagsvilja hjá Rússum „Ég ræddi við Þórhall Ásgeirsson ráðuneytisstjóra, sem staddur er í Moskvu, í gær og eftir það samtal finnst mér eins og eitthvað geti verið að rofa til, en það er samt ekkert til að byggja á. Við komum saman þrír ráðherrar í gærkveldi og sömdum þar texta orðsendingar sem ég er að senda út til viðskiptaráðherra Sovétríkjanna um þessi mál. Auk mín voru þeir Matthías Á. Mathiesen og Halldór Ásgrímsson í að semja orðsendinguna, en okkur þremur var falið þetta mál á ríkisstjómarfúndi i gærmorgun," sagði Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra í samtali við DV í morgun. Matthías sagði að í orðsendingunni, sem send var til viðskiptaráðherra Sovétríkjanna í morgun, væri áréttað það sem sagt hefúr verið um viðskipti þjóðanna, bæði hvað varðar síld og olíu. -S.dór. Sendiherraskipti: Kosarev er orðinn gamall Sendiherraskipti standa fyrir dyrum í sovéska sendiráðinu í Reykjavík. Evgeny A. Kosarev, sem verið hefur sendiherra hér á landi frá árinu 1984, er á förum og óvíst hver tekur við. Samkvæmt heimildum DV er ástæða sendiherraskiptanna sú að Kosarev er orðinn 67 ára og kominn á eftirlaun. Þó sovéskir sendiherrar séu vanir að sitja í fjögur ár á hverjum stað em þess fordæmi hér á landi að þeir hafi hætt fyrr vegna aldurs. Svo var með sendiherra Rússa í Reykjavík á árrrn- um 1967-70, Voxnov að nafni. Orðrómur um að sendiherraskiptin standi í sambandi við leiðtogafúndinn, er haldinn var í Reykjavík fyrir skömmu, er ekki sagður á rökum reist- ur. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.