Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Fréttir Svartur sunnudagur í Dubai: Mannætufiskar og eitraðar skötur hrella skákmennina „Þetta er svartur sunnudagur. Við viljum helst ekki ræða skák meira í dag,“ sagði Jón L. Ámason stór- meistari í samtali við DV frá Dubai í gær. Islensku skákmennimir höfðu þá nýverið tapað, 4-0, fyrir Englend- ingum í kjölfar stórkostlegs jafiiteflis við Sovétmenn. „Annars höfum við það mjög gott hér i Dubai. Við búum á hóteli sem heitir Chicago Beach, tveir og tveir í herbergi og út um gluggann getur að líta dásamlega strönd. Þar erum við vanir að fá okkur sjóböð á morgnana en verðum að gæta ítmstu varkámi. I sjónum em nefhi- lega eitraðar skötur sem við sáum fyrst í morgun okkur til mikillar hrellingar. Þá er okkur sagt að mannætufiskar syndi hér um og flugfiska höfum við séð svo hundr- uðum skiptir." íslensku skákmönnunum þykir sem þeir séu í fyrsta skipti komnir til útlanda, svo framandi er allt mannlíf og umhverfi í Dubai. Fólk gengur um í hvítum serkjum og kon- ur bera blæjur fyrir andliti og klemmur í nefi að auki. „Nei, við héldum ekki sérstaklega upp á jafnteflið gegn Sovétmönnum þannig að ekki er hægt að kenna gleðskap um tapið í dag. Við höfúm hagað okkur ákaflega vel héma við Persaflóann og ekki yfir neinu að kvarta. Loftslagið er frábært, óska- veður Islendingsins, maturinn góður og enginn okkar hefur enn sem kom- ið er fengið alvarlega steinsmugu,“ sagði Jón L. Ámason. -EIR Höfði aftur í sviðsljósinu Það vom bræðumir Hermann og Ólafúr Lámssynir sem stóðu uppi sem sigurvegarar á Belladonna-tvímenn- ingsmótinu sem haldið var á Hótel Loftleiðum á föstudagskvöldið og laugardagseftirmiðdag. Stjama mótsins, stigahæsti bridge- meistari heimsins, ítalinn Giorgio Belladonna, blandaði sér ekki í topp- baráttuna, saknaði greinilega ein- hvers hinna frægu ítölsku meðspilara sinna frá fyrri árum. Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson vom óstöðvandi fyrri daginn en hinn síðari tóku bræðumir við. Toppskor Hermanns og Ólafs i síðustu lotunni gerði síðan út um mótið en röð og stig efstu para varð þannig: 1. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson 197 2. Þórarinn Sigþórsson - Þorlákur Jónsson 184 3. Bjöm Eysteinsson - Guðmundur Hermannsson 138 4. Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal 129 5. Jón Ásbjömsson - Karl Sigurhjartarson 90 6. Jón Baldursson - Sigurður Sverrisson 88 7. Jacqui Mcgreal - Magnús Torfason 63 8. Ingvar Hauksson - Sverrir Kristinsson 56 9. Giorgio Belladonna - Jeretic 50 10. Jónas P. Erlingsson Kristján Blöndal 44 DV-mymd Bjamleifur Belladonna (til vinstri) þakkar Júgóslavanum Jeretec fyrir hans framlag í mótinu Fjöldi áhorfenda fylgdist með mót- inu enda ekki á hverjum degi sem sigursælasti spilari veraldar tekur þátt í móti á íslandi. Belladonna sýndi spilamennsku í heimsklassa en makk- er hans var nokkm lakari. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða/Landsýnar, afhenti síðan efstu pörum glæsilega ferðavinninga til Portoros, en þar verður haldin mik- il bridgehátíð á næsta ári með þátt> töku Belladonna. Á sunnudag var stofnað til einvígis milli sveitar Belladonna og ríkis- stjómarinnar. I sveit Belladonna spiluðu Jeretec, Jón St. Gunnlaugsson og Davíð Oddsson borgarstjóri. Sveit ríkisstjómarinnar var hins vegar skip- uð einum ráðherra frá hvorum stjóm- arflokknum, Halldóri Ásgrímssyni frá Framsóknarflokki og Matthíasi Á. Mathiesen frá Sjálfetæðisflokki. Makker Halldórs var Benedikt Stein- grímsson eðlisfræðingur en makker Matthíasar var Jón G. Tómasson borgarlögmaður. Spiluð vom 24 spil og vom ráð- herramir einu stigi yfir eftir 8 spil og fimm stigum yfir eftir 16. Eftirfarandi spil frá einvigisleiknum hefði getað farið verr fyrir sveit Belladonna: Norður gefur/allir á hættu. ÁD ÁG85 853 G832 10432 KG9 10942 KD7 9 ÁKD106 KD75 8765 63 G742 Á94 106 I lokaða salnum (þar sem Reagan og Gorbatsjov funduðu fyrir skömmu) sátu n-s Benedikt og Halldór en a-v Davíð og Jón. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 1 T pass 1 H pass 4 H pass pass pass Þessi samningur var dauðadæmdur frá upphafi og Jón varð tvo niður eft- ir laufútspil. Bridge Stefán Guðjohnsen Á hinu borðinu sátu n-s Belladonna og Jeretec en a-v Jón og Matthías. Þeir misstu heldur ekki geimið: Norður Austur Suður Vestur 11 1 G pass 2 L pass 2 T pass 2 S pass 4 S dobl pass pass pass Belladonna spilaði út laufáttu þess að villa um fyrir ráðherranum. Suður drap á ásinn og spilaði meira laufi. Matthías drap á drottningu og fór strax í trompið. Belladonna drap á ásinn, tók hjartaás og spilaði meira hjarta. Matthías tók nú tvo hæstu í tígli, spilaði síðan litlum tígli og trompaði. Síðan spilaði hann trompi og fjögurra spila endastaðan var þessi: G8 G3 10 10 K K K7 DIO 87 G 9 Matthías tók nú tíguldrottningu en var síðan á krossgötum. Átti suður hjarta eða lauf eftir með trompunum? Ef hann átti hjarta þá var rétt að spila hjartakóngi en ef hann átti lauf þá varð hann að spila tígli. Belladonna hafði opnað á laufi (með lauflit). Því taldi Matthías líklegra að hann hefði átt fimmlit og spilaði þess vegna hjarta en spilið varð einn niður. Spennandi endastaða og ágætlega spilað þótt Matthías læsi ekki enda- stöðuna rétt. Síðasta 8 spila lotan fór 15-15 og lauk því einvíginu með sigri ráðherra- sveitarinnar, 50-45, eða 16-14 í vinn- ingsstigum. Maður fyrir borð á Stálvíkinni Maður féll fyrir borð á togaranum Stálvík þar sem skipið var statt á Skagagrunni fyrir norðan land að- faranótt sunnudagsins. Atburður þessi átti sér stað skömmu eftir miðnættið og hófet þegar leit að manninum sem nær- liggjandi skip tóku þátt i Þrátt fyrir ítarlega leit fannst maðurinn ekki en á þessum slóðum var frekar vont í sjóinn, NA 6-8 vindstig. Stálvíkin hélt til hafriar á Siglu- firði er ljóst var að leitin að mannin- um bar ekki árangur. -FRI Norðuriand vestra: Slógu um mig skjaidboig - segir Páll Pétursson Jón G. Hauksscn, DV, Akuieyii: „Ég er ánægður með úrslitin," sagði Páll Pétursson, þegar útslitin lágu fyr- ir. „Ég er ákaflega þakklátur því góða fólki sem studdi mig og sló um mig skjaldborg. Það hefúr ekki erfiðað til einskis og ég vona að ég reynist mað- ur til að duga, eins og það væntir." - Kom þér á óvart hversu margir kusu? „Það kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega hin gífurlega þátttaka á Sauðárkróki. Það kemur sér vel í vor þegar kosið verður enda greinilegt að Framsóknarflokkurinn fær mikið fylgi í kjördæminu." Elín R. Líndal: Viss vonbrigði Jón G. Hauksan, DV, Akureyii „Ég varð fyrir vissum vonbrigðum með að ná ekki því sem maður ætlaði sér. Ég er með meira atkvæðamagn en Sverrir í 3. sætið, en vegna regln- anna detta öll atkvæði greidd mér í 2. sætið út,“ sagði Elín R. Lindal frá Lækjarmóti í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún hafnaði í 4. sæti í prófkjörinu. »Ég var sú eina úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Því miður held ég að V-Húnvetninga hafi brostið kjark til að veita mér meiri stuðning. Það greip um sig viss hræðsla og menn studdu þingmennina. En að sjálfeögðu þakka ég öllum sem studdu mig.“ Svenir Sveinsson: Nokkuð ánaegður Jón G. Hauksscm, DV, Akmeyri: „Ég er nokkuð ánægður með úrslit- in,“ sagði Sverrir Sveinsson, Siglufirði. „Ég reiknaði með að Elín næði 3. sætinu, meðal annars vegna þess að ég var með mótframboð Guðrúnar Hjörleifedóttur á Siglufirði. Guðrún fékk mikið af atkvæðum í 2. sætið, því missti ég mörg atkvæði þar.“ - Nú fær Elín fleiri atkvæði en þú en hafnar í 4. sæti. „Já, ég tel skýringuna vera þá að atkvæðin skiptust á okkur tvö sem vorum í framboði frá Siglufirði." Sauðkrækingar: Hófnuðu Páli Ján G. Hauksscm, J)V, Akuieyii: Gífúrleg þátttaka varð í prófkjörinu af hálfu framsóknarmanna á Sauðár- króki. Samkvæmt heimildum D V kusu þeir á Króknum Stefán í 1. sætið en höfnuðu Páli þannig að þeir settu hann ekki í 2. sætið. Atkvæði í kjör- dæminu skiptust þannig að á Siglu- firði kusu 222, í Vestur-Húnavatns- sýslu 248, í Austur-Húnavatnssýslu 582 og afgangurinn var á Sauðárkróki og í Skagafirði. Þar af kusu á Krókn- um tæplega 800. - sjá frétft á baksíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.