Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1986. Menning 19 Sagt frá, ekki sýnt Elias Mar: Það var nú þá Letur 1985, 171 bls. Þessi bók kom út íyrir ári, en barst okkur víst aldrei þá á DV. Vonum við að betra sé seint en aldrei, enda hlýtur bókin að vera jafngóð í ár og hún var í fyrra. Raunar er hún mest- öll mun eldri en svo, hún rúmar fimmtán smásögur, og eru flestar þeirra frá árunum 1949-61, en tvær síðustu nýlegar. Lengi hafa margir verið að vonast eftir bók frá Elíasi, því hann var afkastamikill rithöf- undur á unga aldri. Á sex árum, 1946-51, sendi hann frá sér jafh- margar bækur; þrjár frumsamdar skáldsögur og eina þýdda, smá- sagnasafh og ljóðabók. Síðan kom skáldsagan Sóleyjarsaga út í tveimur hlutum, 1954-9, þýddar skáldsögur 1956 og 1970 og ljóðabók 1977. Mun þó ekki allt talið, en þetta smásagna- safn er einmitt frá því þrjátíu og fimm ára tímabili sem liðið hefur frá því að Elías var afkastamestur. Smásögur þessar eru nokkuð sundurleitar, og er þess enginn kost- ur að víkja hér að hverri þeirra. Sú fyrsta segir frá sveitamanni sem þyk- ir hjárænulegur í vegavinnuflokki, vegna þess m.a. að hann er gormæltur og nefrnæltur. Síðar sér sögumaður tvífara hans í París og minnist þess þá, að þar þykir slíkur framburður eðlilegur. Þetta vekur til umhgusunar um hvort harmsögu- leg örlög mannsins eigi sér ekki líka æðimargar hliðstæður í erlendum stórborgum. En þessi íslenski sveita- maður missti bæði böm sín í byl, þrátt fyrir hetjulega vöm. Dagblaðaumfjöllun Eitthvað er aðferðin svipuð í næstu sögu, þar sem hrikalegur landaparís tveggja drengja um Skólavörðuholt verður hliðstæða og táknmynd seinni heimsstyrjaldar- innar - sem má þá skilja sem ámóta bamaskap. Mér finnst þessi dæmi- söguaðferð ólistræn í eðli sínu og skýra hve daufleg útkoman verður. Þetta á betur við í stólræðum en sagnagerð. Svipað er um langa sögu, „TJraníum í þjóðarhjarta", þetta er pólitísk hugleiðing í smásögugervi, hefði sjálfsagt gert lukku í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans 1955, þegar hún var samin, en á lítið erindi á bók núna, finnst mér. Ekki af því að ég efist um að íslensk stjórnvöld myndu farga hverju sem er fyrir kjamorkuhagsmuni Bandaríkja- stjómar, heldur af hinu, að þessi „saga“ er af nákvæmlega sama tagi dagblaðaumfjöllunar og birst hefur síðastliðin þijátíu ár. Sama verður að segja um titilsöguna, sem sýnir breytt viðhorf Meðaljóns, ffá því að vera hugsjónasterkur Ungmennafé- lagsmaður yfir í að vera ofstækis- fullur Aronssinni á efri árum. Hér snýst allt um kjaftaganginn í mann- inum, texti þessi er eins og fleiri fyrst og ffernst til að birta skoðanir. Höf- undur er auðvitað ekki að halda þeim fram, heldur hæðast að þeim, en það breytir engu um það, að þetta er af tagi sunnudagshugleiðinga en ekki sagnagerðar. Eins er um „In dulci jubilo", hún er af tagi endur- minninga sem birtast í jólablöðum, en ekki skáldskapar. Sama gildir um „Dæmisögu um dauðann“, og er þó hlálegt að hún lýsir skáldi sem út- laga úr mannlegu samfélagi, sem öllum þykir réttdræpur vegna þess að hann bindur sig ekki við máls- stað! Skoðana- og formælinga- strókur „Saman lagt spott og speki“ bein- ist öll að þvi að sýna persónu, sem höfundur hefur upplýst að sé raun- veruleg; fyrirmynd organistans í Atómstöðinni. Við skulum þá vona að þetta sé sem nákvæmust eftir- mynd, því ekki hefur hún sjálfstætt listgildi. Það stendur bara skoðana- og formælingastrókurinn útúr hon- um, í kunnuglegum stíl, um ræfildóm íslenskra menntamanna á fyrri hluta aldarinnar. Sögumaðurinn, feiminn Bókmenntir öm Ólafsson unglingur, er andstæða þessa lífs- nautnamanns og þannig hafður til að gera hispurslaust hommatal hans að lostafengnara. í sögunni „Volaðs vera“ eru góðar lýsingar sem skapa hugblæ, sýna kuldann sem umlykur einangraðan listamann og þá ofuijarðnesku feg- urð sem hann leitar eftir. Lýsing mannsins er vel gerð, þar birtast lit- imir sem hann glímir við (feitletrað af mér), fuglatalið virðist ills viti, og einnig hitt, að ekkért gengur: „Hann er rösklega miðaldra, rengluvaxinn, loðbrýndur og hvítsköllóttur; en þykkur krag- inn umhverfis skallann er dökkur eins og hamrabelti við jökulrætur. Augun eru svört eins og tveir hrafnar, og þó ekki kvik- ari en svanir í sárum. Hendur hans bera rauðan lit kvöldhim- ins, bláan lit hafs, hvítan ht vetarríkis; og flesta aðra liti. Hann vantar einn fingur. Þessar marglitu skorpnu hendur leita eftir þvi sem hægt er að leggja til munns; einnig kreista þær harðnaða pensla, svartkrítarbrot og spjöld. Svo ráðast þær stund- um hvor á aðra sér til hita, [...]“ „Jeg ville elske at være dronning“ Einnig í „Hinsta vitjun" skapa lýs- ingar hugblæ, en það er eins og kjamann vanti þar, ég get ómögu- lega séð eitthvað merkilegt við að hinstu orð manns skuli vera: „Jeg ville elske at være dronning!" - þeg- ar við þekkjum manninn sáralítið. Almennt talað finnst mér þessar sögur ansi misheppnaðar. Það er eins og þær beinist yfirleitt að mór- al, eigi að sýna fram á eitthvað, svosem að kynlíf sé skapbætandi, í sögunni um Petrúnellu. En undan- tekning frá þessu er einmitt nýjasta sagan og aftasta, „Bið“. Þar er að- eins sýnd biðstofa í augum pilts sem man ekkert. Þetta er mjög vel gert, hver setning í sögunni er innan þessa ramma. Vissulega má skilja þessar aðstæður sem táknrænar fyrir lífið, en það er ekki augljóslega táknrænt eins og hinar sögumar, þessi saga stendur á eigin fótum, hér er sýnt, en ekki bara sagt frá. Mikið væri gaman að fá meira af svo góðu. Elias Mar rithöfundur. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1986 hafi hann ekki verið greiddur i síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. 20. október 1986, fjármálaráðuneytið. SAMKEPPNI UM RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgarstjórn Reykjavíkurefnirtil samkeppni umtillögu að ráðhúsi í Reykjavík. Heimild til þátttöku hafa félagar í Ai og þeir sem leyfi hafa til að leggja aðalteikningar fyrir Byggingarnefnd Reykjavíkur og uppfylla ákvæði 12. gr. byggingarlaga nr. 54/1978. Trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jensson, Bygg- ingaþjónustunni v/Hallveigarstíg, afhendir keppnis- gögn frá og með miðvikudeginum 22. október gegn skilatryggingu að upphæð kr. 2.000. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns í síðasta lagi 4. mars 1987. Reykjavík, 22. október 1986, borgarstjórinn í Reykjavík. Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. I EINSTAKT TÆKIFÆRI Opið kl. 14-19 i dag. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. , Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar ( og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í sima er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer'' og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.