Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Page 36
FRETTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.500 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið i
hverri viku greiðast 4.500
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FOSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1986.
Vestfirðir:
Gunnlaugur
íslaginn
„Ég tók þessa ákvörðun að vel at-
■ 4t- huguðu máli og tilkynnti réttum
aðilum það í gær að ég myndi taka
þátt í skoðanakönnun Framsóknar-
flokksins í byijun nóvember og að
sjálfsögðu stefni ég á 1. sætið,“ sagði
Gunnlaugur Finnsson, bóndi að Hvilft
í Önundarfirði og fyrrum alþingismað-
ur, í samtali við DV í morgun. Hann
sat á Alþingi fýrir Framsóknarflokk-
inn 1974-1978 og var þá í 2. sæti á bsta
fiokksins fyrir vestan. Gunnlaugur
sagði að ef Steingrímur Hermannsson
hefði ekki yfirgefið kjördæmið hefði
hann ekki hugsað sér til hreyfings í
framboðsmálum. Strax eftir brotthvarf
Steingríms sagðist Gunnlaugur hafa
orðið var við hreyfingu hjá mönnum
um að hann færi í slaginn.
j»- Gunnlaugur sagði erfitt að meta
stöðu Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum eftir brotthvarf Steingríms
Hermannssonar. Sitjandi þingmaður,
Ólafur Þ. Þórðarson, gefur einnig kost
á sér i skoðanakönnuninni, sem og
Pétur Bjamason og Guðmundur Hag-
alínsson. -S.dór.
Freyr Ófeigsson:
Haugalygi
i Jón G. Hauksson, DV. Akureyri
„Það er haugalygi hjá Vilhelm að
ég hafi knúið á um kaup á vatnshita-
réttindum af jörðinni Borgarhóli. Það
eina sem er rétt hjá honum er að ég
er tengdasonur þeirra hjóna sem eiga
jörðina og fyrir því hef ég enga afsök-
un nema konuna mína.“
Þetta sagði Freyr Ófeigsson, bæjar-
íúlltrúi Alþýðuflokksins, vegna skrifa
Vilhelms V. Steindórssonar, fyrrum
hitaveitustjóra á Akureyri, um að
Freyr hafi knúið á um kaup á vatns-
hitaréttindum jarðar tengdaforeldra
sinna.
„Hitaveitan keypti vatnsréttindi af
þessari jörð ásamt mörgum fleirum á
þessu svæði. Þetta var ákveðið 8. fe-
* brúar 1980, áður en Vilhelm kom til
hitaveitunnar og var gert samkvæmt
tillögu Orkustofnunar. Menn á Orku-
stofnun vildu að hitaveitan tryggði sér
hitaveituréttindi á þessum jörðum áð-
ur en stofnunin setti fram tillögu um
borun," sagði Freyr við DV í gær.
m mjmmSSmá. ■Mk V SEbmbSk k
TRÉ
TRESMIÐJA
ÞORVALDAR. ÓLAFSSONAR HF„
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK.
SIMAR: 92-4700-92-3320.
LOKI
Skatta-Steini virðist
aukastaðmun!
25% virðisaukaskattur í stað 25% soluskatts:
Stórhækkun á matvöru
mætt með millifærslum
Fyrirhugað er að virðisaukaskatt-
ur leysi söluskatt af hólmi 1. janúar
1988. Virðisaukaskatturinn leggstþá
á nær alla vöru og þjónustu og öll
afgreiðslustig. í drögum að laga-
frumvarpi er gert ráð fvrir að virðis-
aukaskatturinn verði 25% á verð
eins og söluskatturinn. Fjölmargar
og jafnvel flestar helstu matvörur
og ýmsar aðrar vörur stórhækka því
þar sem þær hafa verið undanþegnar
söluskatti. Þessu höggi á að mæta
með margvíslegum millifærslum upp
á að minnsta kosti 2,8 milljarða
króna.
Sumar helstu neysluvörur eru nú
hátollaðar. Þeir tollar verða felldir
niður og mun það kosta 650 milljón-
ir króna. 900 milljónum á að bæta
við niðurgreiðslur á landbúnaðar-
vörum til þess að þær hækki ekki.
Nú eru greiddar 1.458 milljónir með
þeim. 450 milljónir eiga að koma á
móti hækkun húshitunar. Aðrar 450
milljónir eiga svo að fara til hækk-
unar bamabóta og 150 milljónir til
hækkunar elli- og örorkubóta. Loks
á að endurgreiða húsbyggjendum
hækkun byggingarkostnaðar, 1.500
krónur á fermetra upp að 200 fer-
metrum. Áætla má að þetta þýði
150 200 milljónir króna á ári.
Ýmsar aðrar vörur en helstu
neysluvömr og byggingarvörur
munu lækka eitthvað með tolla-
breytingum. Þær lækkanir verða þó
minni en upphaflega var ætlað enda
átti skattprósentan að lækka. Henni
verður haldið óbreyttri til þess að
eiga fyrir toilalækkunum og milli-
færslum. Aðalrökin fyrir skiptum á
þessum sköttum em þau að virðis-
aukaskatturinn leggst á allt og öll
afgreiðslustig. í þvi felst innbyggt
eftirlitskerfi svo að undanskot sem
nú em algeng verða afar torveld. Á
móti koma gríðarleg skrififinnska og
flókið endurgreiðslukerfi. HERB
Það er sagt um köttinn að hann hafi níu líf og á það jafnt við þennan
kött sem situr á vegg við Alþingishúsið og aðra sömu tegundar. Hins
vegar skýrist það í prófkjörum á næstunni hvort einhverjir þingmann-
anna hafi níu pólitisk líf. DV-mynd GVA
Davíð stöðvar
fíkniefnamynd
- kostnaður tvöfaldaðist
Davíð Oddsson borgarstjóri stöðvaði
í gær frekari tökur á kvikmyndinni
„Þitt er valið" sem verið er að gera
fyrir Reykjavíkurborg og fjallar um
vímuefnamál ungs fólks. Þriðjungi
verksins var lokið þegar borgarstjóri
greip í taumana vegna þess að kostn-
aðaráætlun hafði farið úr böndum.
Upphaflega var áætlað að kostnaður
vegna gerðar kvikmyndarinnar yrði
1750 þúsund krónur en samkvæmt
nýrri áætlun var hann orðinn tæpar
4 milljónir króna. Málið verður kynnt
fyrir borgarráði næstkomandi þriðju-
dag og að því loknu tekin ákvörðun
um framhaldið.
„Tafir á tökum svo og ýmis auka-
kostnaður hefur valdið þessum breyt-
ingum. Málið er hins vegar það að
gjörsamlega vonlaust er að ætla sér
að gera kvikmynd fyrir 1750 þúsund
krónur,“ sagði Önundur Bjömsson hjá
fjolmiðlunarlijónustunni Tákn sf. sem
falið var að gera umrædda kvikmynd.
-EIR
BJ-peningamir
látnir ávaxtast
„Ætli við höfum peningana ekki
bara inni á bankabókinni á einhverj-
um góðum vöxtum og bíðum þess að
fjármálaráðherra fái áhuga á því að
fá þá inn í ríkissjóð," sagði Stefán
Benediktsson um þá rúmu hálfú millj-
ón króna, hluta útgáfustyrks þing-
flokks Bandalags jafhaðarmanna, sem
styr stendur nú um.
Veðrið á morgun:
Rigning
eða súld
um vestan-
vert landið
Sunnan- eða suðaustanátt um land
allt. Rigning eða súld um vestanvert
landið en þurrt að mestu um landið
austanvert. Hiti verður á bilinu 1-4
stig.
„Mér skilst að skýringin sé sú að til
þess að gæta hagsmuna fjármálaráöu-
neytisins, sem annars gæti orðið aðili
að þessari deilu um eignarhald á þess-
um peningum, telji ráðuneytið réttast
að taka ekki við þeim.
Ég tel þetta mjög vafasama niður-
stöðu þvi að með henni er því lýst
yfir að fjármálaráðherra sé alls ekki
með á hreinu hverjum hann afhendir
það fé sem greitt er út samkvæmt fjár-
Iögiun,“ sagði Stefán,_-KMU
„Hæstu logleyfðirvextir1
Vaxtafíelsið
skapar óvissu
Á morgun verða bankavextir alger-
lega frjálsir og ekki lengur undir forsjá
Seðlabankans. Ekki er búist við neinni
sprengingu eins og varð í fyrra þegar
fyrst var reynt að gefa vextina frjálsa.
Aftur á móti ríkir nú alger óvissa um
vexti á skuldabréfúm með „hæstu lög-
leyfðum vöxtum". Enginn veit nú við
hvað á að miða og ljóst er að hæstu
vextir á markaðnum geta breyst jafh-
vel dag frá degi. Búast má við vand-
ræðum og málaferlum út af þessari
óvissu.