Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Page 5
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986.
5
Fréttir
Fangar mótmæla aðbúnaði í Hegningarhusinu:
„Gamalt húsnæði
og fjárskort-
ur há okkur“
- segir forstöðumaður
Fangar í Hegningarhúsinu að
Skólavörðustíg 9 hafa undirritað bréf
þar sem þeir mótmæla harðlega þeim
aðbúnaði og aðstöðu sem þar er að
finna. I bréfinu segir m.a.:
„Við getum alls ekki sætt okkur við
að ekki sé farið að íslenskum lögum
um lágmarksaðbúnað og hreinlæti...
Við kref]umst aðgerða þegar í stað þar
sem kvartanir okkar við fangaverði
staðarins ná ekki fram að ganga...
Héðan kemur enginn betri maður út
eftir það óréttlæti sem honum er sýnt
hér í þessari pestargildru sem varla
getur talist fokheld...“
Guðmundur Gislason, forstöðumað-
ur Hegningarhúsins, sagði í samtali
við DV að hann hefði ekki séð þetta
bréf en hann vissi til að fangar hefðu
kvartað undan aðbúnaði.
„Það er ljóst að þetta er orðið yfir
aldargamalt húsnæði og fjárskortur
hefur háð okkur. Úrbætur í fangelsis-
málum hafa lengi staðið til en aldrei
náð lengra en byggja að byggja grunn
að nýju fangelsi," sagði Guðmundur.
í máli hans kom fram að hvað hrein-
læti varðar þá væri það skylda
fanganna sjálfra að þrífa klefa sína en
því miður vildi oft verða misbrestur á
því. Aðrir hlutar fangelsisins væru
þrifnir daglega og hann gæti fullyrt
að þau mál væru í lagi.
Hann vildi einnig taka það fram að
ekki væri rétt að fangaverðir hlustuðu
ekki á kvartanir fanga, málið væri
einfaldlega að þeir gætu lítið gert
vegna fjársveltis. -FRI
Þær standa þétt saman og hata allt sitt á þurru, trillurnar á Husavík.
DV-mynd JGH
DV á Húsavík:
Tríllurnar
teknar upp
Ján G. Hauksson, DV, Akuieyii blómleg og á Húsavík, þar eru hátt í
------------------- áttatíu fley, en lítið er um fagrar árar,
á tímum tækninnar er allt vélknúið.
Trillumar tínast á land þessa dag- Aðeins um 4 til 5 trillur róa á h'nu frá
ana, enda kominn fyrsti vetrardagur. Húsavík í vetur. Hinar hafa allt sitt á
Á fáum stöðum er útgerð trilla eins þurru.
FÍB álykfar um fýrirhugaðar bensínhækkanir:
Koma harðast
niður á fólki
með meðaltekjur
Brúttótekjur fjölskyldu þurfa að
aukast um 200 til 600 krónur á mán-
uði fyrir hverja eina krónu sem
bensínlítrinn hækkar í verði þegar
höfð er hliðsjón af bensínnotkun og
tillit .er tekið til bifreiðaeignar og mis-
munandi tekna og skatta að því er
ffarn kemur í ályktun stjórnar Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Þessi ályktun er gerð í tilefhi fregna
af fyrirætlunum stjómvalda um nýjar
álögur á bensín og olíuvörur sem gert
er ráð fyrir að skili ríkissjóði um 600
milljónum króna á næsta ári. Telur
stjórn félagsins að þessar álögur muni
lenda með fullum þunga á almenningi
með meðaltekjur og þaðan af lægri en
síst á hinum tekjuhæstu í þjóðfélaginu
þar sem þeir greiði oftast ekki sjálfir
að fullu rekstrarkostnað bifreiða
sinna. Segir stjómin að þá kjarabót,
sem felist í lækkun á rekstrarkostnaði
bifreiða vegna lækkandi bensínverðs,
sé fráleitt að afnema og megi búast
við því að aðilar vinnumarkaðarins
muni beita sér af fullum þunga gegn
slíkri ráðstöfun.
-ój
VELDU SAMS
Stjörnutækið
E3 IMER * COUNTEfi 2-Wt£K 2-fWGRAfcftfABU
ES
i- »I
OOOOcfjQcfjQ
Lauaaveaj 63 (Vitastíasmeqinl - Sími 6-22-0-25.
MYIMD
BANDS
TÆKIÐ
VX-510TC
• „Sllmllne
(aðeins 9,6 cm á hæð).
• Framhlaðið m/fjarstýringu
• Skyndiupptaka
m/stillanlegum tíma,
allt að 4 klst.
• 14 daga minnl
og 2 „prógrömm".
• 12 ráslr.
• Hreln kyrrmynd
og faersla á milli
myndramma.
• Stafrænn teljari.
• SJálfvlrk bakspólun.
• Hraðspólun m/mynd
I báðar áttlr.
CftTil
TRESMIÐJA
Koupfél a q siHy o m m sf j oirtfaS
ARMUIgHgOgJ SI>1I HKÍ50
Arfeilsskilrúm og handrið
Komiö meö mál eóa viö komum
heim og mælum. Teiknum upp
og gerum verótilboð. Þeim sem
staðfesta pöntun fyrir 10. nóv. er
lofað afgreiðslu fyrir jól. Opió
laugardag til kl. 16.
Arfellsinnréttingar.
Ármúla 20, sími 84630.