Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Dægradvöl — i uppnan reraar Nú er upp runninn hinn mikli rjúpnaveiðitími sem er frá 15. okt- óber til 22. desember. Fjöldi manna hvaðanæva af landinu hendist á fjöll með byssu á öxl - markmiðið er að næla sér í nokkrar rjúpur í jólamatinn. En á fjöllum uppi er allra veðra von og því betra að leggja af stað vel útbúinn. Landabréf er nauðsynlegt að hafa með í ferðum og betra að verja það gegn bleytu og hnjaski með til dæmis sjálflímandi plasti. Klæðnaður þarf að vera góður og úr hentugum, léttum efmun. Fótabúnaður er bestur ef fyrir hendi eru vandaðir, vatnsheldir gönguskór. Notast má við vaðstíg- vél með stífum botni. Ullarsokkar þurfa að fylgja í báðum tilvikum. Farið aldrei í gallabuxum í galla- ferð því þær geta stíffi-osið. Ullar- buxur eru bestar. Innan undir henta síðar nærbuxur eða sokka- buxur - en aldrei úr gerviefnum. Þykkar bómullarskyrtur með góðum vösum eru heppilegar, þar fyrir innan bómuUarbolur og utan yfir þykk lopapeysa upp í háls. Lambhúshetta eða húfa, trefill og góðir vettlingar. Utanyfirflíkur eru hentugastar léttar og vatnsheldar. Þykkar úlp- ur geta orðið óþægilega þungar, ekki síst ef þær blotna. Munið að velja hlífðarfatnað í skærum litum því lítt áberandi litir gera leit tor- veldari. Svo er að lokum góð regla að láta vita um ferðir sínar og breyta ekki áætlun nema vera viss mn að skilaboð um það hafi komist tryggilega til skila. Áttavitanámskeið skátanna: kallalaus ár „Það er óhætt að segja að nám- skeiðin hafi haft áhrif sem forvarn- arstarf því eftir að við byrjuðum á þeim voru bókstaflega engin útköll í nokkur ár. Þunginn af leitum af rjúpnaskyttum færðist yfir á skíða- fólk í Bláfjöllum." Þetta eru orð þeirra hjálparsveit- armanna, Örvars Aðalsteinssonar og Guðmundar Guðbjömssonar, þegar þeir voru inntir eftir því hvort merkjanlegt gagn hefði verið af áttavitanámskeiðunum sem haldin eru á vegum Hjálparsveitar- innar á ári hveiju. „Breytingin er mikil frá því sem var þegar menn vom úti um öll fjöll að leita að týndum rjúpnaskyttum. Auðvitað geta alltaf orðið slys en þau eru sem betur fer fremur fátíð.“ Námskeið eru að hefjast nú á miðvikudags- og fimmtudagskvöld og væntanlegir þátttakendur verða að tilkynna sig til Skátabúðarinnar við Snorrabraut. Kennarar em Guðmundur Ingi Haraldsson og Guðmundur Guðbjörnsson. Nám- skeiðsgjald er fimm hundruð krónur. Innifalið er bæklingur og önnur námskeiðsgögn en nemend- ur verða að taka með sér áttavita. Nemendur á síðasta haustnámskeiði - Lára Hálfdánardóttir og Guö- mundur Pálsson reyna kunnáttuna í áttavitanotkun. Fyrir rjúpnaskyttur og al- menna ferðamenn „Auðvitað ber þetta sig ekki fjár- hagslega en gjaldið stendur undir kostnaði við bæklinginn og Ijósrit- un. Kennarar em í sjálfboðastarfi," segir Guðmundur. „Fyrra kvöldið er bóklegt en það síðara er farið út fyrir bæinn og teknar verklegar æfingar. Aðsókn hefur verið góð, fólk af öllum aldri og af báðum kynjum. Svo er betra að taka það fram að þótt þetta hafi verið nefnt rjúpnaskyttunám- skeið manna á meðal er það ekki síður ætlað almennum ferðamönn- um sem vilja læra að nota áttavita og kort. Eftir þetta námskeið og með réttan útbúnað ertu færari um að bregðast við breyttum aðstæð- um. Með áttavitanum geturðu haldið réttum áttum þrátt fyrir blindbyl.“ Bæklingurinn Áttavitinn liggur frammi í Skátabúðinni og kostar tvö hundmð krónur. Nokkur út- Nauðsyn- legur útbúnaður Nauðsynlegur neyðarbúnaður fyrir rjúpnaskyttur eða aðra ferðalanga, sem á fyöll leggja, getur vegið allt að fjórum til fimm kílóum. Ekkert atriði má vanta ef möguleikar eiga að vera til þess að geta bmgðist rétt við breytt- um aðstæðum - til dæmis veðrabrigð- um eða slysum. Nokkur kíló í bakpoka geta því bjargað mannslífúm og betra að telja ekki burðinn eftir sér ef menn vilja ekki lenda í því að verða vitrir eftir á. Útbúnaðurinn á meðfylgjandi myndum fyrirfannst í Skátabúðinni við Snorrabraut. Hjálparpakkinn frá Landssambandi hjáparsveita: skáta inniheldur meðal ann- ars álteppi, sáraböggul, sárabindi, plástra, flautu og fatla. Ennisljós sem einnig er nothæft sem handljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.