Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- oa plötugerö: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuöi 500 kr.
Verö í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Mogginn í fýlu
Mikil var sú ólund, sem draup af Morgunblaðinu í
gær, þegar það íjallaði um úrslit prófkjörs sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Morgunblaðið spáir því, að Sjálf:
stæðisflokkurinn muni eiga erfitt uppdráttar í
væntanlegum kosningum, vegna þess hvernig raðað
verður á listann. í leiðara Morgunblaðsins um úrslitin
kemur fram hin ævarandi reiði blaðsins í garð Alberts
Guðmundssonar, sem varð efstur í prófkjörinu. Einnig
birtist gremja í garð Friðriks Sophussonar, varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins. Friðrik varð annar í
prófkjörinu.
Morgunblaðið er eins og alþjóð veit málgagn flokks-
eigendafélagsins í Sjálfstæðisflokknum. Flokkseigendur
og Albert Guðmundsson hafa lengi eldað grátt silfur
saman. Flokkseigendur hafa einnig haft horn í síðu
Friðriks Sophussonar. Allt þetta brýst fram í málgagn-
inu.
Eftir árásir Morgunblaðsins í gær hefur afsannazt
sú kenning, að meiri friður og eindrægni ríki í Sjálfstæð-
isflokknum en verið hefur um langan aldur. Hefði
Albert farið illa út úr prófkjörinu, hefðu flokkseigendur
haldið því fram, að um slíka eindrægni væri að ræða.
En Albert hefur mörg pólitísk líf. Honum tókst að rétta
hlut sinn, sem var slæmur orðinn.
Frétt Morgunblaðsins um niðurstöður prófkjörs
flokks blaðsins er eindálkur á baksíðu og þar vitnað til
síðna inni í blaðinu, sem eru aftarlega. í leiðara segir
Morgunblaðið, að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykja-
vík til undirbúnings alþingiskosningum hafi frá 1970,
með einni undantekningu, skapað fleiri vandamál en
þau hafi leyst. Svo sé einnig um það prófkjör, sem fram
fór síðastliðinn laugardag. Þá segir meðal annars, að
Albert Guðmundsson hljóti kosningu í fyrsta sæti list-
ans, vegna þess að kjósendur voru látnir raða á listann.
Albert nái kosningu í fyrsta sætið með aðeins 38,1 pró-
sent atkvæða. í ljósi þéirrar erfiðu pólitísku stöðu, sem
Albert hafi verið í undanfarna mánuði, vinni hann nú
umtalsverðan varnarsigur. En atkvæðamagn hans sé
ekki meira en svo, að það muni óhjákvæmilega valda
honum erfiðleikum við að leiða Sjálfstæðisflokkinn í
kosningabaráttunni í Reykjavík næsta vor. Því blasi
nú við erfið vígstaða Sjálfstæðisflokksins í höfuðborg-
inni.
I leiðara Morgunblaðsins segir, að Friðrik Sophusson
varaformaður nái hvorki þeim árangri í þessu prófkjöri
að skipa efsta sæti listans né að verða hæstur að at-
kvæðamagni. Þetta sýni veikleika hjá öðrum helzta
forystumanni Sjálfstæðisflokksins, sem sé umhugsunar-
efni fyrir hann og forystuna.
Morgunblaðið lætur ekki hjá líða að senda Vilhjálmi
Egilssyni skeyti, þótt Vilhjálmur hafi farið illa í próf-
kjörinu. í leiðara Morgunblaðsins er gefið í skyn, að
einhver andstæða sé milli stefnu Vilhjálms og þess, sem
Morgunblaðið kallar velfepðarstefnu, sem fylgt hafi
verið ekki sízt í Sjálfstæðisflokknum. Með velferðar-
stefnu virðist Morgunblaðið eiga við kerfisdýrkun.
Þannig eykur Morgunblaðið með afstöðu sinni á úlf-
úð í röðum sjálfstæðismanna í stað þess að vinna að
einingu um listann. Morgunblaðið hefur jafnan iðkað
þennan leik. Það hefur verið málgagn ákveðinna valda-
afla í Sjálfstæðisflokknum en unnið leynt og ljóst að
falli annarra flokksmanna.
Haukur Helgason
„Ég er þess vegna sannfærður um að sá grundvöllur sem lagður var á Reykjavíkurfundinum muni reynast mikil-
vægur og leiðtogarnir munu hittast aftur, líklega snemma á næsta ári.“
Framhald
Reykja-
víkurhindar
„Var gagn að Reykjavíkurfundi
Gorbatsjovs og Reagans?" spyija
menn, ekki bara hér á landi, heldur
um gervalla heimsbyggðina. Sitt
sýnist hveijum, en flestir eru þó nú
orðið þeirrar skoðunar að svo hafi
verið. Það er líka skoðun mín og þá
ekki fyrir það eitt að ég tel gagnlegt
og reyndar nauðsynlegt að leiðtogar
risaveldanna hittist reglulega, held-
ur ekki síður vegna þess að leið-
togamir ræddu greinilega af mikilli
alvöru hina margvíslegustu þætti
vígbúnaðarkapphlaups og aivopn-
unar. Og gerðu það ítarlega og
nákvæmar en þeir hafa áður gert.
Samkomulagsfletir og ágreinings-
efni liggja því skýrar fyrir en áður.
Jafnframt ætti hættan á misskilningi
að hafa minnkað og það eitt er mik-
ils virði.
Vonbrígði eða árangur
Fyrstu stundimar og sólarhring-
amir eftir fundinn einkenndust af
vonbrigðum. Auðvitað varð fólk um
heim allan fyrir vonbrigðum þegar
ekkert áþreifanlegt kom út úr fund-
inum og helst var að sjá að leið-
togamir hefðu skilið í hálfgerðu
fússi. Á hinn bóginn var athyglisvert
að bæði Gorbatsjov og Shultz gátu
einmitt um vonbrigði sín. Af því
verður ráðið að í rauninni komust
leiðtogamir mjög langt í samkomu-
lagsátt og lengra en nokkru sinni
áður. Það er vitaskuld góðs viti.
Þegar frá hefur liðið hefur einmitt
þetta sannast. Tónninn hefur breyst.
Þótt hvor aðili kenni hinum um og
báðir verji afstöðu sína, einkennast
ummæli beggja aðila nú frekar af
því að benda á hið jákvæða. Ég er
þess vegna sannfærður um að sá
grundvöllur, sem lagður var á
Reykjavíkurfundinum, muni reynast
mikilvægur og leiðtogamir munu
hittast aftur, líklega snemma á
næsta ári.
Flókin mál, lítill tími
I raun og sannleika var þess aldrei
að vænta að leiðtogamir mundu
semja um afvopnun á Reykjavíkur-
fundinum. Þeir sögðu reyndar fyrir-
KjaUaiim
Kjartan Jóhannsson
þingmaöur fyrir
Alþýöuflokkinn
fram að þeir mundu ekki gera það
þetta væri einungis vinnufundur. Ég
held þeir hafi eiginlega ekki getað
það þótt þeir vildu. Málin eru of flók-
in til þess. Hveija nýja hugmynd
verður hvor aðili um sig að skoða
vandlega og afla stuðnings við heima
fyrir. Það þýðir yfirlegu og vinnu
sem ekki verður innt af hendi í
skyndingu. I þessu sambandi er vert
að hafa í huga hversu lítinn tíma
hvor leiðtoganna fær í rauninni til
að tjá sig á leiðtogafundi eins og
þeim sem hér var haldinn. Á sjö
klukkustunda fundi má áætla að
hvor leiðtogi fái einungis 1 'A klst.
til þess. Fyrsti klukkutíminn fer í
að komast að efninu, þá em eftir sex
klst. Þýðing á öllu, sem fram fer,
helmingar þann tíma í þrjár klst.,
eða 1 Zi klst. á hvom aðila. Flókin
og vandasöm atriði verða ekki
greind og útskýrð á svo skömmum
tíma. Allt er því undir undirbúningi
komið.
Ýmsu ósvarað
Ég held að það sé of mikil ein-
földun að segja að allt hafi strandað
á „stjömustríðsáætluninni" einni.
Er víst að Sovétmenn séu nú skyndi-
lega eins tilbúnir og látið er í veðri
vaka að opna land sitt fyrir eftirliti?
Er ekki líklegra að þeir hafi ein-
hvem fyrirvara um það, þótt ekki
sé valið að gera það nú að ágrein-
ingsefhi? Gat Reagan samið um
nýjar hugmyndir án þess að bera sig
saman við bandamenn sína? Hvemig
geta vesturveldin samið um algera
eyðingu kjamorkuvopna án þess að
líta á styrkleikahlutföll hefðbund-
inna vopna og herja í Evrópu úr því
að vöm Vestur-Evrópu byggist ekki
á hefðbundnum vopnum heldur ógn-
un kjamorkuvopna? Þetta em
óþægilegar spumingar, en við þeim
verða að vera skýr svör.
Sambúðin er grundvallarat-
riðið
Spá mín er sú að á næstu mánuð-
um verði leitað svara við þessum
spumingum. Á gmndvelli þeirra og
þess sem fram fór á Reykjavíkur-
fúndinum verður samningum haldið
áfram. Vonandi fáum við fljótlega
að sjá árangur þess, ekki bara í af-
vopnunarþróun heldur ekki síður í
bættri sambúð austurs og vesturs.
Vígbúnaðarkapphlaupið er nefni-
lega ekki orsök heldur afleiðing. Það
er afleiðing slæmrár sambúðar. Þess
vegna er sambúðin sjálf gmndvall-
arviðfangsefhið.
Kjartan Jóhannsson.
„Ég held að það sé of mikil einföldun að
segja að allt hafi strandað á „stjörnu-
stríðsáætluninni“ einni.“