Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
9
Útlönd
Forseti íslands í sjónvaipsviðtali:
Bjórbannið leifar
frá bannárunum
Haukur Lárus Haukssan, DV, Kaupmhöfa;
Danska sjónvarpsstöðin, Kanal
2, er sendir í Kaupmannahöfh, var
með viðtal við Vigdísi Finnbogadótt-
ur forseta í síðustu viku. V ar viðtalið
mjög nýlegt og vakti nokkra hrifh-
ingu.
Segir greinarhöfundur í Berl-
ingske Tidende að hann hafi slappað
af eftir leiðtogafundinn í Reykjavík
við að horfa á viðtal þetta. Segir
hann meðal annars að Vigdís forseti
hafi setið í fínu stofunni sinni og
opinberað skoðanir sínar um fortíð
og framtíð manneskjunnar á klókan
og skýran hátt og það á skínandi
dönsku. Fannst honum leiðtogar
stórveldanna ekki aðeins hafa snúið
baki hvor við öðrum heldur einnig
sjálfri menningunni þegar þeir yfir-
gáfu gestgjafann og eyju hennar.
Annars var rætt um margt og mik-
ið í viðtalinu og er hér stiklað á
stóru. Um félagsleg vandamál,
áfengi og bjór sagði Vigdís eitthvað
á þá leið að það væru svipuð félags-
leg vandamál hér og á öðrum
Norðurlöndum, eins og til dæmis
vöntun á dagvistunarplássum. Að-
spurð um drykkju Islendinga sagði
hún að við drykkjum ekki meira en
aðrir, heldur sjaldnar og þá kannski
mikið í einu. Sagði hún þjóðfélagið
hreinlega ekki geta starfað ef íslend-
ingar væru mjög drykkfelldir. Um
bjórinn sagði Vigdís að það væri
tvískinnungur að banna hann. Bjór-
bannið væri leifar frá bannárunum
þegar allt var siðan leyft nema bjór.
Óttaðist hún fyrstu fimm árin með
bjór og þá sérstaklega vegna æsk-
unnar. Það þyrfti að ríða á vaðið
og venjast bjómum og aðlögunin
tæki nokkum tíma.
Hreinskilin og opinská svör Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands, i
viðtali í danska sjónvarpinu vöktu
hrifningu Kaupmannahafnarbúa.
Sagði Vigdís að aðgerðir eins og
hústaka í Kaupmannahöfn gætu
ekki gerst í Reykjavík, alla vega
ekki á sama hátt. Sagði hún venju
vera að ungt fólk keypti sér íbúð en
það hefði verið erfitt vegna lána-
stefnu síðustu ára en sé nú að
breytast til hins betra.
Lagði Vigdís áherslu á að íslend-
ingar leituðu nýrra leiða við ýmsar
framkvæmdir í þjóðfélagslegum efn-
um án þess að það kæmi niður á
sérkennum okkar. Aðspurð sagði
hún ísland vera. undir minnstum
. bandarískum áhrifum allra Norður-
landa og sagði þau áhrif koma
annars staðar frá en frá Keflavík.
Sjiyrjanda fannst vanta eitthvað
séríslenskt við ýmislegt tengt ferða-
mönnum, eins og til dæmis hótelin.
Sagði Vigdís að við yrðum að fylgja
timanum og útvega öll nauðsynleg
þægindi til þess að geta stundað
ferðamannaþjónustu. Við þurfum
samt að vera öðruvísi án þess þó að
vera frumstæð. Þó yrði að huga mjög
að náttúrunni og hvemig hún færi
út úr kynnum sínum við ferða-
mannastrauminn.
Aðspurð um kvennaflokk og kenn-
ara sagði Vigdís kvennaflokkinn
hafa komið fram þar sem konur
stóðu höllum fæti í þjóðfélaginu.
Sagði hún það vera goðsögn úr Is-
lendingasögunum að íslenska konan
hefði alltaf verið svo sterk. Hafi þær
fengið verr launuð störf en karlmenn
en leiðin út úr þeirri stöðu væri
fræðsla og menntun.
Sagði Vigdís mikilvægt að kennar-
ar fengju almennileg laun. Létum
við böm okkar í hendur þeirra hvem
dag en borguðum þeim kannski ekki
í samræmi við ábyrgðina. Væri af
sem áður var þegar litið var upp til
kennara sem mikilvægrar starfs-
stéttar sem launuð var að verðleik-
um.
Loks sagði Vigdís að íslendingar
meðhöndluðu minnihlutahópa með
virðingu en auðvitað væm hér for-
dómar eins og annars staðar. Vildi
spyrjandi í því sambandi nefha að
meðferð þjóða á minnihlutahópum
væri æði oft einkennandi fyrir við-
komandi þjóðfélag. Þykir undirrit-
aður viss um að opinská og
hreinskilin svör Vigdísar forseta
hafi umfram annað vakið hrifningu
Kaupmannahafharbúa i síðustu
viku.
„Samviska Austurríkis“
fallin í valinn
Snorri Valssan, DV, Vín;
Nú nýverið lést hér í Vínarborg
leikarinn góðkunni og umdeildi Helm-
ut Qualtinger, aðeins 58 ára að aldri.
Hafði hann átt við langvarandi veik-
indi að striða enda ávallt lifað hátt
og lítið hugað að heilsunni.
Eftir að hafa verið viðloðandi leik-
hús um nokkurt skeið og m.a.' skrifað
hneykslisverk eitt mikið stofhaði hann
ásamt Carl Merz, Gerhard Bronner
og Michael Kehlmann hinn víðfræga
Vínar-kvartett.
Stungu þeir á ýmsum kýlum sam-
félagsins með grínið að vopni.
Þekktastur var þó Qualtinger fyrir
persónu sína, Herr Karl. í eins manns
sýningum sínum á 7. áratugnum
minnti Herr Karl Austurríkismenn
rækilega á nasistafortíð þeirra sem
allir virtust hafa gleymt og var ýmist
elskaður eða hataður fyrir.
Siðasta hlutverk Qualtingers fyrir
dauða sinn var hlutverk kjallara-
meistarans í kvikmyndinni Nafn
Rósarinnar eftir sögu Umbertos Ecos.
Þar lék hann m.a. á móti Sean Conn-
ery og F. Murray Abraham (Amad-
eus).
En nú er þessi sjálflærði leikari og
„samviska Austurríkis" allur og situr
nú skýjum ofar og hlær að tilverunni
eftir sem áður.
Kjálki sóprönunnar
úr liði en hún sló
samt í gegn
Eva Marton sópransöngkona við
Metropolitan óperuna í New York
iét sig hafa það í gærkvöldi að
syngja til enda aríuhlutverk sitt
sem Tosca í samnefndri óperu,
Jjrátt fyrir alvarlegt liðhlaup í
kjálka eftir slæman árekstur við
einn meðleikara.
„Hún er sönn baráttukona, hún
söng frábærlega," sagði Jóhanna
Fiedler, talsmaður Metropolitan
óperunnar, eftir sýninguna í gær-
kvöldi er kjálkameiðsl sópran-
söngkonunnar höfðu verið könnuð
til hlítar. Kjálki Evu Marton fór
úr liði í öðrum þætti óperunnar,
skömmu fyrir Vissi dárte aríuna,
er Tosca syngur liggjandi á svið-
inu.
55 Sovétmenn
reknir úr landi
Bandaríkjastjóm tilkynnti í gær
að hún hefði ákveðið að vísa fimm-
tíu og fimm sovéskum stjómarer-
indrekum úr landi, í kjölfar
tuttugu og fimm sovéskra starfe-
bræðra þeirra er vísað var úr landi
í byrjun Jjessa mánaðar.
Akvörðun Bandaríkjastjómar
kemur skömmu eftir tilkynningu
Sovétmanna um að fimm banda-
rískum stjómarerindrekum hafi
verið vísað úr landi í Sovétríkjun-
um fyrir meinta njósnastarfsemi.
f tilkynningu Bandaríkjastjóm-
ar sagði að brottvísun Sovét-
mannanna væri liður í þeirri
stefiiu stjónarinnar að fækka sové-
skum stjómarerindrekum i
Bandaríkjunum til muna, eða til
jafhs við fjölda bandarískra stjóm-
arerindreka f Sovétríkjunum.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins í Washington lét þó hafo eftir
sér í gær að bandarísk yfirvöld
útilokuðu ekki tengsl Sovétmann-
anna við njósnastarfsemi Sovét-
manna í Bandarikjunum.
í tilkynninguutanríkisráðuneyt-
isins segir að Sovétmennimir skuli
hafa komið sér úr landi fyrir fyrsta
nóvember næstkomandi.
Ákvörðun Bandaríkjastjómar
kom mjög óvænt, en almennt var
ekki búist við að bandarísk yfir-
völd gripu til svona harðra
gagnaðgerða þrátt fyrir að brott-
vísun Sovétmanna á fimm banda-
rískum stjómarerindrekum frá
Moskvu í byrjun vikunnar. Tals-
maður sovésku Tass íréttastofunn-
ar sagði í morgun að ákvörðun
Bandaríkjamanna væri enn eitt
dæmið um óbilgimi Bandaríkja-
manna sem nú hefðu tekið enn
eitt skrefið í átt að síversnandi
samskiptum risaveldanna.
Glæsilegir þýskir kjólar
Laugalæk - Sími 33755
Helmut Oualtinger og Sean Connery að lokinni töku myndarinnar Nafni Rósar-
innar.
ILALEIGA
FLUGLEIDA
Tilboð óskast
Tilboð óskast í vélvana VW Microbus diesel-bíl (12
sæta), árg. 1982 og VW Golf, árg. 1985, skemmdan
eftir veltu.
Bílarnir eru til sýnis á Bílaleigu Flugleiða við Flug-
vallarveg. Æ _
s. (91)690200