Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
Andlát
Þórsteinn Bjarnason lést 12. okt-
óber sl. Hann fæddist í Reykjavík 3.
desember árið 1900. Foreldrar hans
voru Guðrún Þorsteinsdóttir og
Bjarni Jónsson. Þórsteinn lærði
körfuiðn í Kaupmannahöfn og stofn-
aði fyrirtækið Körfugerðina sem
hann síðar gaf Blindravinafélagi Is-
lands. Útför Þórsteins verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Jón Abraham Ólafsson sakadóm-
ari andaðist í Borgarspítalanum 20.
október.
Marinó Guðmundsson, Ásvalla-
götu 6, lést í Landakotsspítala
þriðjudaginn 21. október 1986.
Inga Rúna (Sigrún) Warrick,
fædd Ingólfsdóttir, frá Morganton,
North Carolina, USA, lést í landspít-
alanum 18. október.
Margrét Sigtryggsdóttir frá Siglu-
firði, andaðist á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 20. október sl.
Jónína S. Guðmundsdóttir, Rétt-
arholtsvegi 41, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 23. október kl. 13.30.
Útför Guðmundár Guðmundsson-
ar, Hábergi 22, fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 24. október kl. 15.
Björg Jónasdóttir áður til heimilis
að Skólabraut 30, Akranesi, lést 15.
október í St. Fransiskusspítalanum,
Stykkishólmi. Útför hennar verður
gerð frá Stóra-Vatnshornskirkju
föstudaginn 24. október kl. 14.
Útför Sigríðar Gísladóttur frá
Stóra-Hrauni fer fram frá Kópavogs-
kirkju fimmtudaginn 23. október kl.
15.
Gisli Þorleifsson, vistmaður að
Hrafnistu, Reykjavík, verður jarð-
settur frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 24. október kl. 13.30.
Minningarsjóður um Sölva
Sölvason
Stofnaður hefur verið minningarsjóður um
Sölva Sölvason sjómann af skipsfélögum
hans. Markmið sjóðsins er að reisa minnis-
varða um drukknaða og týnda. Á sjó-
mannadögum verður þeirra síðan minnst
og lagður blómsveigur að minnisvarðan-
um. Sjóðurinn hefur opnað gíróreikning.
Þeir sem vilja styrkja þetta málefni geta
lagt inn á gíróreikning númer 57400-7.
pósthólf 503, 602 Akureyri, með eða án
nafns síns, frjáls framlög. Gíróseðlar fást
í öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóð-
um. Einnig er hægt að greiða til sjóðsins
gegn sérstökum kvittunum og er þá haft
samband við Ingimund Bemharðsson,
Reykjasíðu 14 Akureyri, sími 25033, og
gefur hann allar nánari upplýsingar. Mik-
ill hugur er ríkjandi um að hægt verði að
afhjúpa minnisvarða þennan á sjómanna-
daginn 1987.
Ýmislegt
Húnvetningafélagið
Félagsvist verður spiluð laugardaginn 21.
október kl. 14 í Félagsheimilinu, Skeifunni
17, 3 hæð. Allir velkomnir.
Félag Snæfellinga
og Hnappdæla í Reykjavík
Fyrsta spilakvöld vetrarins verður nk.
laugardag, 25. okt. Mætum nú öll hress
og kát í slaginn!
Nefndin.
Umræður um stórmót
hestamanna
Á fimmtudagskvöldið, 23. október nk.,
verður haldinn umræðufundur í Félags-
heimili Fáks á Víðivöllum. Fjallað verður
um fyrirkomulag lands- og fjórðungsmóta.
Skipuleggjendur stórmóta og stjómendur
sýninga munu sitja fyrir svörum, m.a. þeir
Bjami E. Sigurðsson, Gísli B. Bjömsson,
Gunnar Dungal, Gunnar Egilsson, Gunn-
ar Jóhannsson, Kjartan Ólafsson og
Þorkell Bjarnason. Meðal þeirra spum-
inga sem leitað verður svara við, em
þessar: Em stórmótin orðin ofviðamikil?
Er skipulagi þeirra ábótavant?
Hvaða skilyrði þurfa stórmótsstaðir að
uppfylla? .
Em kynbótasýningar orðnar of tímafrek-
ar?
Er úrslitakepþni gæðinga orðin sölusýn-
ing?
Em úrslitin í B flokki gæðinga aðeins
kappreiðar í tölti?
Er ekki lengur rúm fyrir kappreiðar?
Er nóg gert fyrir unglingana?
Fáksmenn hvetja alla þá, sem áhuga hafa
á málefnunum, að mæta á fundinn og taka
þátt í fjörugum umræðum. Fundarstjóri
verður Hjalti Jón Sveinsson.
Breiðfirðingar - Strandamenn
Munið sameiginlegan vetrarfagnað félag-
anna laugardaginn 25. október 1986 kl. 21
í Risinu, Hverfisgötu 105 4. hæð. Mætum
öll.
Almanak háskólans.
Út er komið Almanak fyrir ísland 1987 sem
Háskóli íslands gefur út. Þetta er 151.
árgangur ritsins sem komið hefur út sam-
fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmunds-
son, stjarnfræðingur hjá Raunvísinda-
stofnun Háskólans, hefur reiknað
almanakið og búið það til prentunar. Ritið
er 96 bls. að stærð. Auk dagatals með upp-
lýsingum um flóð og gang himintungla
flytur almanakið margvíslegan fróðleik. í
heild er yfirbragð ritsins svipað og undan-
farin ár en ýmsar töflur og teikningar
hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af
nýjustu upplýsingum. Af nýju efni má
nefna kort sem sýnir tímamun milli ís-
lands og annarra landa. Slíkt kort birtist
síðast í almanakinu árið 1976 en síðan
hafa orðið breytingar á tímareikningi í
mörgum löndum. Þá er í almanakinu grein
um endurtekningar í dagatölum. í þeirri
grein kemur m.a. fram að sum ár eru svo
sérstæð að þúsundir ára geta liðið þar til
dagatalið tekur aftur á sig sömu mynd.
Háskólinn annast sölu almanaksins og
dreifingu þess til bóksala. Almanakið
kemur út í 8000 eintökum en auk þess eru
prentuð rúmlega 3000 eintök sem Þjóð-
vinafélagið gefur út sem hluta af sínu
almanaki með leyfi háskólans.
Ljósafosskóli 40 ára
Nú í haust eru 40 ár síðan Grímsnes,
Grafningur og Þingvallasveit hófu sam-
eiginlegt skólahald að Ljósafossi. Fyrstu
3 vetuma var skólinn í leiguhúsnæði en
haustið 1949 hófst kennsla í núverandi
skólahúsnæði. í fyrstu voru flestir nem-
endur í heimavist en mörg hin síðari ár
hefur daglegur akstur verið ríkjandi og
nú í haust var heimavist lögð niður til
reynslu. í skólanum eru fyrstu 7 bekkir
grunnskólans auk forskóla. Nemendur í
vetur eru alls 46 en voru yfír 80 þegar flest
var. Skólastjóri. er Böðvar Stefánsson og
hefur hann starfað við skólann frá upp-
hafi. F’ormaður skólanefndar er Böðvar
Pálsson, Búrfelli. Fyrirhugað er að
minnast þessara tímamóta með samkomu
í skólanum laugardaginn 25. okt. kl. 14
og er þess sérstaklega vænst að gamlir
nemendur, kennarar og annað starfsfólk
láti ekki sinn hlut eftir liggja og fjölmenni
til þessarar samverustundar. I skólanum
verða sýnd ýmis verk núverandi nemenda
sem þeir hafa gert í tilefni afmælisins.
Einnig verða til sýnis gamlar ljósmyndir
frá skólastarfinu. Um kl. Í5.30 hefst svo
samsæti í félagsheiinilinu Borg.
Slysum fækkar en eignatjón
eykst.
Slysaskráning Umferðarráðs fyrir sept-
embermánuð, sem unnin er eftir lögreglu-
skýrslum, leiðir í ljós að slysum með
meiðslum fer fækkandi. Þetta á bæði við
um samanburð á milli ára og einstakra
mánaða. 1 september urðu 57 slys með
meiðslum en á sama tíma í fyrra 68. Það
sem af er þessu ári hafa orðið 384 slys með
meiðslum én árið 1985 var sambærileg tala
komin í 465. Það er hins vegar athygli
vert að umferðaróhöppum með eignatjóni
einungis íjölgaði til muna í september. í
646 tilfellum varð einungis eignatjón á
ökutækjum, en í sama mánuði í fyrra urðu
554 slík óhöpp. I ágústmánuði 1986 voru
þau 555. Hér munar mest um þá slysaöldu
sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið fyrri
hluta septembermánaðar en þá varð gífur-
legur fjöldi ökumanna fyrir verulegi
eignatjóni. Ökumenn ættu því að hafa
þessi atriði hugföst nú þegar skammdegið
færist yfir. 1 því sambandi hvetur umferð-
I gærkvöldi
Grímur Grímsson prestur:
Svona eiga heimildarmyndir að vera
Séra Grímur Grímsson.
Ég horfi venjulega á sjónvarps-
fréttimar ef ég kem því við. Það er
ágætt að hafa þær klukkan hálfátta
og lengir kvöldin. Það munar tölu-
vert um einn hálftíma á kvöldi. Nú
síðan er líka ágætt að hafa útvarps-
fréttimar klukkan sjö og sjónvarps-
fréttimar strax á eftir. I gærkvöldi
sá ég þáttinn með Peter Ustinov í
Rússlandi. Þetta em alveg ljómandi
góðir þættir. Svona eiga heimildar-
myndir að vera. Ég sá líka þáttinn
um Mengele og þótti hann ekki sér-
stakur. Yfirleitt líkar mér vel við
sjónvarpið og horfi mikið á það.
Dagskráin er oft skemmtileg og á
líka að vera það.
Það er ágætt að það er komin ný
sjónvarpsstöð, þá er haegt að velja á
milli og samkeppnin bætir efnið í
þeirri eldri. Að vísu er ég ekki farinn
að sjá hana ennþá.
Ég hlusta ákaflega lítið á útvarp.
Þetta er allan liðlangan daginn.
Þegar áhugavert efni er á rás 1
hlusta ég, annars ekki. Fréttimar i
hádeginu og á kvöldin hlusta ég
reyndar oftast á en það er lítið meira.
arráð ökumenn sérstaklega tií þess að aka
bílum sínum með ljósum og gangandi veg-
farendur til þess að nota endurskinsmerki.
Mozrmxsm
GfíWAMtÍjJ*.
7ÓHU$TAMÚsI
Á ISIANDI
TfíOMMAfíAfí
MAPNtSS
SAGA‘
munG
srones
norw
TexfAS
Tímaritið UNG komið út.
Annað tölublað tímaritsins UNG er komið
út. Að þessu sinni skartar blaðið viðtali
og forsíðumynd af Bubba Mortens. Við-
talið er skrifað af vini hans, Einari Erni,
sem einnig hefur verið í fremstu röð ís-
lenskra tónlistarmanna af yngri kynslóð-
inni. I.blaðinu er einkaviðtal við Mádness,
sem tekið var í sumar er hljómsveitin var
hér á landi: viðtal við Greifana: íslenskir
trommarar og samstarfsmenn þeirra
spurðir: „Eru trommarar öðruvísi en ann-
að fólk“. Umfjöllun um tónlistarhús okkar
Islendinga, sem rísa mun í Laugardalnum,
og er það skoðað frá öllum hliðum í mynd-
um og viðtölum við þá sem best þekkja
til. Þá er í blaðinu plötumeðmæli: grein
um N’ART hátíðina, vinsælir dægurlaga-
textar, framhaldssaga blaðsins um voldug-
ustu rokkhljómsveit veraldar, The Rolling
Stones. Ymislegt annað skemmtilegt les-
efni er í blaðinu auk nýstárlegra auglýs-
inga og vandaðra ljósmynda. Blaðið
kostar 200 krónur.
Eskfirðingar og Reyðfirðingar
SíðdegiskafFi fyrir eldra fólk úr þessum
byggðarlögum verður sunnudaginn 26.
október kl. 15 að Skipholti 50a, (Sóknar-
salnum).
Tapað - Fundið
Páfagaukur tapaðist
Lítill grænn páfagaukur tapaðist á sunnu-
daginn sl. frá Haðarstíg 22. Finnandi
vinsamlegast láti vita í síma 622589.
Afmæli
75 ára afmæli á í dag, 22. október,
Gunnar Sólberg Gíslason frá
ísafirði, fyrrum sjómaður, nú vist-
maður á Hrafnistu hér í Reykjavík.
Lengst af bjó hann ásamt eiginkonu
sinni, Auði Guðmundsdóttur, ó
Fornhaga 19 hér í bæ. Hún lést í
maímánuði 1981. Þeim varð fimm
barna auðið. Gunnar ætlar að taka
á móti gestum á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar á Bjargi við Suður-
götu hér í Reykjavík eftir kl. 20 í
kvöld.
100 óra afmæli átti í gær, 21. októb-
er, Anna Halldórsdóttir, vist-
maður á elli- og hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði ó Höfn í Homafirði. Hún
er fædd í Reykdalskoti, Hruna-
mannahreppi. Hún bjó á Böðvars-
hólum í Vesturhópi og síðar í
Reykjavík. Síðustu órin hefur hún
dvalið í Skjólgarði. Eiginmaður
önnu, Páll Guðmundsson frá Böð-
varshólum, bóndi þar og síðar
innheimtumaður hjó Ríkisútvarpinu
í Reykjavík, lést árið 1979. Þau eign-
uðust átta böm. Sjö þeirra komust
til fullorðinsára.
Brottvikning hitaveKustjorans:
„Ástæðan er
trúnaðarbrestur"
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri:
„ Ástæðan er trúnaðarbrestur,"
sagði Gunnar Ragnars, forseti bæjar-
stjómar á Akureyri, um það að
bæjarstjórn samþykkti einróma í gær
að segja Wilhelm W. Steindórssyni
upp störfum sem hitaveitustjóra.
„Hitaveitustjórinn er embættismað-
ur sem á að framfylgja þeirri stefnu
sem kjömir bæjarfulltrúar marka. Það
er því útilokað fyrir okkur að sitja
undir því í blöðum og öðrum fjölmiðl-
um að hann ráðist á þá stefnu sem
hann hefur verið beðinn um að fram-
kvæma.
Ef hann er svona ósáttur við stefhu
okkar, ef honum finnst hann ekki eiga
samleið með okkur hefði maður haldið
að hann segði frekar sjálfur upp,“
bætti Gunnar við.
Gunnar sagði ennfremur að bæjar-
stjómin hefði samþykkt að leita eftir
viðræðum við stjómvöld um vanda
hitaveitu Akureyrar, m.a. vegna þoss
að Akureyringar hefðu greitt 200
milljónir í jöfhunargjald, sem notað
hefði verið til að greiða niður orku-
kostnað annars staðar á landinu.
„Vilhelm ræðst á okkur opinberlega
fyrir þetta og segir að við séum að
selja stolt okkar og biðja um ein-
hverjar ölmusur. Þó hefur hann ekki
með óyggjandi rökum sýnt fram ó að
kominn sé rekstrargmndvöllur fyrir
hitaveituna og hún geti borgað skuld-
ir sínar sjálf niður.“
Hítaveita Akureyrar hækkar ekki:
Steingrímur sendi bréf
Skák
Skákhátíð Sparisjóðs
Hafnarfjarðar og
Skákfélags Hafnarfjarðar.
Fjöltefli:
Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfélag
Hafnarfjarðar efna til fjölteflis fimmtu-
daginn 30. október 1986 og hefst taflið kl.
20.00 og teflt verður í Iþróttahúsinu við
Strandgötu. Þar mun Margeir Pétursson,
nýbakaður Islandsmeistari, tefla á 40
borðum.
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Bæjarstjóm Akureyrar frestaði í
gær fyrirhugaðri hækkun á gjaldskró
hitaveitu og rafveitu Akureyrar sem
átti að verða í nóvember.
Ástæða þessarar frestunar var bréf
frá Steingrími Hermannssyni forsætis-
ráðherra, sem barst skömmu áður en
fundurinn hófst. Þar fór ráðherra fram
á að hitaveitan frestaði hækkuninni.
Jafhframt lét hann fylgja ljósrit af
bréfi frá forseta Alþýðusambands ís-
lands þar sem hækkunum á verði
opinberrar þjónustu er harðlega mót-
mælt og vitnað er í kjarasamninga frá
því í febrúar.