Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Erlendir fréttaritarar Sænska kirkjan á í eifiðteikum með að ná eyrum fólks „Fólk þreytist á kirkju sem alltaf vill sigla í meðvindi“ segir Bo Giertz, fymim biskup í Gautaborg, sem telur gagmýnina gegn kirkjunni vera IHsmerki Gunnlaugur Jónsson, DV, Lundi; Sænska kirkjan á að margra áliti við mikil vandamál að stríða um þessar mundir. Þeim er sækja guðs- þjónustur á sunnudögum fer fækk- andi og gagnrýnin fer vaxandi. Mörgum þykir sem boðskapur kirkj- unnar sé allt of máttlaus og mörg predikunin greinir sig ekki frá kjall- aragreinum dagblaðanna um þjóð- félagsmál. Gagnrýnin kemur ekki síst úr röðum kirkjufólksins sjálfs. „Það er gott að fólk er farið að þreytast á kirkju sem alltaf vill sigla i meðvindi, sem leitast ætíð við að hugsa eins og meirihlutinn og segir þess vegna það sem er í tísku hverju sinni,“ segir Bo Giertz, biskup í , Gautaborg. Að hrópa fullum hálsi Umfjöilunin um málefni kirkjunn- ar hefur verið óvenjulega áberandi i sænskum fjölmiðlum að undanf- ömu. Kjell Ove Nilsson, nýskipaður dómprófastur í Gautaborg og mörgu íslensku kirkjufólki kunnur, er einn þeirra sem tekið hafa til máls á síð- um dagblaðanna að undanfömu. I grein í Dagens Nyheter fyrir skömmu sagði hann meðal annars: „Kirkjan hefur að mörgu leyti orðið eins og heimurinn, með vandamál heimsins svo sem baráttu um launa- flokka, titlasýki x>g valdabaráttu. Hvemig í ósköpunum á svona kirkja í alvöru að geta verið spámannleg?" Nilsson svarar spumingunni þannig: „Nú gildir það eitt að kom- ast að hvemig guð starfar í heimin- um. Mestu varðar að taka sér stöðu við hlið hans, gegn öllum djöfulsskap og öllu ómannúðlegu, að hrópa full- um hálsi svo fólk heyri það, að halda því nærri guði og vinna með honum í heiminum." Nægir ekki að hugsa eins og meirihlutinn Bo Giertz biskup segir að gagnrýn- in sé Hfsmerki. „Það sem fólk er tekið að gagnrýna er það sem við höfum lengi gagnrýnt innan kirkjunnar en við daufar undirtektir. Við höfum - lengi rætt um það að kirkjan verði að þora að vera kirkja. Það nægir ekki að kirkjan hugsi eins og meiri- hlutinn. Kirkjan hefur annað og meira fram að færa, nefnilega fagn- aðarerindið um Jesú Krist sem fyrirgefur syndir. Það er mjög gleði- legt að fólk er farið að tala um að það sé þetta sem það vill heyra. Ekki vegna þess að það fær nú hljómgmnn heldur vegna þess að það er satt.“ Minni kristindómsfræðsla hluti vandans ' Olaus Bránnström, annar fyrrver- andi biskup, segir hins vegar að vandinn felist ekki síst í því að kirkj- an tali framandi mál. „Samfara því að kristindómsfræðsla heíur minnk- að svo í skólunum á kirkjan erfiðara með að flytja einfaldan boðskap eins og áður. Áður lærðum við þegar í skólanum kristið hugsanamynstur sem við þekktum þegar við hlustuð- mn á predikanimar. Nú hljómar allt slíkt eins og gríska. Þess vegna reyn- ir kirkjan að tala mál sem er nær hinu daglega lífi og þá kann það að virðast veraldlegra." Bohman sakaður um að hafa hlegið að friðarpredikunum Dæmi um síka veraldlega predikun er sú sem flutt var við setningu sænska þingsins á dögunum. Predik- unina flutti Elísabeth nokkur Gerle sem heíur þann starfa með höndum að vera friðarprestur, það er hún þjónar engum ákveðnum söfriuði heldur er henni einungis ætlað að berjast fyrir friði. Predikun hennar hefði líklega aldrei orðið tilefrii mikilla umræðna í fjölmiðlum hefði það ekki gerst að hún, að guðsþjónustunni lokinni, kvartaði undan því við fjölmiðla að ýmsir þingmenn íhaldsflokksins hefðu hagað sér ósæmilega í kirkj- unni. Sérstaklega hefði verið trufl- andi Gösta Bohman, fyrrum formaður flokksins, sem hefði rekið upp hláturroku í miðri predikun. Bohman kannaðist aðspurður við að sér hefði þótt ákaflega lítið til predikunarinnar koma því þama hafi verið um einhliða pólitískan boðskap að ræða. Hins vegar sagði hann það af og frá að hann hefði hlegið undir predikuninni, slíkt myndi hann aldrei leyfa sér í kirkju. Útvatnaður kristindómur Svenska Dagbladet, aðalmálgagn íhaldsmanna, hefur nokkrum sinn- um gert þessa predikun að umtals- efni, nú síðast í leiðara á sunnudaginn var. Leiðarahöfundur bendir meðal annars á hvemig mett- unarfrásagan (er Jesús mettaði fimm þúsund manns með fimm brauðum og tveim fiskum) hefði verið túlkuð í umræddri predikun. „Þegar dreng- urinn kom með matkörfuna þá tíndu aðrir fram það sem þeir höfðu og það nægði fyrir alla.“ Þannig útskýrði friðarpresturinn þessa kraftaverka- frásögn og það em slík dæmi sem mörgum þykja vera útvatnaður kristíndómur eða „trúleysi sem þyk- ist vera trú“ (svo notað sé orðalag íslensks heimspekiprófessors). Leiðarahöfundur spyr síðan hvort engin takmörk eigi að vera fyrir því hversu lengi hinn frjálsi predikunar- stóll sænsku kirkjunnar sé gagnrýn- islaust notaður undir alls kyns tískustefnur. „Þá er eitthvað að kirkjunni“ í hugvekju í sama blaði segir Helge Brattgaard biskup meðal annars í tilefni af þessari umræðu að þjóð- félagsvandamál eigi vissulega heima í kristinni predikun, spumingin sé bara hvemig þau skuli rædd. Hann minnir á svar T.S. Eliots við þeirri spumingu: „Ef kirkjan og þjóðfélag- ið em á algjörlega öndverðum meiði þá er eitthvað að þjóðfélaginu. Ef þau em hins vegar algjörlega sam- mála þá er eitthvað að kirkjunni." Ýmsir hafa orðið til að benda á að kirkjan hafi um of sinnt skipu- lagsmálum á liðnum árum og áratugum. Boðskapnum sjálfum, játningargrundvellinum, hafi ekki verið eins mikill gaumur gefinn.' Meðal þeirra sem á þetta hafa bent em tveir guðfræðiprófessorar við háskólann í Lundi, þeir Birger Ger- hardsson og Per-Erik Persson. í bók, sem þeir skrifuðu fyrir tveim árum um sögu trúarjátninganna, segja þeir að tími sé til kominn að breyt- ing verði á þessu og segja meira að segja að þörf sé á nýrri trúarjátningu sem taki mið af ýmsum aðstæðum samtímans. Páfinn telur framtíð kirkjunnar í þriðja heiminum En eigi sænska kirkjan nú um stundir í erfiðleikum með að ná eyr- um fólks þá er ljóst að hún er ekki ein um það. Hér er um að ræða sam- eiginlegt vandamál kirkna á Vestur- löndum. Jóhannes Páll páfi annar sagði nýverið aðspurður að framtíð kirkjunnar lægi í Afríku, Suður- Ameríku og Indlandi. Þar væri vaxandi áhugi á trúnni. Kristin trú hefði hins vegar að vissu leyti glat- ast í Evrópu og væri þörf á nýju trúboði þar. Svipaðar raddir heyrð- ust á biskupafundi Norðurlanda á Gotlandi í sumar, nefhilega þörfin á trúboði heima fyrir, að minnsta kosti ekki minni en þörfin á trúboði í þriðja heiminum. Gösta Bohman, fyrrverandi formaður íhaldsflokksins, er sakaður um að hafa rekið upp hláturroku undir predikun við þingsetningu. Kynti það undir umræðunum um boðskap sænsku kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.