Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 30
30
I
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
Viö erum meö hagstœöu
SpennustiUar
iklossar
Vali
^AIternc
Stai
Spissadlsur
Fœöldœlur
veröin og úrvaliö líka!
sdiskar
Kúplingsdið
og pressur
SuwISSis
VOLVO
Auk
þess
Stýrisendar
Iplndilkúlur
mótorar
Mlörtoövar og
Ljös og porur
Hjá HÁBERGi fœröu skjóta úrlausn,
eöa faglega ábendingu um hvar
þú gerir hagkvœm innkaup
Póstkröfur afgreiddarsamdœgurs.
Sími 91-84788
SENDLAR ÓSKAST
STRAX
Upplýsingar é afgreiðslu
í síma 27022.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Strandaseli 5, íb. 2-3, þingl. eigandi Margr-
ét Helga Ólafsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru Ámi Guðjónsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Strandaseli 8, íb. 3-2, þingl. eígandi Halla
Hermóðsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986 kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Melseli 14, þingl. eigandi Gunnar H. Sigur-
bjartsson, ferfram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986 kl. 14.45. Uppboðs-
beiðendur eru Árni Guðjónsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Skúli Pálsson
hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur Gústafsson hrl. og Hafsteinn Bald-
vinsson hrl.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Staðarseli 8, efri haeð, þingl. eigandi Kristján
Guðbjörnsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheímtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Teigaseli 5, íb. 3-3, þingl. eigandi Friðrik
Stefán Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka ís-
lands, Landsbanki íslands, Steingrímur Þormóðsson hdl. og Þorvaldur
Lúðvíksson hrl
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Vaðlaseli 5, þingl. eigandi Gunnar Guðjóns-
son, ferfram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt 1986 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi
er Gjaldheimtan í Reykjavík.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteignínni Stífluseli 9, íb. 3-1, þingl. eigandi Margrét
Margeirsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 24. okt. 1986 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Fréttír
Fréttaskot DV, s. 62-25-25, síminn sem aldrei sefun
30 V*
toterrnm „WWte Top“ bfar.
Húsflugan svamlaði
».l
*****
-zr.
Fréttaskot leiddi
til þess að
allt komst upp
- þegar White Top bjórinn var bruggaður
Sumir sem hringja í fréttaskot DV
virðast halda að þær upplýsingar sem
þeir skjóta til blaðsins séu teknar hrá-
ar og birtar í blaðinu. Þetta er mikill
misskilningur. Að baki hverri frétt
liggur mikil vinna blaðamanns. Les-
endur verða hér ó eftir leiddir í allan
sannleika um hvaða meðhöndlun
fréttaskot fó á ritstjóminni. Reyndar
hafði verið á dagskrá að flytja lesend-
um þennan fróðleikspistil fyrr en
leiðtogaftmdurinn tók sinn tíma og
rúm hjá DV svo leggja varð margt
annað til hliðar á meðan fréttir vom
fluttar af honum.
Eins og kúahland
White Top, ólöglegi bjórinn sem
bmggaður var á Akureyri á dögunum,
Notar
f þú ^
Gold Sonne/RS
WOLFF
SYSTEM
Það gera vandlátir.
V BENCO,
'v S (91)-21945^X
er gott dæmi um það hvemig eitt lítið
fréttaskot getur velt þungu hlassi.
Fréttaskot barst til DV um að
heimalagaður bjór gengi kaupum og
sölum í Reykjavík. Blaðamaður fór
þegar að kanna málið. Fljótlega haiði
hann uppi á manni sem keypt hafði
slíkan bjór. Af samtali við hann varð
ljóst að töluvert magn var í umferð í
höfuðborginni.
Ekki gaf þessi viðmælandi DV White
Top bjómum góða einkunn, sagði
hann gmggugan, bragðvondan og
minna „helst á kúahland" eins og
hann komst að orði. Einnig heyrðist
af neytendum sem hreinlega höfðu
fengið steinsmugu eftir ölteiti.
Slóðin rakin til Akureyrar
Strax í kjölfar fyrstu fréttarinnar um
ólöglega bjórinn barst önnur óbending
frá Akureyri. Við athugun í kjölfar
hennar varð ljóst að uppspretta bjórs-
ins var fyrir norðan. Miðamir á
bjórflöskumar höfðu verið prentaðir ó
Akureyri og þaðan kom bjórinn sem
seldur var í Reykjavík. Blaðamaður
DV á Akureyri hafði uppi á prentaran-
um sem hafði prentað flöskumiðana.
Kvaðst hann hafa farið heldur illa út
úr viðskiptum sínum við bmggarana.
Þeir höfðu sumsé greitt allan prent-
kostnaðinn með gúmmítékkum. Eins
lugu þeir að prentaranum að um inn-
kaupamiða væri að ræða fyrir inn-
fluttan bjór sem þeir kváðust hafa
umboð fyrir.
Nú fóm hlutimir að gerast hratt.
Frétt DV frá Akureyri leiddi til þess
að tveir rúmlega tvítugir Akureyring-
ar vom handteknir. Játuðu þeir að
hafa bmggað White Top bjórinn og
selt, einkum til Reykjavíkur. Lögregl-
an innsiglaði svo afkastamikla bmgg-
verksmiðju þeirra félaga í bakhúsi að
Óseyri 6 á Akureyri. Varð þá uppvíst
að kumpánamir höfðu ekki einungis
selt bjór heldur einnig landa.
„Erfiðast fyrir ættingjana"
DV færði lesendum sínum að sjálf-
sögðu fréttir af öllum þessum atburð-
um um leið og þeir gerðust. Blaðið lét
ekki þar við sitja heldur birti einka-
viðtal við annan „framleiðanda"
White Top bjórsins um leið og hann
var laus úr prísundinni hjá lögregl-
unni. Þar greindi hann hreinskilnis-
lega frá því hvemig hugmyndin að
bjórframieiðslunni hafði orðið til og
öllum gangi mála þar til ævintýrið var
úti. Mólið er nú hjá ákæmvaldinu og
er niðurstöðu þess að vænta innan
skamms.
Ekki verða höfð fleiri orð um þetta
fyrr en dómsúrskurður liggur fyrir en
lesendur minntir á fréttaskot DV,
62-25-25, símann sem aldrei sefúr. Þeir
sem telja sig hafa ábendingar um frétt-
ir geta komið þeim á framfæri í þessu
símanúmeri allan sólarhringinn alla
daga vikunnar. DV greiðir 1500 krón-
ur fyrir hvert fréttaskot sem notað er
á síðum blaðsins og 4500 fyrir besta
fréttaskotið í viku hverri.
■JSS