Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986.
13
Neytendur
Að prjóna eða kaupa peysu
Neytendasíðan gerði könnun nú á
dögunum á hvort hagstæðara væri að
prjóna sér peysu eða spara sér tíma
og vinnu og kaupa sér peysu tilbúna
út úr búð.
Haft var samband við þrjár verslan-
ir sem buðu gam til sölu og lögð fyrir
þær spumingin: Hvað kostar gam í
meðalstóra kvenpeysu?
I Gami og gamni fengum við þær
upplýsingar að þar væri á boðstólum
100% ullargam sem mætti þvo í
þvottavél. Það er til í þremur grófleik-
um, nr. 4, 5 og 6, og kostar hespan,
sem inniheldur 50 g, 132 kr. Við feng-
um uppgefið að í peysuna þyrfti 10-16
hespur eftir stærðum og reiknaðist
okkur til að peysan kostaði 1320 kr.
Odýrasta peysan á 1750 kr.
Samband var haft við fjórar tísku-
vöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu
og báðum við þær um vorðið á ódýr-
ustu og dýrustu peysunni í búðinni.
I Sonju fengum við þær upplýsingar
að ódýrasta peysan kostaði 2100 kr.
Peysan er úr 100% ull, einlit og með
líningu i hálsinn. Dýrasta peysan kost-
ar 4360. Peysan er einnig úr 100% ull
en hún er síðari og mun meiri um sig.
í Sautján fengust þær upplýsingar
að ódýrasta peysan kostaði 1750 kr.
Hún er úr 100% akrýl, tvílit með v-
hálsmáli. Dýrasta peysan var gefin
upp á 2850 kr. Það er 100% ullar-
peysa, munstmð og prýdd leðurhnöpp-
um.
DV
[K J N N A R:
úr 10 hespum en 2112 kr. úr 16 hesp-
um. Einnig hafði verslunin á boðstól-
um móhergam blandað silki, þ.e. 80%
móher og 20% silki. Þetta garn var
ívið dýrara en af því kostaði hespan
334 kr. 50 g. Þar vom gefnar upp 12-14
hespur í peysuna og þá kom verð út
þannig að úr 12 hespum kostaði peys-
an 4008 kr. en 4676 kr. úr 14 hespum.
í Gambúðinni Tinna fengum við þær
upplýsingar að þar fengist 100% ullar-
gam sem einungis mætti handþvo. Þar
kostaði hespan með 100 g 125 kr. Af
þessu gami þarf 8-10 hespur í peys-
una. Kosta þá 8 hespur 1000 kr. en 10
hespur 1250 kr. Þar var einnig að finna
móhergam blandað ull, þ.e. 76% mó-
her og 24% ull. Af því kostaði 50 g
hespa 345 kr. Áætluð em 300-350 g í
peýsuna en það gerir 2070-2415 kr.
I Gam galleríinu fengust þrjár gerð-
ir af burstaðri ull. Þar var verðið á
óblandaðri burstaðri ull 139 kr. 50 g
og gaf verslunin upp að 8 hespur væri
nóg í peysuna sem gerir 1112 kr. Hægt
er að fá burstaða ull með gliti. Hespan
með 50 g kostar 158 kr. 8 hespur em
gefnar upp og kostasr þá 1264 kr. í
peysuna . Þriðja tegundin er burstað
móher. Þar kostar hespan með 50 g
223 kr. Þarf ekki nema 7 hespur af
þessari tegund og kostar þá 1561 kr. í
peysuna.
Verslunin Viktoría gaf upp að ódýr-
asta peysan þar kostaði 1940 kr. Það
er 80% ullarpeysa og 20% akrýl. Peys-
an er einlit með v-hálsmáli. Dýrasta
peysan var á 3980 kr. Það er 50% ull
og 50% akrýl. Síð og mikil peysa prýdd
rennilásum.
Þessi peysa fæst í versluninni Lilj-
unni. Hún er úr 100% akrýl og kostar
2290 kr.
Garnið sem þyrfti i peysuna ef hún væri prjónuð. Garnið fæst i Garni og gamni
og kostar dokkan 132 kr. Alls þarf 19 dokkur sem gerir 2508 kr.
Ekki má prjónakonan gleyma því
að mikill tími og vinna fer í að ljúka
endanlega við peysuna. Ef hún reikn-
aði sér tímakaup við það yrði verð
peysunnar óneitanlega mun hærra.
Einnig ber að athuga að dýmstu peys-
umar í hverri búð em mun efnismeiri
og þarf því mun meira gam og meiri
vinnu. BB
Dýrasta peysan i Sautján sem getið
er hér i greininni.
Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða.
Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 1. nóvember verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 1. nóvemberkl. 10-16. JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 1. nóvemberkl. 10-16.
SVISSNESKT B.W. GÆÐAPARKET. Álímt á gólf og hljóðlátt. Sérfræðingar á staðnum. KYNNINGARAFSLÁTTUR Kynnt verður ný tegund málningar, SADOSOFT frá SADOLIN í þúsundum tónalita. Einnig verða kynntar aðrar málingartegundirfrá SADOLIN. KYNNINGARAFSLÁTTUR
Komið, skoðið, fræðist
BYGGINGAVORUR
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600
Hér má sjá garnið sem þarf í peysuna ef það á að prjóna hana. Dokkan af
þessu akrýlgarni kostar 50 kr. Alls þarf 17 dokkur og kostar þá 850 kr. í peysuna.
DV-mynd KAE