Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 37
MÁNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1986. 37 Fréttir skoðuð ofan í kjölinn af stórmeisturum okkar. Raunar má segja að undirbún- ingurinn hafí staðið með hléum frá lokum mótsins í Þessaloníku fyrir tveimur árum. Hann skilaði líka greinilega árangri. Þá má ætla að Sovétmenn hafi verið nokkuð eftir sig eftir erfiða viðureign við Englendinga í 7. umferð þegar þeir rétt mörðu jafh- tefli. Jón L. varð fyrstur til að ljúka sinni skák. Armeníumaðurinn Vaganjan bauð upp á enskan leik (enskan!) og hafði Jón allan tímann góð tök á stöð- unni og þá jafnteflisboð eftir rúma 30 leiki. Helgi fékk það erfiða hlutskipti að stýra svörtu mönnunum gegn heimsmeistaranum. Upp kom drottn- ingarbragð og virtist Helgi lengi vel halda sínu en lék ónákvæmt undir lok fyrstu setu og þá var ekki að sökum að spyrja. „Skrímslið með þúsund aug- un“ þyrmir engu. Skákir Jóhanns og Margeirs fóru báðar í bið eftir 60 leiki. Jóhann virðist standa nokkuð höll- um fæti en staðan er mjög flókin. Vömin byggist á því að færa sér í nyt klúðurslega stöðu svarta kóngsins og hróksins á h-línunni. 61. Db8 Biðleikur Jóhanns og trúlega sá besti í stöðunni. Hótunin er 62. Df8 með þráskák. 61. - Dxc3 62. e5 Del+ 63. Kg2 Dd2+ 64. Kg3 Dd7 Ekki dugir 64. - Dxb4 vegna 65. Dg8! 65. Be4 Kg7 66. Db6 DU 67. Kg2 Kh6 68. Dxb5 Hh8 69. Dc6 Hd8 Karpov hefur nú tekist að losa um hrókinn en það reynist ekki nóg. Ógn- unin gegn g6 og frelsinginn á b-línunni binda menn hans. Hvíti biskupinn er sannkallað stórveldi á e4. 70. b5 De8 71. Dffi c3 72. Bxg6! Hd2+ 73. Kg3 Dxg6 Hér bauð Karpov jafhtefli. Hvítur þráskákar á h8 og f6. Margeir fékk snemma gott tafl gegn Grúnfeld-vöm Téskovskís og hafði alla þræði í hendi sér þegar skákin fór í bið. Staðan reyndist líka auðunnin: Hvítur þarf aðeins að hugsa um það að ná svarta peðinu án þess að gefa h6-peðið. Þá væri skákin jafntefli þar sem uppkomureitur a2-peðsins er ekki af sama lit og biskup hvíts. Eftir besta biðleikinn, 61. Bd2, með hótuninni Bc3+ og Bg7 varð Mar- geiri ekki skotaskuld úr því að innbyrða vinninginn. Frammistaða fslendinganna gegn Rússum vakti geysilega athygli á mót- inu og var sérlega kærkomin, ekki síst vegna þess að litla íslandi hafði verið spáð stórum skelli, nú þegar það fengi að kynnast „alvöru lífsins" eftir til- tölidega létta andstæðinga til þessa. 8. umferð: Afhroð gegn Eng- landi MilesHelgi 1-0 Short-Jóhann 1-0 Chandler-Jón L. 1-0 Speelman-Margeir 1-0 England-fsland 4-0 Þar kom þá skellurinn! Nú fengu okkar menn að kenna á baráttuglaðri og geysisterkri enskri sveit. Raunar var viðureignin í jámum lengi framan af en undir lok annarrar setu virtist sem stríðsgæfan snerist á sveif með enskum á öllum borðum. Helgi beitti nú aftur drottningarbragði, tefidi frísklega og fómaði peði fyrir spil en náði ekki að fylgja því eftir og þar kom að liðsmunurinn sagði til sin. f skák Jóhanns kom upp sama byrjun, hann hafði lengi ívið betra, hafhaði jafh- teflisboði Shorts en þegar leið á virtist þreytan segja til sín og hann missti taflið niður í tap. Skák Jóns L. var æsispennandi, upp kom Sikileyjar- vöm, hrókað á sinn hvom vænginn og báðir fóm í kóngssókn og reyndist Englendingurinn einu skrefi á undan Jóni. Margeir fékk á sig kóngsind- verska vöm, vann peð en fékk á sig hættulega sókn sem honum reyndist um megn að veijast. Ekki er að efa að skýringarinnar á þessum stóra ósigri er m.a. að leita í eftirstöðvum Rússaleiksins. Þá þurftu menn að taka á öllu sem til var og hafa hreinlega ekki verið búnir að ná sér eftir vökumar, spennuna og hið mikla andlega álag sem hefur fylgt þessari viðureign. Eftir á má því gagn- rýna þá ákvörðun liðsstjórans að setja ekki varamennina inn á, hvíla Jó- hann, sem skiljanlega hefur verið orðinn mjög þreyttur, og Margeir einnig, sem vart hefur verið í besta formi heldur. Það er ljóst að þeir hafa ekki getað hvílst mikið fyrir skákir sínar með flóknar biðstöður hangandi yfir sér. f þessu kemur e.t.v. fram helsti veik- leiki íslensku sveitarinnar; allt snýst um aðalmennina fjóra og viss tregða hefur verið til þess að skipta vara- mönnunum inn á og hvíla stórskyt- tumar. í erfiðu móti sem þessu verður þó ekki hjá slíku komist. Englendingar bestir! Það em reyndar fleiri skýringar á þessum hrakförum, nefnilega þær að enska sveitin er hreint ótrúlega sterk og hefúr til þessa sýnt slíkan afburða- árangur á mótinu að engu er líkara en hún muni stinga aðrar sveitir af, þ.ám. þá sovésku. Slakur árangur Rússa er raunar mjög athyglisverður. Fyrirfram efaðist enginn um sigur þeirra á mótinu, enda tefla þeir fram fjórum öflugustu skákmeisturum heims um þessar mundir. Þeir hafa auðvitað orðið fyrir miklum vonbrigð- um þegar þeim tókst ekki að feggja ísland að velli, ekki síst þar sem þeir höfðu í tveimur umferðum þar á undan gert jafnt við Júgóslava - þar sem Karpov tapaði - og Englendinga þar sem þeir sluppu reyndar naumlega við tap, eftir að þeir Sókolov og Vaganjan steinlágu fyrir þeim Nunn og Chandl- er og staðan var lengi vel 2-0 fyrir England. Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að þeir verði enn að sætta sig við jafntefli, í þetta sinn við Banda- ríkjamenn, og nú er það sjálfúr Kasparov sem þarf að brjóta heilann yfir erfiðri biðskák gegn Yasser Seirawan. Skákspekingar í Dubai telja heimsmeistarann standa höllum fæti. Helstu úrslit í 8. umferð: Sovétríkin-Bandaríkin 1-1 + 2b. Ungverjaland-Júgóslavía 2,5-1,5 Búlgaría-Skotland 3-1 Rúmenía-Spánn 2-2 Frakkland-Kína 3-1 Staðan er fremur óljós vegna nokk- urra biðskáka sem sumar eru mjög tvísýnar. Englendingar hafa greini- lega hreiðrað um sig í efsta sætinu og eru ekki líklegir til að sleppa þvi í bráð, enda hafa þeir þegar teflt við allar sterkustu sveitimar á mótinu. England hefur nú 23,5 vinninga en röð næstu þjóða er þessi: 2. Ungveijaland 22,5 3. Búlgaría 22 4. Bandaríkin 21 + 2b 5. Frakkland 21 6. Sovétríkin(!) 20,5 + 2b 7. -9. Júgóslavía, Indónesía, Spánn 20,5 10. Argentína 20+ b 11. -16. Rúmenía, Kúba, Vestur- Þýskaland, Chile, Skotland, Kanada 20 17.-20. ísland, Tékkóslóvakía, Pólland, Austurríki 19,5 Breytist þessi staða ekki þegar bið- skákir hafa verið tefldar er líklegt að ísland tefli við Pólland í 9. umferð í dag. i ■ KTWTl r ri 1 V M w nifff sem bíða ekki! isskápur |)Mrrkurt ei IIKIVU m 0 i kk ■ i rm r^j ms i iv%i n i kx r^iiri t/ Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör — hvorki fyrr né síðar. Hafðu samband við Rafbúð Sambandsins strax — það er ekki eftir neinu að bíða. 'HQMSON • ZEROWATT • D^BQoDQQDDÁ^Sd] • Frigor • Westinghouse • Bauknecht

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.