Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Merming____________________ Smáskammtur af tilfinningum Dagskrá Birgíttu UKsson og Emu Tauro í Norræna húsinu 18. október Birgittu Ulfsson muna víst flestir frá því á Listahátíð, næstsíðustu og reyndar fyrr með heimsóknum Lilla Teatem. Þema dagskrár hennar vom og em tilfinningar. Boðskapur- inn, að vera ekki hræddur við að bera tilfinningar sínar á borð. „ Algjör stuðkona“ Og hvemig ber svo Birgitta Ulfs- son tilfinningamar á borð í dagskrá sinni? Já, vel á minnst, ekki er hún ein að. Ema Tauro, sem situr svo hljóð og ömgg við píanóið, er að minnsta kosti helmingurinn af öllu saman. Hennar em flest lögin sem þær flytja og hún er eins konar akk- eri sem skammtar tilfinningafluginu ákveðið svignim. Og ekki veitir af. Birgitta Ulfsson er nefnilega það sem popparamir mundu kalla „al- gjöra stuðkonu" og það með aðdáun- arhreim í röddinni. Með því að byrja á að skýra frá tilfinningum leikarans á sviðinu þegar fólk er að tínast í sæti eftir að dagskrá er byrjuð tekur hún áheyrendur hreinlega í fang sér og þaðan sleppir hún þeim ekki fyrr en að dagskrá lokinni, og varla einu sinni þá. Kankvísin númer eitt Birgitta Ulfsson er einn af þessum tiltölulega sjaldgæfu leikurum sem geta sungið sig inn að hjartarótum áheyrandans og það án þess að kunna eða geta raunvemlega sungið eins og menntaðir söngmenn mundu skilgreina það. En söngur hennar Tónlist EyjóHur Melsted býr yfir ómótstæðilegum sjarma sem bræðir áheyrandann gjörsamlega. Vitaskuld er leikurinn stór þáttur í sjarma söngsins hjá Birgittu Ulfs- son, en varla trúi ég að neinn geti sundurgreint þættina og yrði víst lítið gaman ef það væri gert. Flest af því sem hún velur sér til söngs ber svip kankvísi. Þó fannst mér ekki minna til koma mikilúðlegs flutnings á tíu fyrstu erindunum úr Kalevala. En kankvísin hafði nú undirtökin í þessari dagskrá. Fyrirferðarlítið tónskáld og þjónustupíanisti Varla er hægt að leita í smiðju til öllu kankvísari skálda en Tove Jans- son og Eevu Kilpi. Valsinn ljúfi við kvæði Tove Jansson um stúlkuna sem dansaði sig til dauðs og hélt áfram að dansa að þessu lífi loknu er eitt allra smellnasta söng/leik- skemmtiatriði sem ég hef séð og heyrt. Og það leiðir okkur að lögum Emu Tauro. I sjálfu sér finnst manni þau ekki rísa tiltakanlega hátt, en þau eru frábærlega vel sniðin að textunum og virðist þess beinlinis gætt að þau yfirdrífi ekki eða fari á neinn hátt fram úr orðunum. Slíkt segja sumir einkenni góðrar leik- húsmúsíkur. Á sama hátt og Ema Tauro er fyr- irferðarlítið tónskáld kemur hún fyrir sem dæmigerður þjónustupían- isti. En maður er þess líka fullviss að hún búi yfir miklu meiru og eyði ekki nema litlum hluta af getu sinni og gáfum í dagskrá af þessu tagi. En hún kann vissulega að undir- strika það spaugilega og skondna í textanum á hógværan hátt í tónmáli sínu. Saman eiga þær Birgitta Ulfs- son og Ema Tauro býsna auðvelt með að sannfæra áheyrendur sína um að tilfinningar séu ekki eitthvað sem læsa beri niðri í kistu. Mættu þær bara ná til sem allra flestra. EM. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson æsilegri orrustu dramatísk í meira lagi, jafnt í form- legri uppbyggingu sem litrófi, og er ljóst að Pétur hefúr ekki farið var- hluta af þeim .umbrotum sem sett hafa svip á ungra manna málverk á undanfömum árum. Það er vandratað meðalhófið, þar sem annars staðar, og er ekki laust við að Pétur fari offari í útmálun sinni á árekstrum og brestum í myndheimi. Litir hans verða stundum ansi hrá- ir og ósamstæðir, ná ekki að hrannast upp þannig að úr verði óbrotgjöm heild, heldur drepa á dreif því sem gerist á myndfletinum. Ein stríö hreyfing Nokkrar undantekningar em þó á þessu og þeirra best er „Heiðrún geit“ ( nr. 22) sem er undarlega Pétur Halldórsson - Vegurinn, olía, 1985. mögnuð mynd, ekki síst fyrir sam- stæða liti og einfalda (betri í lit- prentun en í sjálfu málverkinu..) en þó margræða uppbyggingu. Mál- verkið er í raun ein stríð hreyfing, geitabukkur á stökki við sólhvörf, en vísar til svo margs, svo margs. „Kollóttur/Taurus“ (nr. 19) græðir líka talsvert mikið á einiolduðu, kænlega afbökuðu formi sem stað- sett er út við ystu nöf og gerir sig vel sem ljóðræn líking. Svo er ég ekki frá því að stór mynd, „Morgunhiminn" (nr. 15), beri í sér kím metnaðarfullrar myndgerðar. Þar er líkingamálið enn úr dýra- ríkinu, en útfærslan er stillilegri en í flestum öðrum myndum sem þama hanga. Tvær laglegar tússmyndir (nr. 24 & 25) em og meðal þessara verka Pét- urs, en þær em hins vegar allt annars eðlis en afgangurinn af sýn- ingunni og virka því fremur truf- landi. Pétur Halldórsson hefur ýmislegt til brunns að bera sem myndlistar- maður, sem á eflaust eftir að nýtast honum betur á næstu árum. -ai Í Einhvem tímann gerði ég listsköp- un auglýsingahönnuða að umræðu- efhi hér á þessum vettvangi. Ef ég man rétt, var ég þá heldur vonlítill um að flestum þeirra tækist nokkum tímann að rífa sig út úr tækni- og hugmyndalegri spennitreyju auglýs- ingaiðnaðarins til að gefa sig á vald hins óþekkta, sem er eitt af frumskil- yrðum fyrir sköpun myndlistar. Ég get ekki sagt að ég hafi breytt um skoðun síðan, því enn hef ég ekki séð reglulega burðuga myndlist eftir íslenskan auglýsingahönnuð. En Pétur Halldórsson, sem nú sýn- ir í Listasafiii ASÍ, fer samt langt með að telja mér hughvarf. En kannski ekki alveg nógu langt. Þetta er fyrsta einkasýning Péturs sem myndlistarmanns, en hann á að baki fjölbreyttan feril í ýmiss konar hönnun, þ.á m. bókahönnun, prent- hönnun og myndskreytingum. Nú sýnir hann 27 verk, 23 akrýl- og olíumálverk og 4 tússmyndir, frá árunum 1984 til 1986. Haft er eftir listamanninum að kenningasmíði Einars Pálssonar hafi orðið honum að innblæstri við gerð þessara verka. Það er sjálfsagt ekki verri hug- myndagrunnur en hver annar, svo fremi sem hann komi málverkinu að gagni. Þetta skilur Pétur mætavel, enda er áhorfendum hans hvergi ætlað að kokgleypa kenningar heldur að meðtaka þær í malerísku formi. Utan við tíma og rúm Málverk hans gerast öll í veröld sem er utan við venjulegan tíma og rúm, veröld goðsagna og frumkrafta, og sýna, að því er virðist, árekstra þeirra í millum eða þá vopnaðan frið. Þar af leiðandi eru þessi verk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.