Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. 13 Neytendur Ríkisvaldið styðji betur ýmsa þjónustuþætti Neytendasamtakanna Samþykktir fiá þingi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin gerðu eftirfar- andi samþykktir á þingi sínu sem jafnframt er aðalfundur samtakanna og haldið var sl. laugardag: Rikið sinnir ekki neytenda- málunum nægilega vel „Þing Neytendasamtakanna bend- ir á að stjómvöld hafa ekki sinnt málefnum neytenda í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar - sérstaklega skortir á að stjómvöld hafi ffamfylgt lögum um neytendavemd og veitt framleiðendum og innflytjendum og þjónustuaðilum nægilegt aðhald. Þá hefur á það skort að tekið væri eðli- legt tillit til samtaka neytenda og undir þau borin þau málefni sem skipta miklu máli fyrir neytendur." Fara fram á virkari stuðning ríkisins „Neytendasamtökin hafa aldrei gert kröfu til ríkisins um að það styðji almenna félagsstarfsemi sam- takanna en Neytendasamtökin fara fram á virkari stuðning ríkisins við samtökin svo þau geti haldið uppi lágmarksþjónustu við neytendur. Þjónustu sem alfarið er kostuð af ríkinu á hinum Norðurlöndunum, svo sem rekstur leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu vegna fræðslu- og upplýsingastarfs og gerð gæða- kannana." Fagnar stofnun kvörtunar- nefndarinnar „Þing Neytendasamtakanna fagn- ar nýgerðum samningi Neytenda- samtakanna, Kaupmannasamtak- anna og SÍS um kvörtunamefhd í minni háttar verslunarmálum. Þing Neytendasamtakanna bendir á að með kvörtunamefndinni em ofan- greind samtök í raun að taka að sér að sinna þjónustu við borgarana, sem hvarvetna í okkar heimshluta er rekin af því opinbera. Þing Neyt- endasamtakanna skorar því á Alþingi að veita myndarlegan fjár- stuðning til þessa verkefnis meðan stjómvöld sinna ekki þessum þætti.“ Skipulag og arðsemi í inn- flutningsverslun veldur hærra vöruverði „Þing Neytendasamtakanna skor- ar á viðskiptaráðherra að láta kanna stöðu innflutningsverslunar. Neyt- endasamtökin telja skipulagningu og arðsemi í þeirri grein með þeim hætti að líkur séu á að valdi hærra vömverði en þyrfti að vera og má í því sambandi benda á samanburð Verðlagsstofnunar og Neytenda- samtakanna á verði innfluttra vara hér á landi og í nágrannalöndun- um.“ -A.BJ. Umbúðimar með í kílóverði vörunnar? Tilbúin matvæli em seld í neytenda- pakkningum og merkt með kílóverði. Neytendafélagi Reykjavíkur höfðu borist kvartanir og ábendingar um að uppgefin þyngd unninna matvæla stæðist ekki í öllum tilfellum. Kannaði því starfsmaður samtakanna, Krist- bjöm Jónsson, þyngd nokkurra unninna matvæla. I fféttatilkynningu er tekið fram að ekki sé um tæmandi könnun að ræða né samanburð milli ffamleiðenda. í þrem tilfellum af ellefu munaði nærri 10% hvað raunvemleg vigt var lægri en uppgefin. I einu tilfelli var raunvemleg vigt yfir uppgefinni vigt. í öðrum tilfellum munaði mjög litlu en uppgefin vigt var lægri en raun- vemleg. Þama er verið að hafa af neytend- um. Þar að auki eiga neytendur að geta treyst því að það sem er gefið upp á umbúðum standist, hvort sem það er vigt, verð eða innihaldslýsing. Hið gagnstæða hefúr oft komið í ljós. Það var Löggildingarstofan, Síðu- múla 13, sem sá um vigtunina. I greinargerð frá Löggildingarstofunni segir m.a. að pakkamir hafi verið vegnir óopnaðir og síðan innihaldið, þ.e. innihaldið án umbúða. -A.BJ. Heiti matvöru Framleiðandi Uppgefin þyngd Vegió innihald Frávik Skinkupylsa Búrfell 95 g 96,2 g + 1,2 g + 1,3 % Kindabjúgu Goói 410 g 399,5 g - 10,5 g - 2,6 % Fiskibollur Humall 470 g 459,5 g - 10,5 g - 2,2 % Kindabjúgu Höfn hf 530 g 516,5 g - 13,5 g - 2,5 % Fr.hvitlaukspylsa Isl.Franskt eldh. 115 g 103,7 g - 11,3 g - 9,8 % Reykt sild ísl.Matvæli hf 132 g 120,0 g - 12,0 g - 9,1 % Kindabjúgu KEA 382 g 370,6 g - 11,4 g - 3,0 % Fiskibollur Mat sf 308 g 302,5 g - 5,5 g - 1,8 % Malakoff Meistarinn hf 85 g 77,4 g - 7,6 g - 8,9 % Ali-bjúgu Síld og Fiskur 442 g 434,1 g - 7,9 g - 1,8 % Kindabjúgu SS 382 g 368,9 g - 13,1 g - 3,4 % Samanburðurinn á uppgefinni þyngd og vegnu innihaldi var í öllum tilvikum nema einu neytandanum í óhag, þótt að visu munaði ekki miklu. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðs-ölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16, símar 82770-82655. jEinfaldar í uppsetninguj Hagstætt verð D □ D D D D D D VATNSVIRKINN/f ARMÚll 21 - PCST HOLF 6G20 — 128 REYKJAVÍK SIMIAR: VERSLUN. DobJ55. SKRIFSTOFA: 665966 SOLUM: 6o6491 D D D D D D D D D D D □DDDDDDDaDaaDDDDDDDDDDDDDDDDDaaDDDDDDDDaDDQD © Vörumarkaðurinn hf. Sími: 686117 Ármúla 1A SÉRTILBOÐ RF 570 Kæliskápur fyrir orlofshús — einstaklingsíbúðir — kaffistofur — dvalarheimili o.fl. Kæliskápur sem þarf lítið pláss. Vinnuborð kæliskápur undir. Skápurinn hefur l-stjörnu frystihólf 14,5 I. Hálfsjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir ávexti og grænmeti. Hentugar hillur og rými í skáp og hurð fyrir smjör, ost, egg og flöskur. Engin útborgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.