Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Viðskipti Safha upplýsingum um auglýsingar Miðlun hefur tekið upp nýja þjón- ustu fyrir viðskiptavini sína. Kallast hún SKERPA og er ætluð þeim sem þurfa að fylgjast með auglýsingamark- aðinum á fljótvirkan og ódýran hátt. Þjónustan er þannig uppbyggð að vikulega sendir Miðlun viðskiptavini sínum afrit af auglýsingum þeim sem kaupandinn óskar eftir ásamt upplýs- ingum um hvemig keppinauturinn auglýsir. Mánaðarlega kemur svo mun ítarlegra yfirlit. Til að byrja með er þessi þjónusta veitt á þremur sviðum, heimilistækj- um, hljómtækjum og tölvum, en ætlunin er að fjölga þeim í framtíðinni. -FRI Jólaopnunartími verslana Jólin nálgast og opnunartími versl- anna tekur mið af því. Samkvæmt samningum verslunarmanna og kaup- mannasamtakanna er heimilt að hafa verslanir opnar til klukkan hálfsjö á virkum dögum, til níu á föstudags- kvöldum og til fjögur á laugardögum. í desember breytist þetta og opnunar- tíminn lengist. Laugardaginn 13. desember er versl- unum heimilt að hafa opið til klukkan sex, laugardaginn 20. desember til klukkan tíu og á Þorláksmessu verða verslanir opnar til klukkan ellefu um kvöldið. Hins vegar loka búðir á há- degi á aðfangadag og gamlársdag. -VAJ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%» hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10.5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-15.75 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6.5 Sb Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskarkrónur 7.5-9,5 Ab ÚIUNSVEXTIR (%) lægst Utlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,25-16. Úb 25 Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19,5 Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 16-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5-6.75 Lb Til lengri tima 6-6.75 Bb.Lb. Úb Utlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16.5 Vb.Sp SDR 8-8.25 Allir nema Ib Bandaríkjadalir 7.5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12.75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala 1517 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema i Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. Umrót á auglýs- Ingamarkaðinum - fjólgun sjónvarps- og útvarpsstöðva styrkir dagblööin Þegar dregur nær jólum skellur auglýsingaflóðið yfir, það er árviss atburður. Um áratugaskeið hefur það verið í hefðbundnum farvegi, ein útvarpsrás, ein sjónvarpsstöð og blöðin. Þessa braut hafa auglýsend- ur getað gengið áhyggjulausir. Nú hefur heldur betur orðið breyting á. Komnar eru 3 útvarpsstöðvar og svæðisútvarpsrásir að auki. Sjón- varpsstöðvamar eru orðnar tvær. Morgunblaðið, sem hefur mesta út- breiðslu dagblaða hér á landi, hefur fjölgað síðum upp í 80 til 120 með þeim afleiðingum að auglýsendur segja auglýsingamátt þess hafa dvín- að nema þeir kaupi hálfa eða heila síðu í lit. Ekki sé tekið eftir minni auglýsingum eftir stækkunina. Allt hefur þetta orðið til þess að koma slíku umróti á auglýsingamarkaðinn að forsvarsmenn auglýsingastofa segjast aldrei hafa kynnst öðru eins. Auglýsing útvarpsins Það vakti mikla athygli að Ríkis- útvarpið auglýsti í blöðunum niður- stöður í könnun um útvarpshlustun í vikunni sem er að líða. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem útvarpið auglýsir sig sem auglýsingamiðil. Það sem þó kemur mest á óvart við að skoða auglýsinguná er hve út- varpshlustun í landinu er litil ef fréttatímar rásar 1 í hádegi og á kvöldin eru undanskildir. Hlustun á rás 1 frá kl. 13.00 til 19.00-á daginn er samkvæmt könnuninni á bilinu 2% til 8% en fer upp í 47% til 50% hlustun á fréttir. Á sama tíma, frá kl. 13.00-19.00 er hlustun á rás 2 á bilinu 7% til 10% og á Bylgjunni 6% til 13%. Þessar tölur koma eflaust mörgum á óvart. Fyrir utan fréttir rásar 1 er hlustunin yfir dag- inn á bilinu 2% til 21% á rás 1, á rás 2 6% til 12% og á Bylgjunni 1% til 13%. Það er því ekki að undra þótt aug- lýsendur skoði hug sinn þegar þeir ætla að auglýsa. Þeir sem notað hafa útvarp sem aðalauglýsingamið- il sinn og gátu áður notað eina stöð, verða nú að auglýsa á þremur rásum ef þeir ætla að ná til allra þeirra sem hlusta á útvarp. Því verður auglýs- ingin að sjálfsögðu þrisvar sinnum dýrari en meðan hægt var að ná til allra útvarpshlustenda í gegnum „gamla Gufunesradíóið“. Sjónvarpsstöðvamar eru orðnar tvær og því gildir'alveg það sama fyrir þá sem ætla að ná til allra sjón- varpsáhorfenda. Þeir verða að auglýsa í tveimur sjónvarpsstöðvum ef þeir ætla að ná til allra þeirra sem horfa á sjónvarp. í sjálfu sér breytir það engu þótt Stöð 2 sé mun minni en ríkissjónvarpið, sem næst um allt land, en Stöð 2 nær aðeins yfir suð- vesturhomið. Þessi breyting veldur mestu um það rót sem nú er á auglýs- ingamarkaðnum. Dreifing auglýsinga Nú þegar hefur dregið úr augiýs- ingum hjá Ríkisútvarpinu. Helgi S. Helgason, auglýsingasfjóri Ríkisút- varpsins, sagði í samtali við DV að dregið heföi allnokkuð úr auglýsing- um hjá hljóðvarpinu, en hvort það væri vegna tilkomu Bylgjunnar eða af öðrum orsökum sagðist hann ekki vita. Þá sagði hann að einnig hefði dregið úr auglýsingum hjá ríkissjón- varpinu, þar væri „sjónarmunur", eins og hann komst að orði. Bylgjan og Stöð 2 hafa engan samanburð frá fyrra ári, þannig að allt sem til þeirra kemur er aukning. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Margir auglýsendur, sem rætt hef- ur verið við, halda því fram að stækkun Morgunblaðsins hafi veikt það sem auglýsingamiðil. Enginn maður endist til að fletta 120 síðum um helgar, jafnvel ekki 60-80 síðum daglega og grandskoða hveija þeirra. Til að ná í gegn í blaðinu þurfi hálfa eða heila síðu í lit. Kristj- án Jónsson hjá auglýsingastofunni Gott fólk segir að meðan blaðið flokki sig ekki niður í efhisþætti sé svona stækkun til hins verra. Allt hefur þetta leitt til umróts á auglýsingamarkaðnum og auglýs- ingastofumar og þeir sem auglýsa eru mjög á varðbergi nú og vilja vita betur en áður hvemig málin í raun standa. Eða eins og Kristín Þorkelsdóttir hjá AUK sagði: „Það sem gildir fyrir auglýsingastofumar nú er að vita.“ „Allt í uppnámi“ „Breyting á auglýsingamarkaðn- um er svo mikil að það má segja að allt sé í uppnámi um þessar mund- ir,“ sagði Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri auglýsingaþjón- ustu GBB. Hann sagði að jafhvel þótt segja mætti að þlöðin væm ef til vill besti kosturinn eins og stend- ur þá væri það alveg ljóst að allir myndu missa spón úr aski sínum í þessu umróti. Það sem gildi nú sé að halda uppi könnunum á mark- aðnum og slík könnun stendur einmitt yfir, sagði Halldór. Kristján Jónsson hjá auglýsinga- stofimni Gott fólk segir að ljóst sé að kannanir verði að gera oftar en verið hefur og hann sagði einmg mikilvægt að upplagseftirlit væri á blöðunum. Það heföi raunar aldrei verið jafnáríðandi fyrir auglýsinga- stofúmar og nú. Mjög í svipaðan streng tekur Kristín Þorkelsdóttir hjá AUK. Hún sagði að aldrei heföi verið jafnáríð- andi fyrir auglýsingastofumar og nú að vera vel inni í málunum - eða eins og hún orðaði það: ,‘,Það gildir að vita, því við verðum að vita um hlustun á rásimar og Bylgjuna, við verðum að vita á hvora sjónvarps- stöðina fólk horfir. Við verðum sem sé að vita hvað auglýsingin snertir marga og hvað hver snerting kost- ar.“ Þá taldi Kristín mikla nauðsyn bera til að halda uppi sem víðtæk- ustum könnunum í þessu efrii og eins taldi hún upplagseftirlit hjá blöðum og tímaritum nauðsynlegt. Dagblöðin vænlegasti kosturinn? Þeir sem gerst vita um auglýsinga- markaðinn segja að eftir því sem sjónvarps- og útvarpsstöðvum fjölg- ar þeim mun vænlegri kostur verði dagblöðin. Menn tala um nauðsyn upplagskönnunar, en um leið verði þá að framkvæma lesendakönnun. Upplagskönnun ein er tæplega marktæk. Fólk getur lesið öll dag- blöðin yfir daginn en það hlustar ekki á nema eina útvarpsrás í einu og horfir á aðeins eina sjónvarpsstöð í einu. Skiptir þá ekki öllu máli hvemig hlustunarskiptingin er vegna þess að hún verður alltaf til staðar. Þetta gerir að sjálfsögðu gæfumuninn. Þá skiptir máli hvort viðkomandi auglýsingamiðill nær aðeins til suðvesturhoms landsins eða hvort hann nær til landsins alls. Ljóst er að mikið verður um að vera á þessu sviði næstu dagana því eftir eina viku eða svo skellur aug- lýsingaflóðið yfir af fúllum þunga. Og eins og kemur fram hjá tals- mönnum auglýsingastofanna em í gangi kannanir og verða eflaust áfram með styttra millibili en áður hefúr verið, því það gildir að vita, eins og Kristín Þorkelsdóttir segir. -S.dór Mikifl umrót er á auglýsingamarkaðinum í kjölfar nýrrar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöflvar. Það kallar á frek- ari kannanir á hlustun, kaup og lestur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.