Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 36
 36 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. I } I ■ ! I I * í j I i Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Liz Tayior þjáist af símafíkn og er það reyndar margra ára gamall veik- leiki sem fer síversnandi. Hún fer létt með að.tala I símann tí- munum saman enda meistari í faginu og er árið um kring í þindarlausri þjálfun. Nú hafa læknar tekið fyrir frekari þróun í greininni og nefna sem aðalá- stæðu að bak leikkonunnar þoli ekki álagið. Ekki þannig að hún mali til skiptis með munninum og herðablöðunum heldur er vandinn að stöðug sveigja r' hryggjarins til að halda tólinu við eyrað er á góðri leið með að skapa varanlegar skemmdir á hrygglengjunni. Liz er nú á útopnu um alla Hollívúdd leit- andi að nægilega góðum hátal- arasíma. Gitte Rambó er enginn asni í peningamálum. Hún fær aukagreiðslur sam- kvæmt hjúskaparsamningi þeirra Rambóhjóna fyrir næst- um hverja hreyfingu í hjóna- bandinu. Nú hefur verið upplýst að kaupi Gitte eitthvað smálegt til heimilisins reiknast sérstök fjárupphæð fyrir það viðvikið því tíminn sem í innkaupin fer er hátt metinn. Og þegar farið er í antikverslanir í forngripaleit hækkar prísinn stórlega þannig að það er eins gott að Sly liki svo hlutirnir. Kunnugir segja hann alsælan með alltsem Gitte geri og telji hana gersamlega hafna yfir aila smásálarlega gagnrýni - eða sparsemi. Charlotte prinsessa i Mónakó fékk enga þjóðar- veislu þegar hún var skírð eins og annars er venja þegar slíkir höfðingjar eru teknir í kristinna manna tölu. Ástæðan er tregða páfa við að ógilda fyrra hjóna- band Karólínu, móður hennar, og glaumgosans Philippe Ju- not. Því teljast litla krílið og bróðir hennar, Andre Albert, fædd í synd - sem er ekki nógu virðulegt þar í landi. Enn er unn- ið að því að fá hinn þrjóska páfa til að skipta um skoðun og ekki talin öll von úti enn um betri úrlausnir. Og svo má að sjálfsögðu gera atlögu við næsta páfa að þessum gengn- um ef engu fæst hnikað á næstunni. Aðalleikari, höfundur og leikstjóri Stellu stinga saman nefjum - Hdda Björgvinsdóttir, Guðný Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Förðunarmeistari myndarinnar, Ragnheiður Harvey, á tali við Ragnhildi Gisladóttur og Mariu Guðmundsdóttur. Leikarahjónin Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson fara bæði með hlutverk í Stellu í orlofi. DV-myndir KAE Foreldrar höfundarins - Halldór og Auður Laxness - létu sig ekki vanta á frumsýninguna. Að baki má greina systur Halidórs, Helgu Laxness. unnar þar í landi að fá að leika í þáttunum Miami Vice. Hún er svo yfir sig hrifin af löggusögunni með Don Johnson í aðalhlutverki að ekkert ann- að kemst að þegar frúin kemst i nýjan þátt af þeirri ættinni. Ráðgjafar forsetans harðneita að leyfa henni að uppfylla drauminn en framleiðendur Miami bjóða aðdáandann innilega velkominn til leiks. Ekki er ennþá útséð um lyktir mála en einhverjir hafa bent á að slíkir þættir hafi þá náttúru að verða endalausir í framleiðslu og því geti fyrsta frúin bara beðið þar til Reagan er endanlega fluttur úr Hvíta húsinu. Nancy er víst að hugsa málið. „Hugsaðu um barnið okkar“ „Derrick, hugsaðu um barnið okkar,“ hvíslaði Odette að unnusta sínum rétt áður en hún missti með- vitund. Hun var flutt á skurðar- borðið þar sem í ljós kom að hún hafði blóðæxli við heilann sem ekki var mögulegt að fjarlægja. Skömmu eftir uppskurðinn kom í ljós að heilinn starfaði ekki lengur. Odetta var komin langt á leið að „Michele er fögur eins og móðir hennar," segir hinn stolti faðir, Derrick Poole.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.