Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Uflönd Þyfiðhefði nægt til að jafha einbýiis- ■ -* i m •• jat hus við jorðu Ibukur L. Hauksson, DV, Kaupmhcán: Þrír ungir menn játuðu fyrir rétti fyrir helgi að hafa stolið nokkur hundruð kílóum af sprengiefai og öðru tilheyrandi fró vopnageymslu danska hersins í Farum við Kaupmannahöfri um síðustu mánaðamóL Er sprengieftiið nú í öruggri gæslu hersins og verður sprengt við fyrsta tækifæri þar sem það er upphaflega af lager Iögreglunnar yfir þýfi. Ætluðu þrímenningamir að sprengja peningaskápa með dínamítinu í auðgunarskyni og fékk orðómur um meint ofbeldis- verk hermdarverkamanna þar með skjótan dauðdaga. Komst lögreglan á sporið er hún fann dínamíthylki eitt í mann- lausri bifreið fyrir skömmu. Við handtöku manns er tengdist bif- reiðinni játaði hann að kannast við díriamítþjófrma og vísaði yfir- völdum á þýfið og sjálfa þjófana. Var þýfið falið í leiguherbergi í einbýlishúsi í Kaupmannahöfn og heíði nægt til að jafoa húsið alger- lega við jörðu og meira til. Danski herinn hefur nú í hyggju að auka öry’ggisráðstafanir við vopna- geymslur sínar en um helmingur þeirra liggur utan við afgirt svæði hersins. Heilabólga skæð í Vestur-Bengal Yfir fjörutíu manns hafa látist á örfáum dögum í Vestur-Bengal á lndlandi af völdum illkynja heila- bólgu, að því er segir í frétt indversku fféttastofunnar í morg- un. Að minnsta kosti tvö hundruð manns í nokkrum þorpum í Burd- wan héraði í Vestur-Bengal hafa sýnt einkenni heilabólgusmits en sjúkdómurinn er talinn berast á milli manna með moskítóflugum. Sjúkdómseinkennin eru þau helst að hluti heilans bólgnar út og hindrar blóðstreymi um höfuðið. Sandinistar með banana- kiöfur Yfirvöld í Nicaragua lögðu í morgun ffarn kröfur á hendur stærsta bananaframleiðslufyrir- tæki í Mið-Ameríku, Standard Fruit, fyrir rétti í San Fransisco. Krefjast yfirvöld í Nicaragua 35 milijón dollara í skaðabætur frá fyrirtækinu fyrir að standa ekki við gefha samninga um banana- kaup frá landinu. PiBmnA amdhiMfc, ir|I> jf*|L JfTL 1 pnnsmn passar móður sína HaukurLárusHaukssan,DV,Kaiqjmha&i; Friðrik, krónprins Dana, mætti í fyrsta skipti til herbúða hins konunglega lífvarðar á fimmtudag í síðustu viku. Hafði hann tekið lífvörðinn fram yfir aðra herþjónustu og mun hann gegna skyldu sinni þar nasstu tvö árin. Þar á eftir bíður frekari menntun og stöðuhækkun innan danska hersins. Hljóðar dagskráin nú ekki leng- ur upp á nýtísku Volvo og fleiri hundruð fermetra piparsveinaíbúð heldur standið rétt og jafnið bihð og það strax! Bróðir hans, Jóakim, fór til Ástr- alíu þar sem hann mun kynnast landbúnaði næsta árið en hann mun taka við rekstri síns eigin herragarðs með öllu tilheyrandi áður en langt um líður. Hasenfus kveðst sekur Enrique Sotelo Borgen, verjandi Bandaríkjamannsins Eugene Has- enfús, er tekinn var til fanga af hermönnum Nicaragua eftir að flutningavél hans var skotin niður yfir norðurhluta Nicaragua fyrir skömmu, gagnrýndi í gær harðlega saksóknara stjómarinnar og kvaðst ekki hafa fengið nægan tíma til und- irbúnings málsvamar með skjól- stæðingi sínum áður en dómur fellur í máli hans. Búist er við að hann verði kveðinn upp fyrir vikulok af svokölluðum alþýðudómstóli er yfir- völd hafa sérstaklega skipað til að rétta yfir Bandarfkjamanninum. „Ég er sekur,“ sagði Hasenfus á fúndi með bandarískum sjónvarps- mönnum í Managua í gær, er sjónvarpað var beint um öll Banda- ríkin, og kvað öll ákæmatriði sandinistastjómarinnar á hendur sér vera rétt. Hasenfus fullyrðir að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi skipulagt birgðaflug sitt með vopn til contra- skæmliða í Nicaragua og séð um að greiða fyrir verkið. Talsmenn leyniþjónustunnar neita alfarið að CIA eigi nokkum hlut að máli. Ef Hasenfus verður dæmdur sekur má hann eiga von á allt að þrjátíu ára fangelsisdómi. Bandarikjamaðurinn Eugene Hasenfus, fangi stjórnarhermanna i Nicaragua, skömmu eftir að flutmngaflug- vél hans var skotin niður með vopnasendingu til contra-skaeruliða. Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir Hasenfus fyrir helgi. Slagsmál á friðanáðstefhu Haukur Lárus Hauksson, DV, Kaupmhöfru Alþjóðleg friðarráðstefna, er hald- in var í Kaupmannahöfn í lok síðustu viku, endaði í hörkuslagsmálum á suniiudag. Á ráðstefnunni vom sam- ankomnir 2.500 fulltrúar frá 136 löndum og 100 alþjóðlegum samtök- um. Töluverður styr stóð um ráðstefnu þessa áður en hún hófst og á meðan á henni stóð. Héldu margir því fram að henni væri stjórnað frá Moskvu í gegnum Heimsfriðarráðið sem hef- ur aðsetur í Helsingfors. Það var til þess að félag Sameinuðu þjóðanna í Danmörku, jafnaðarmannaflokkur- inn og græningjar höfnuðu þátttöku í ráðstefnunni. Slagsmálin hófust er ungmenna- fulltrúi frá Nicaragua var í ræðustól. Ruddust þá um þrjátíu mótmælendur að sviðinu með slagorðum eins og „Sovét burt úr Afganistan!" og „KGB, farið heim!“ Kom til harðra átaka þar sem fólk, blómaskreyting- ar og borð ultu hvað um annað. Stóð slagurinn um það bil í fimmtán mín- útur. Höfðu mótmælendur komist inn á fölsuðum eða stolnum aðgangs- kortum. Meðal þeirra voru ungir íhaldsmenn ásamt Afgönum í útlegð er vekja vildu athygli á málstað sín- um. Ráðstefnan hófst heldur ekki frið- samlega en þá höfðu Úkraínumenn í útlegð á lofti borða með áletrun- inni: „Þetta er KGB-ráðstefna“ og urðu einhverjar ryskingar þegar þeim var hent út. Fundinum lauk með ályktunum er fordæmdu stjörnustríðsáætlun Reag- ans og var ákveðið að hefja bréfaher- ferð gegn Reagan, bandaríska þinginu og almenningi þar í landi. í tengslum við fundinn var íjöldi mót- mælaaðgerða og höfðu nokkur fómarlömb stríðsins í Afganistan komið til Kaupmannahafnar í því sambandi. Schluter gagnrýninn á Reykjavíkurfund Poul Schlúter, foisætisráðherra Danmerkur, er nú í fimm daga opin- berri heimsókn í Sovétríkjunum. Heimsóknin hófet í gær og hefur hennar verið beðið með eftirvænt- ingu hér í Danmörku og víðar en Schlúter er fyrsti véstræni leiðtog- inn er heimsækir Sovétríkin eftir Reykjavíkurfundiim. I ræðu sinni í gær lýsti hann yfir vonbrigðum sínum vegna lélegs ár- angurs leiðtoganna í Reykjavík og gagnrýndi þá fyrir að geta ekki einu sinni samið um tímasetningu nýs fúndar. Hvatti hann til frekari við- ræðna. Á tveggja tíma fundi sínum með Gorbatsjov kom Schlúter meðal annars rnn á sundraðar dansk-so- véskar íjölskyldur og óskaði eftir sameiningu þeirra og/eða auknu svigrúmi til heimsókna. Haukur Lárus Ifeukssan, DV, Kaiqaniha&i; Poul ScMiiter, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti yfir óánægju sinni með árangur Reykjavikurfundarins en Schlúter er nú í opinberri heim- sókn i Sovétríkjunum. Danmörk: Húsnæðislausum gefið langt nef næðislausu fólki langt nef með því að sitja sem fastast í íbúðinni. Ráðherrann neyðist til að leigja sér íbúð á höfúðborgarsvæðinu þar sem heimili hennar er á Fjóni á stór- um herragarði. En almenningi og blöðum þykir hún heldur djörf að troða sér fram fyrir fólk í húsnæðis- biðröðinni og búa um sig í íbúð er gæti kostað margfalt meira án þess að það kæmi verulega niður á pyngju hennar. Þykir annað óhæft en að hún flytji sem snarast úr íbúð- inni. Haukur Lárus Hauksson, DV, Kaupmhö&v Landbúnaðarráðherra Dana, Britta Schall Holberg, frá vinstri flokknum virðist vera einkar ólagin við að halda ímynd þeirri er hæfa þykir manneskju í hennar stöðu. Vakti hún óskipta athygli auk gremju þingmanna í vor þegar hún misnotaði embættismenn ráðuneytis síns með því að láta þá semja fyrir sig spumingar og svör um land- búnaðarmál er þingmenn úr flokki hennar áttu einnig að njóta góðs af við þingstörfin. Nú eru það húsnæðismál frúarinn- ar sem hafa verið í brennidepli fjölmiðlanna. Hefúr ráðherrann flutt úr dýrri leiguíbúð í miðbæ Kaup- mannahafnar í litla leiguíbúð rétt utan við borgina er nýlátin móðir hermar bjó í. Borgar hún um tvö þúsund danskar krónur í leigu á mánuði og er þá hiti og rafinagn innifalið. Það er þykir hneykslunar- vert í þessu sambandi er að íbúðin er byggð og leigð á félagslegum for- sendum í sveitarfélagi þar sem húsnæðisekla er töluverð hjá efna- minna fólki. Ráðherrann og formaður bygging- arfélags þess er sér um leigu íbúðar- innar segir hana vera í fullum lagalegum rétti þar sem hún hafi verið skráð fyrir íbúðinni ásamt móður sinni. Því hafa húsnæðisyfir- völd nú hafriað með tilvísun í húsnæðislög. Hefur húsnæðfemála- ráðherra Dana verið beðinn um að athuga málið. Þykir landbúnaðar- ráðherrann ekki standa vel að vígi siðferðilega og hreinlega gefa hús-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.