Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
3
Fréttir
Breytingar framundan á Rás 2:
Þorgeir hættir
„Ég lít ekki með söknuði til baka,
þvert á móti, ég er bjartsýnn á framtíð-
ina,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson,
forstöðumaður rásar 2, en hann lætur
af því starfi í febrúar næstkomandi.
„Ég hvorki sagði upp né var rekinn.
Mergurinn málsins er einfaldlega sá
að þegar öll starfsemi Ríkisútvarpsins
verður komin undir eitt þak í Efsta-
leitinu í febrúar verða miklar skipu-
lagsbreytingar á allri starfsemi
stofnunarinnar og ég hef sjálfur átt
þátt í að móta þær. Ein er sú að starf
forstöðumanns rásar 2 verður ekki
lengur til sem slíkt. Ég á von á því
að öll tónlist útvarpsins verði sett
undir einn hatt og þar með rás 2. Rás-
in verður ekki lögð niður, þvert á
„Stærsti
skjálftinn hér
síðan 1980“
„Þetta er stærsti skjálfti hérlendis
síðan 1980,“ sagði Páll Valdimarsson
hjá Veðurstofunni aðspurður um
öflugan jarðskjálfta sem varð inni á
hálendi aðfaranótt mánudagsins.
Páll sagði skjálftann, sem varð um
klukkan þrjú um nóttina, hafa mælst
5,3 stig á Richter. Upptök skjálftans
eru sögð vera norðaustur af Bárðar-
bungu, í um það bil tvö hundruð og
þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Reykja-
vík.
Að sögn Páls hefúr Veðurstofan ekki
haft spumir af neinum sem varð
skjálftans var. „Þetta er svo fjarri öll-
um mannabyggðum. Það hefði engin
vitað af þessu nema fyrir það að
skjálftinn kemur fram á mælum.“
Páll sagði ennfremur að ekki væri
ástæða til að ætla að þessar jarð-
hræringar boðuðu neitt sérstakt.
Skjálftar hefðu áður mælst á þessu
svæði án þess að neitt annað fylgdi í
kjölfarið.
-VAJ
„Eins og
steinninn
hefði skorið
himininn“
„Þetta var mjög sérstakt að sjá.
Þetta var eins og stjömuhrap en það
var svo nærri og svo stórt að við gisk-
uðum á að steinninn hefði fallið í um
það bil þijú hundmð metra fjarlægð
frá okkur,“ sagði Elín Eydal í samtali
við DV. Hún og maður hennar sáu
lofctein falla til jarðar síðastliðið
fimmtudagskvöld er þau vom á heim-
leið og áttu eftir um það bil fjögurra
kílómetra akstur. Þau búa á Þverá
sem er ysti bærinn í Fnjóskadal.
„Skyndilega og eins og beint fyrir
framan bílinn sáum við eitthvað sem
líktist stjömuhrapi, bara mörgum
sinnum stærra. Þetta var grænblár
ljósgeisli en upp úr honum var gul og
rauð rák, eins og steinninn hefði skor-
ið himininn. Þetta virtist svo nærri
að okkur datt ekki annað í hug en að
þetta hefði komið niður yfir landi,“
sagði Elín.
Að sögn Þorsteins Sæmundssonar
stjömufræðings sást steinninn frá
Eyjafirði og Fnjóskadal en hann von-
ast eftir að heyra frá fleiri sjónarvott-
um til þess að unnt sé að staðsetja
steininn nákvæmar. Þorsteinn sagði
ennfremur að allt benti til þess að
steinninn hefði komið niður yfir hafi,
sennilega norðan og vestan við Grím-
sey.
-VAJ
móti, hún mun halda áfram að hljóma
og nú er unnið að lengingu dagskrár
og þar með bættri þjónustu við hlust-
endur."
Þorgeir Ástvaldsson hefúr fallist á
beiðni yfirmanna Ríkisútvarpsins um
að halda áfram störfum við stofnun-
ina. „En ég mun ekki veita rás 2
forstöðu og á þessu stigi get ég ekki
tjáð mig um hvemig hið nýja starf
mitt verður skilgreint," sagði Þorgeir.
Nefnd útvarpsráðsmanna, sem skip-
uð var til að fara ofan í kjölinn á
dagskrárstefiiu rásar 2, hyggst leggja
tillögur sínar um breytingar fram á
næsta fúndi útvarpsráðs í lok vikunn-
ar. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur,
formanns útvarpsráðs, hefúr Þorgeir
Ástvaldsson verið Ríkisútvarpinu dýr-
mætur við uppbyggingu rásar 2.
Sjálfur segir Þorgeir: „Þegar mér var
falið þetta starf fyrir þremur árum
gerði ég mér ljóst að ég myndi ekki
sitja hér til eilífðar. Það hefur nú kom-
ið á daginn.“
-EIR
„Gerði mér Ijóst að ég myndi ekki sitja hér til eilifðar.
DV-mynd GVA
Jóla- og tœkifœrisgjafir
fjölskyldunnar í ár.
■A frábæru verói.
Hvað er
heimili
án
HUSQVARNA?
Prisma 950
35.658,- stgr.
Mest selda
saumavélin
á íslandi.
Optima 190
22.033,- stgr.
Þaðþarf ekki
aðsauma
margar blúss-
ureðabuxur
til þessað
Husqarna
saumavélin
borgi sig upp.
QN 1231 F
Fyrirferðarlítill og full-
kominn örbylgjuofn sem
hentar vel þegar mikið á
að elda I einu.
Verð kr. 16.625,- stgr.
Classica 100.
14.021,- stgr.
Husqvarna
QN 4884 F.
Örbylgjuofn sem brúnar matinn, er með
kjöthitamæli, eldar á tveimur hæðum,
hefur stillingar fyrir bylgjustyrk og tíma,
electróniskt stjórnborð, klukku o.fl.
Kr. 32.300,- stgr.
Með öllum Husq-
varna örbylgjuofnum
er lánuð án endur-
gjaids videospóla
með námskeiði til að
kynna notkun þeirra.
SHG kaffikönnur í úrvali.
Verö frá kr: 1 -770,-
Jr ■
SHG brauðristar fyrir
4 brauðsneiðar i úrvali,
frá kr. 2.613,- Einnig
ódýjpéri fyrir 2 sneiðar.
EK 557
Eggjasjóðari
fyrir 1-7 egg.
Verð kr: 1.523,-
^SANYO
VIDEO með
DB 687
Gufustraujárn fyrir
þá kröfuhörðu. Með
stillingum fyrir
gufustreymi og ná-
kvæmum hitastill-
ingum. Kr.. 2-443,-
DB 661.
Fullkomið gufustraujárn
meö úðara o.fl.
Verð kr. 2.353,-
Höfum úrval af iSHijSiCH handverkfærunT'ITOð eða án
snúru. Verö á þráölausum borvélum með stiglausri hraða-
stillingu í báðar áttir frá kr. 11.081. stgr.
SAIMYO VIDEO með HQ sem
skerpir myndgæðin svo um
munar í upptöku. Tæki sem
skilar TOPP MYNDGÆÐUM
og er með öllum eiginleikum
TOPP TÆKIS. Verð nú aðeins
kr. 39.900.- stgr. eftir lækkun.
u
High Quolity Picture
OSCH
Matreiðslu-
sparibaukurinn
frá SANYO.
EM 1207 S
Fyrirferðarlítill örbylgjuofn sem
leynir á sér. Styrkstillingar, timastill-
ingar, rúmgóöur og glæsilegur.
Kr. 13.775,- stgr.
Tryggðu þér gæðavörur í tíma svo
þú grípir ekki í tómt rétt fyrir jólin.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 91-35200