Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Dægradvöl Bingóið viðkvæmt áhugamál - hægt að spila bingó 6 sinnum í viku í Reykjavík Bjami, Ingi, Nikulás, Gunnar og Oddur eru lykilnöfii á bingókvöldum en enn mikilvægari eru tölumar sem þeim fylgja, því eins og flestir vita eflaust þá felst bingóspilamennska í því að fylla út mismunandi mikinn hluta af bingóspjaldinu eða blaðinu, eins og það er kallað í dag, þar sem í raun em þrjú spjöld á einu blaði og gildir hvert blað eina umferð. Mark- miðið er vitanlega að vera fyrstur til að fylla út tiltekna reiti eða línur og fá þar með BINGÓ! og vonandi vænan vinning. Bingó er leikur eða spil sem allir aldurshópar geta tekið þátt í enda bingóspil oft vinsælt i bamaafmælum og á alls kyns félagasamkomum. Bingó virðist vera vinsælt áhugamál og er stór hópur fólks sem má segja að sé fastagestir á þeim þrem stöðum i Reykjavík þar sem bingó er spilað: Glæsibær, Tónabær og Templarahöll- in. Það er hægt að fara í bingó 6 sinnum í viku í höfuðborginni þó kannski sé ólíklegt að einhver stundi það svo stíft allt árið, að minnsta kosti vildu fáir viðurkenna að þeir fæm svo oft. Séð yfir salinn í Glæsibæ þar sem bingóspilarar fylgjast grannt með á spjöldunum sínum, en þegar leið á kvöldið var hvert sæti skipað. Þessi myndataka olli miklu fjaðrafoki meðal spilaranna en hér er myndin sem sagt. Vöruúttektir sem má skipta Vinningamir í þeim bingóum, sem spiluð em reglulega allt árið um kring, em vömúttektir í ákveðnum verslun- um ef hins vegar sá heppni getur ekki notað úttektina á hann mögleika á að selja úttektarmiðann sinn og fá pen- ingana. Upphæðir vömúttektanna, sem um er að ræða, em frá 600 upp í 80 þúsund krónur. Hér áður fyrr var algengt að í verðlaun væm alls kyns . hlutir eins og t.d. heimilistæki og fleira. Einnig er í gangi svokallað framhaldsbingó þar sem er í boði pott- ur sem vindur upp á sig ef hann gengur ekki út á ákveðinni tölu í ákveðinni umferð. í Tónabæ var verið að spila um 68 þúsund króna framhaldspott sl. miðvikudagskvöld og er það með stærri framhaldspottum sem komið hafa upp í bingóum á undanfómum árum. Sá vinningur gekk út sl. mið- vikudagskvöld og skiptist ekki eins og svo algengt er. Tölumar, sem öllu máli skipta í bingói, em dregnar út í tæki sem hefur innbyggt kerfí sem enginn kemst í til að breyta. Tölumar birtast á skjá auk þess sem kynnir les þær upp. Ótti við Ijósmyndara Við fórum í heimsókn á staðina þrjá þar sem bingó em spiluð. í upphafi var blaðamaður varaður við að koma í heimsókn því bingóspilurum væri frekar illa við utanaðkomandi áreiti af þessu tagi. Við létum okkur samt ekki vanta enda fannst okkur það ótrúlegt að bingóspilarar óttuðust umfjöllun um áhugamál sitt. Annað kom á daginn því margir virtust telja það hreina ógnun við sig þegar við létum sjá okkur á bingókvöldum bæj- arins. Mikil spenna í Glæsibæ félaginu Skrímni hf. og hefur það verið staifrækt frá því í febrúar 1985. Að- standendur bingósins í Glæsibæ hafa látið hluta af ágóðanum renna í líkn- arsjóði og má þar m.a. nefha Bama- spítala Hringsins. Þar er spilað hvert þriðjudagskvöld og nú orðið er hæsti vinningur þar 80 þúsund krónur sem að sögn gesta skiptist oft á milli nokk- urra aðila. Blaðið þar kostar 50 krónur, en þegar verið er að spila um hæsta vinninginn þá kostar það 200 krónur. Stemmningin í salnum var nokkuð sérstök og var töluverður §öldi fólks komið fyrir klukkan hálf átta en aðrir komu síðar og var hvert sæti skipað þegar leið á kvöldið. Þeir sem komu á bingóið þetta kvöld vom greinilega ekki hrifnir af því að DV mætti á staðinn og fengum við -;kamm- ir frá nokkrum gestum fyrir að láta sjá okkur þar með myndavélina góðu. I lok kvöldsins tilkynnti umsjónar- maður bingóisins, Þorgeir Magnús- son, að ekki yrðu framar leyfðar myndatökur þegar verið væri að spila bingó í Glæsibæ. Stórstúkubingó í Tónabæ Strax upp úr klukkan sex byrja fyrstu gestimar að mæta i Tónabæ á bingókvöld Stórstúku íslands þó svo að fyrsta umferðin í bingóinu byiji ekki fyrr en klukkan hálfátta. 1 Tónabæ er spilað bingó tvö kvöld í viku, þ.e. á miðvikudags- og sunnu- dagskvöldum og rennur ágóðinn af bingóinu til starfsemi Stórstúkunnar. Hvert blað í Tónabæ kostar 50 krón- ur og skiptir ekki máli hversu hár vinningurinn er. En hæsti vinningur þar er 50 þúsund krónur og sá lægsti 500 krónur. Að sögn Kristins Vil- hjálmssonar, sem er umsjónarmaður bingókvöldanna í Tónabæ, hækka þeir stundum vinningsupphæðina ef vel er mætt. Áður en aðalbingóið hefst er spilað bingó sem kallast Veldu þitt bingó, þar sem þátttakendur velja sjálfir 7 tölur á blaðið sitt. Salurinn í Tónabæ fylltist smám saman og um áttaleytið var orðið fullt hús og loftið þrungið spennu. Ljós- myndarinn okkar fékk sömu viðbrögð þar og í Glæisibæ, myndavélin var illa séð meðal gestanna. Það virðist vera eitthvað tengt bingóspilamennsku sem gerir það að verkum að spilaramir óttast að upp um þá komist ef svo færi að myndir af þeim birtust á prenti. Undirrituð á bágt með að skilja þenn- an ótta því af þeim svörum, sem viðmælendur gáfu, er ekki annað að skilja en að það að fara í bingó sé eitt- hvað sem fólk gerir sér til skemmtunar og því vart nokkuð sem nauðsynlegt sé að halda leyndu. Eða hvað? Myndatökur bannaðar í Templ- arahöllinni Eins og fyrr segir fékk ljósmyndari DV ekki blíðar viðtökur á bingókvöld- um í Glæsibæ og Tónabæ og þegar kom að Templarahöllinni var lagt blátt bann við myndatöku yfir salinn. Viðbrögð fólksins gefa ekki tilefni til annars en vangaveltna um hvað liggi hér að baki, flestir sem eiga sér áhuga- mál stunda þau sér til skemmtunar og skammast sín ekki fyrir. Það er Góðtemplarahreyfingin í Reykjavík sem sér um bingókvöldin í Templarahöllinni og fer ágóðinn til reksturs hússins sem og starfsemi fé- lagsins. Góðtemplarar í Reykjavík eru með bingó þrisvar í viku, á mánudags- og fimmtudagskvöldum og eftir hádegi á laugardögum sem er einna vinsæl- asti tíminn að sögn Brynjars Valdim- arssonar framkvæmdastjóra og umsjónarmanns bingósins. Það er sömu sögu að segja af mæt- ingu gestanna í Templarahöllina, fólk byrjaði að tínast inn upp úr sex, en fyrsta umferð hefst klukkan hálf átta. Þangað til notaði fólkið tímann og spilaði á spil. Salurinn fylltist síðan eins og á hinum stöðunum og mátti sjá þar nokkur andlit sem voru annað hvort í Glæsibæ eða Tónabæ hin tvö kvöldin. Bingóblaðið hjá Góðtemplur- unum kostar 50 krónur án tillits til vinningsupphæðanna sem eru ffá 600 til 40 þúsund krónum. -SJ Bingóið í Glæsibæ er rekið af hluta- > Aðalsalurinn í Tónabæ var þétt setinn á bingókvöldi Stórstúkunnar þar sl. miðvikudagskvöld og líklega hafa hátt á þriðja hundruð manns mætt það kvöld. DV-myndir GVA Ef þú ætlar að flikka upp innandyra eða utan með nýjum litum þá þarftu aðeins á einn stað, í Húsasmiðjuna. Þar færðu málningarvörurnar sem þú þarft. Ekki aðeins litina heldur einnig pensla, rúllur og annað sem léttir þér verkið. HÚSASMIÐJAN — Heimur fyrir handlagið fólk HUSA SMIÐJAN SÚÐARVOGI 3-5,104 REYKJAVÍK - SÍMI 687700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.