Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 9
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
9
Utlönd
Jafhaðarmenn sigr-
uðu í Austumki
- stórsigur litiu flokkanna í austurrísku þingkosningunum
Snorri Valsson, DV, Vínarborg;
Þingkosningar fóru fram í Austur-
ríki á sunnudag. Var fyrirfram búist
við spennandi kosningum þar sem
mjótt yrði á mununum á flestum víg-
stöðvum. Stóru fiokkamir tveir,
Sósíalistaflokkurinn og íhaldsflokk-
urinn, börðust um að verða stærsti
flokkurinn og fá þar með kanslara-
embættið. Jafnaðarmenn bjuggust við
góðum meðbyr og Græningjar vonuð-
' ust eftir sínum fyrstu þingsætum.
Var búist við mikilli kosningaþátt-
töku af þessum orsökum.
Fór svo að áttatíu og átta prósent
kjósenda neyttu atkvæðisréttar síns
sem er að vísu hátt hlutfall en mun
minna en flestir bjuggust við.
Sósialistar enn með kanslar-
ann
Þrátt fyrir 4,3 prósent fylgistap eru
sósialistar enn stærsti flokkurinn með
43,3 prósent atkvæða og áttatíu þing-
sæti. Tapa þeir tíu sætum.
Næststærstir er eftir sem áður
íhaldsflokkurinn með 41,3 prósent at-
kvæða eða sjötíu og sex þingsæti.
Þeirra fylgistap var 1,9 prósent og
fimm þingsæti.
Eiginlegir sigurvegarar kosning-
anna voru hins vegar smærri flokk-
arnir tveir, jafhaðarmenn og
græningjar. Jafhaðarmenn nærri tvö-
folduðu fylgi sitt úr 5 prósentum í tæp
10 prósent og bættu sex þingsætum
við þau tólf er þeir áttu fyrir.
Græningjar tóku nú í fyrsta skipti
þátt í þingkosningum og hirtu 4,6 pró-
sent atkvæða og níu menn kjöma.
Þess ber að geta að enn á eftir að
telja utankjörstaðaatkvæðin og gæti
eitt þingsæti þá færst frá jafnaðar-
mönnum til Ihaldsflokksins en það
breytir litlu um heildarúrslit kosning-
anna.
Allir ánægðir
Líklegasti stjómarmyndunarmögu-
leikinn eftir þessar kosningar er sá að
sósíalistar og íhaldsflokkur myndi
stóra samsteypustjórn eða gangi í
„fílahjónaband" eins og það varkallað
í kosningabaráttunni.
Þótt ótrúlegt megi virðast lýstu allir
formenn þingflokkanna yfír ánægju
sinni með úrslit kosninganna. For-
menn jafhaðarmanna og græningja
glöddust yfir fylgisaukningu og nýjum
þingsætum. Formaður sósíalista,
Franz Vranitzky, fagnaði kanslara-
embættinu og formaður íhaldsflokks-
ins hreykti sér af því að hafa tapað
minna fylgi en sósíalistar.
Sprautur til eait-
uriyfjasjúklinga
í sjálfeölum
Haukur L. Hauksaan, DV, Kauptnhoin;
Nú geta eiturlyfjaþrælar í Kaup-
mannahöfh fengið ókeypis spraut-
ur og nálar í apótekum borgarinn-
ar á venjulegum opnunartíma
þeirra. Er þetta þetta eins árs til-
raunastarfsemi sem er fjármögnuð
af borgaryfirvöldum með einni
milljón danskra króna.
Tilraun þessi er liður í barát-
tunni gegn útbreiðslu eyðni en
vitað er að margir eiturlyfjaþrælar
smitast af því að nota sprautur
hvor annars
Til að hægt sé að fá sprautur
eftir lokun apótekanna hefur
sprautusjálfeala verið komið fyrir
á kirkjuvegg í Istegade og kostar
eitt par tíu krónur danskar.
Á pökkkunum eru notendur var-
aðir við að nota sprautumar með
öðrum og eins fylgja leiðbeiningai-
um eyðileggingu nálanna eftir
notkun.
Engin geislavirkni
í Arósawatninu
0 Jin-U llla haldinn
efdr umfeiðarslys?
Norður-kóreskur embættismaður
vísaði í morgun á bug orðrómi þess
efnis að harðvítug valdabarátta ætti
sér nú stað í Norður-Kóreu en stað-
festi á sama tíma orðróm þess efhis
að þriðji valdamesti maður landsins
hefði slasast alvarlega fyrir skömmu.
Ummæli embættismannsins komu
fram i viðtali við hóp vestrænna blaða-
og fréttamanna í Pyongyang, höfuð-
borg Norður-Kóreu, í gærkvöldi, sem
jafhframt em fyrstu vestrænu fjöl-
miðlamennirnir er koma til Norður-
Kóreu eftir orðróm þess efnis í síðustu
viku að Kim Il-Sung, forseti Norður-
Kóreu, væri allur.
Embættismaðurinn kvað O Jin-U,
vamarmálaráðherra landsins, sem
jafnframt er talinn þriðji valdamesti
maður Norður-Kóreu, hafa slasast al-
varlega fyrir skömmu en ekki kvaðst
embættismaðurinn nánar geta skýrt
fra þvi hvers konar slys her hefði ve-
rið um að ræða.
Haft er eftir heimildum í Pyongyang
að 0 Jin-U vamarmálaráðherra hafi
slasast alvarlega í bílslysi á hrað-
brautinni milli Pyongyang og hafnar-
borgarinnar Wonsan fyrir skömmu.
„Vegurinn er góður og lítil umferð
ökutækja og ökumenn hafa stundum
dottað undir stýri,“ er haft eftir út-
lendingi búsettum í Pyongyang. Aðrar
heimildir herma að fjórir hafi látið líf-
ið i bílslysinu en engin staðfesting
hefur fengist á því hvers konar slys
hér var um að ræða eða hvenar það
átti sér stað.
0 Jin-U er talinn þriðji valdamesti
maður Norður-Kóreu, næstur á eftir
forsetanum Kim U-Sung og syni hans
og væntanlegum arftaka, Kim Jong-11.
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupnilráfn;
Engin geislavirk efhi fundust í
dry'kkjarvatni úr þrettán borhol-
um er sjá Árósum fyrir áttatíu
prósent neysluvatns og hefur
stjórnvöldum ekki þótt ástæða til
að hafa þær lokaðar lengur.
Þrátt fyrir opnun borholanna
verður reynt að komast fyrir uppr-
una þess geislavirka efnis er fannst
í grunnvatni undir öskuhaugum
ekki langt frá borholunum fyrir
skömmu og olli miklum úlfaþyt í
Danmörku.
FÆST í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERSLUNUM
OG SÖLUTURNUM.
SNARLSEM
BRAGÐ ER AF
HR. POLLY
POLLY LÉTT-NASL INNIHELDUR MINNA EN 25% FITU
KARTÖFLUFLÖGUR ANNARA FRAMLEIÐANDA
INNIHALDA ALLT AÐ 50% MEIRI FITU.
HUGSAÐU UM HEILSUNA OG FÁÐU ÞÉR POLLY-NASL
ÞAÐ ER FÁTT SEM JAFNAST Á VIÐ POLLY
HEILDSÖLUDREIFING
S. 84750 & 78501