Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Page 33
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986.
45
Sterkasta húsið á staonum
Þeir segja það gárungarnir í Eyjum að Blátindur sé sterkasta húsið á staðnum. Það fór undir hraun fyrir tæpum fjórtán árum og stendur enn af sér veður
og vinda að mestu leyti - glugginn giampar móti þeim er leið eiga um svæðið eins og talandi tákn um hamfarir náttúruaflanna og magnleysi mannsins við
slík tækifæri. DV-mynd Agnar S
Twiggyfjölskyldan
á ferðalagi
Fyrrum drottning horrenglanna - Twiggy - og elskhuginn Leigh Lawson
eru hérna á leið i vetrarleyfi. Ferðinni er heitið til Palma á Majorka og með
i förinni eru dóttir Twiggyar - Carly - og sonur og fóstursonur Lawsons -
Ace og Christian. Sá siðarnefndi er sonur Hayley Mills og Roy Bolting. Af
myndinni sést nokkuð glögglega að fyrirsætan fræga hefur braggast allnokk-
uð á síðustu tíu til fimmtán árum þannig að lystarstol er viðs fjarri henni
þessa dagana.
Diana prinsessa:
Lífvörðurinn
varð perluvinur
Ekki höfðu hneykslunarraddir fyrr
þagnað vegna of náins sambands
Önnu prinsessu við einn lífvarða
sinna er kurrið tók að hækka kring-
um Diönu prinsessu. Ástæðan er
ungur og myndarlegur lífvörður -
Barry að nafni - sem sást með hinni
verðandi drottningu Breta við öll
helstu tækifæri.
Einmanalegt líf Diönu innan hall-
arveggjanna i Kensington Palace
varð til þess að smám saman myn-
daðist náið vináttusamband með
henni og Barry sem sýndi einstaka
alúð og nærgætni í samskiptum við
hana og synina tvo. Karl Bretaprins
hafði sína hentisemi við veiðar og
annað sem honum þykir gaman að
sinna þannig að hin unga kona hans
var farin að fara með lífverðinum í
stuttar skemmtiferðir og hann fylgdi
prinsessunni í allar verslunarferðir.
Og öllum var orðið ljóst að eitthvað
meira en venjulegt samband milli
lífvarðar og aðalskonu var orðið að
veruleika.
í Balmoralkastala í Skotlandi tók
þó steininn úr. Þar sinnti Karl ein-
göngu veiðum þar til honum var
bent á að Diana sæist varla án Barr-
ys og þau kæmu fram eins og
hamingjusöm fjögurra manna íjöl-
skylda þar sem synimir tveir voru
ævinlega með í ferðum. Prinsinn
náði ekki upp í sitt stóra nef fyrir
reiði og lífvörðurinn ungi var um-
svifalaust færður til í starfi. Barry
Manikee var samdægurs settur í
diplómatalífvörðinn þannig að engin
hætta er á því að þau Di og Barry
hittist framar. Svo snöggt gerðist
þetta að þeim gafst ekki færi á þvi
að kveðjast. Og Diana er ein með
synina undir strangari vörslu en
nokkru sinni fyrr.
Diana prinsessa er aftur orðin ein
með synina og þess er vel gætt að
hún finni sér ekki annan óviðeig-
andi félaga.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Julio Iglesias
elskar konur, íþróttir og sólböð
- að eigin sögn. Þetta þrennt
er það þýðingarmesta í lífinu að
hans dómi og er söngvarinn al-
sæll að þessu fengnu. Vfirleitt
tekst ágætlega að uppfylla
óskirnar frá degi til dags þannig
að Julio Ijómar af hamingju,
blessunarlega laus við að
dragnast um með einhverjar
háleitar hugsjónir á bakinu.
Samt hefur honum á stundurh
orðið hált á áhugamálunum,
konurnar farið illa með hann,
íþróttunum fylgt beinbrot og
önnur meiðsli en sólböðin
færðu kappanum húðkrabba í
ofanálag. En samt sem áður og
þrátt'fyrir allt - hin heilaga
þrenning heldur enn velli.
V,
Stefanía
prinsessa
verður líklega að leggja
draumnum um að feta í fótspor
móðurinnar ef dæma skal af ár-
angrinum af reynslumyndatöku
sem hún fékk gerða um daginn.
Stykkið var Köttur á heitu þaki
og var útkoman svo hryllileg að
nærstaddir sögðu Grace heitnu
Kelly hafa hringsnúist I gröfinni
mætti hún sig hræra. En sem
söngvari er Stebba mun skárri
og reyna velviljaðir nú að fá
hana ofan af því að snúa sér að
leiklistinni fyrir alvöru - telja að
fatahönnunin og söngurinn ætti
að nægja þessari atorkukonu
næstu árin. Svo mun henni vera
vissara að næla í karl og krakka
I fyllingu timans ef ekki á að
heyrast hljóð úr horni Mónakó-
hallar.
Barbra
Streisand
hefur halað inn fjóra milljarða á
sinni fögru rödd og varð þvi litt
hrifin þegar kókverksmiðjurnar
buðu tuttugu og fimm milljónir
fyrir þátttöku í sjónvarpsauglýs-
ingum. Stjarnan nennti ekki að
hlaupa á eftir slíkum smáaurum
og ráðlagði kókurum að verða
sér úti um einhvern annan sem
þyrfti á fénu að halda. Boðið
var hækkað en samt sem áður
var svarið neitandi - Barbra er
ekkert hrifin af gosdrykkjaþambi
og hefði þurft ótalin peninga-
seðlafjöll til þess að hnika henni
hársbreidd frá fyrri ákvörðun.