Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 37
MIDVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Fyrstu skref Stellu Kvikmyndin Stella í orlofi tók fyrstu skrefin í Austurbæjarbíói með frumsýningu síðastliðinn laugardag. Þar var hlegið hátt að viðbrögðum hinnar jákvæðu Stellu sem, eins og allar aðrar sómakærar húsmæður og eiginkonur, bjargar eiginmanninum úr aðsteðjandi vanda með lofsverðu snarræði. Ekki reynist hún drykkjusjúkum Svía síðri haukur í horni og leysir öll hans vandamál með nýjum en jafnframt árangursríkum aðferð- um. Meðfylgjandi myndir sýna aðstandendur Stellu qg frumsýn- ingargesti - þeir síðarnefndu klöppuðu fyrrnefndum hressilega lof í lófa að sýningu lokinni. Sviðsljós fyrsta barni sínu og fram að þessu hafði allt gengið eins og í sögu. Ennþá höfðu þau ekki látið verða af því að giftast vegna þess að Odette vildi bíða þar til barnið væri fætt og hún búin að jafna sig nokkuð eftir barnsburðinn. Úr- skurður læknanna um að ekki væri til neins að reyna að bjarga lífi konunnar var reiðarslag fyrir Derrick og nú var einungis eftir að ákveða hvort taka skyldi vél- arnar sem héldu líkamanum ennþá í gangi úr sambandi eða reyna að bjarga lífi hins ófædda barns. „Það er allt í lagi með hana enn- þá," sagði læknirinn við Derrick þar sem hann stóð við rúmið og strauk yfir kvið unnustunnar sem nú var raunverulega ekki lengur á lífi. Þá vissi Derrick að ófætt af- kvæmi þeirra var dóttir. Enginn vafi lék á því sem gera skyldi í huga hins verðandi föður - barninu yrði að bjarga með öllum tiltækum ráðum. Því var það reið- arslag þegar foreldrar Odette voru ekki á sama máli. Þau kröfðust þess að slökkt yrði á vélunum því engin leið væri fyrir þau á gamals aldri að hugsa um barnabarn. Lagalega höfðu þau valdið því Derrick og Odette bjuggu saman í óvígðri sambúð. Barátta við kerfið tók nú við með aðstoð hinna ýmsu lögfræðinga. Það náðist að dæma honum réttinn yfir lífi barnsins síns þremur mín- útum áður en slökkva skyldi á vélunum sem héldu líkama móður- innar gangandi. Það var stoltur faðir sem hélt dóttur sinni Michele Marie Odette í fanginu fyrsta sinni. Hún var tek- in með keisaraskurði og reyndist fagursköpuð og fíngerð með stór brún augu móður sinnar. „Þegar ég kyssti hana í fyrsta skipti vissi ég að þetta var það eina rétta fyrir okkur bæði," sagði Derrick klökkur. „Og ég gat líka kvatt Odette með góðri samvisku, kysst hana líka og hvíslað að ég hefði gert það sem hún vildi að ég gerði þegar hennar nyti ekki leng- ur við." „Eg ætlaði alltaf að læra myndlist - allt frá unglingsárunum - en var bara svo lengi að finna þvi farveg." DV-mynd KAE Guðrún Kristjánsdóttir: Listamaður, hjúkrunarkona og bóndi Á Kjarvalsstöðum heldur Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður þessa dagana sína fyrstu einkasýn- ingu. Fyrir utan myndlistarmenntun hérna heima og erlendis er hún einn- ig lærð hjúkrunarkona. Guðrún hlær hressilega þegar hún er spurð hvers vegna lífið innan spítalaveggja end- urspeglist ekki í verkunum heldur komi þar fram rammíslenskt sveita- þema - svo sem gras og þúfur. „Reyndar hef ég nú verið bóndi líka því við hjónin vorum á Grímsstöðum á Fjöllum árin '80 og '81. Hjúkrunar- kona hef ég hins vegar verið frá '71 og alltaf unnið við það af og til, í Neskaupstað, Geðdeild Borgarspít- alans og sem deildarhjúkrunarkona Hvíta bandsins. Það síðastnefnda fannst mér mjög gott - kannski vegna þess að ég er svo stjórnsöm." Alltafáleiöinni „Myndlist ætlaði ég alltaf að læra, alveg frá unglingsárunum, en var bara svo lengi að finna því farveg. Fannst ég þurfa einhverja menntun til þess að geta unnið fyrir mér og ímyndaði mér að hjúkrun gæti að auki tengst ferðalögum. En þetta varð lengri leið en til stóð í upphafi, eldri systir mín fór hins vegar beint í listnám - Ásrún Kristjánsdóttir - og vinnur að því ennþá. Mér líkaði mjög vel í hjúkrunar- starfinu en draumurinn blundaði alltaf í mér. Rétt eftir tvítugt eignað- ist ég svo tvö börn á sitt hvoru árinu og dreif mig út til Frakklands í myndlistarnám þegar þau stálpuðust - maðurinn minn kom með og sá um börnin á meðan ég var í skólanum. Menn spurðu nú hvað ég væri að vilja út, hvort ég gæti ekki lært hérna heima. En einhvern veginn fannst mér að það yrðu að vera ein- hver alger og afgerandi skil þessu samfara. Því fórum við til Aix-en- Provence og vorum þar í tvö ár." Últíma og ítalía Það sem vakti með Guðrúnu í upp- hafi áhugann á myndlistinni telur hún einkum vera tvennt - áhrif frá föður sínum, Kristjáni í Ultímu, og Italiudvöl á unglingsárunum. „Pabbi málaði sjálfur og fór með okkur systurnar á sýningar - jafnvel á hverjum sunnudegi. Þannig að ég er alin upp við myndlistaráhuga. Og þegar ég var sextán ára fór ég sem barnfóstra til Genúa á Italíu. Þar var ég mikið á söfnum og fannst ítalía mitt land. Núna er ég ekki í nokkrum vafa um að það kveikti líka með manni listáhugann." Óviðbúin sölunni Sýningunni á Kjarvalsstöðum er óhætt að segja að hafi verið vel tek- ið og nú eru rúmlega tveir þriðju myndanna þegar seldir. „Jú, ég vérð að játa að ég var alveg óviðbúin þessari góðu sölu. Það er svo dýrt að halda svona sýningu - kostar hátt á annað hundrað þús- und. í þeirri tölu er ekki reiknað með öllum efniskostnaði, að maður tali nú ekki um eigin vinnu. Því var ég búin að gera ráð fyrir að þurfa að fara að vinna í hjúkrun- inni strax að sýningu lokinni en salan núna gerir mér kleift að halda áfram í myndlistinni." -baj Ólyginn sagði. . Dustin Hoffman fór með frænku sína Blanche Salter á frumsýningu nýju myndarinnar hans Romans Pol- anski - Pirates. Þetta var í Beverly Hills og á þeim slóðurajr- fer maður ekki út með frænkurn- ar dressaður eins og hver annar óuppdreginn dóni. Leikarinn frægi dró fram sína fegurstu hitabeltisskyrtu og mætti á stað- inn sléttgreiddur og glampand- iglæsilegur. Áhugamönnum til frekari fróðleiks skal þess getið að áðurnefnd skyrta er himinblá með hvítum jurtamyndum. Bette Midler er rúmlega fertug og hefur mikl- ar áhyggjur af barninu sem hún gengur með þessa mánuðina. Þegar stjarnan átti að fara í són- ar tók þó steininn úr - hún harðneitaði að mæta og snéri sér beint til næsta miðils í henni Holli. Eftir að sá skyggni hafdi fullvissað Betty um ágætt ástand hins ófædda erfingja hlaut sónarinn náð fyrir augum songkonunnar. Niðurstöðum úr sónarnum og hugaræfingum miðilsins bar saman í öllum at- riðum og alælir bíða fæðingar- innar heldur hressari fyrir bragðið. Liz Taylor komst engan veginn í uppá- haldskjólinn sinn þegar hún kom heim úr sumarleyfinu og varð óð af þræði. Allt var þetta að hennar áliti þjónaliðinu að-^ kenna sem dreifir alls kyns fitú- fæðu um húsið þannig að leikkonan fellur fyrir freistingun- um í öðru hverju skrefi. Núna er veislunni lokið og viljirðu vera í þjónustu kerlu er ekkert und- anfæri - annaðhvort ertu I megrun eða atvinnuleysið er óumflýjanlega næsta skrefið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.