Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Page 40
40 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Andlát Óli Kristján Frímannsson, Lind- argötu 21, andaðist á Borgarspítal- anum 18. nóvember. Jarðarförin fer fram frá nýju Fossvogskapellunni þriðjudaginn 25. nóvember kl. 10.30 f.h. Elísabet Ottesen Magnúsdóttir lést 15. nóvember sl. Hún fæddist 28. október 1927. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Einar Sigurðsson. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Útför Elísabetar verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Ari L. Jóhannesson, fyrrum verk- stjóri hjá Flugleiðum, Neðstutröð 2, Kópavogi, lést að kvöldi 20. nóvemb- er í Landakotsspítalanum. Ingibjörg Ó. Jóhannesdóttir, Vesturbergi 12, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 10. nóvemb- er. Friðrik Jónsson, Sogavegi 106, Reykjavík, lést 6. nóvember í Borg- arspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Útför Ástu Meyvantsdóttur, Hraunbæ 99, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík þriðju- daginn 25. nóvember kl. 15. Randí Þórarinsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarkona, til heimilis að Selja- hlíð, áður Bergstaðastræti 11, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. nóvemb- er kl.13.30. Jón Jónsson, Mímisvegi 2, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi í dag kl. 13.30. Egill Benediktsson, Volaseli, Bæj- arhreppi, verður jarðsunginn frá Stafafellskirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 14. Guðrún Einarsdóttir,Lækjargötu 1, Hafnarfírði, lést á Borgarspítalan- um 21. nóvember. Guðmundur Kr. Jónsson, Vatns- holti 4, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju þriðjudaginn ^^ióvemberJíbJ^SO^^^^^^^^ Tilkynningar Kvöldvaka Ferðafélags íslands Fyrsta kvöldvaka vetrarins verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 26. nóvember nk. Helgi Björnsson jökla- fræðingur sér um efni þessarar kvöldvöku í máli og myndum og ætlar hann að „svip- ast um fjallaklasa undir jöklurn". Helgi upplýsir að kort hafi verið gerð af yfir- borði og botni á vestanverðum Vatnajökli, Hofsjökli öllum, hluta Mýrdalsjökuls og stök snið mæld á austurhluta Vatnajök- uls. Um er að ræða fyrstu nákvæmu kortin af yfírborði og botni þessara jökla. Sagt mun frá ferðum um jöklana og svipast um á yfirborði og jökulbotni, forvitni okkar svalað um áður óþekkt Iandslag, legu eld- stöðva og vatnslóna undir jökli, rennsli- leiðir íss og vatns að virkjuðum fallvötn- um og líklega farvegi jökulhlaupa við gos í jökli. Hér er einstakt tækifæri til þess að kynnast áður óþekktu landslagi sem ekki blasir við augum ferðamannsins. Ferðafélagið leggur áherslu á að kynna sem flesta þætti í náttúru landsins fyrir íslendingum. Að venju verður myndaget- raun, sem Tryggvi Halldórsson sér um, og verða bækur veittar í verðlaun fyrir réttar lausnir. Aöalumboöiö hf. Óskum eftir eftirtöldum bílum til útflutnings til Afríku: Daihatsu Charmant ’78-’79, Corolla K30 '78-79. Staögreiðsluverð 60.000 þús. kr. Upplýsingar hjá: Sími 62-10-55. Porsche umboðið, Austurströnd 4, 170 Seltjarnarnesi. Sími 611210. Porsche 924 árg. +78, súkkulaðibrúnn, litað gler, álfelgur o. fl. Ekinn aöeins 70.000 km, einn eigandi. Besti 924 bíllinn af eldri ár- gerðunum. Verð aðeins 430.000,- (Staðgreitt 410.000,0) Til sýnis og sölu á staðnum. TIL SÖLU I gærkvöldi Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, bóndi á Kvóki Kjalamesi: „Hringlandahátturinn er þreytandiá< Ég hlusta lítið á útvarpið nema þá helst fréttimar, aðallega veður- fréttir. Ég er lítið hrifinn af því sem útvarpið flytur og á það aðallega við tónlistina. Rás 2 stilli ég helst ekki á, ég kann ekki að meta það garg sem þar er flutt, því síður brandar- ana sem þeir segja. Bylgjuna hlusta ég á þegar ég kem því við. Hún á betur við minn smekk, lagavalið fjöl- breyttara og flest útvarpsfólkið ágætt. Ríkissjónvarpið finnst mér mjög lélegt, ég er ekki hrifinn af stríðs- myndum né rússneskum kvikmynd- um. Mest finnst mér gaman að gam- anmyndum, enskum eða amerískum. Hringlandahátturinn með fréttatím- ann er þreytandi þegar til lengdar lætur. Ég er ánægður með það sem ég sé á Stöð 2. Þeir sýna þó alltaf Dallas og aðra keimlíka þætti sem eru ágætir til afþreyingar. Þeir sýna margar mjög góðar amerískar bíó- myndir. Fréttimar eru mjög góðar undir stjóm Páls Magnússonar og hans samstarfsfólks. Að minnsta kosti hef ég enst til þess að horfa á þær. Friðarkort ÍUT Jólakort íslenskra ungtemplara eru komin út. Með þessum kortum er vakin athygli á friði og mikilvægi þess að friðurinn komi innan frá. Myndskreytingar eru eftir Gunnar Karlsson og Guðna Björnsson. Jólakortin fást á skrifstofu lUT að Eiríks- götu 5, 3. hæð og verða einnig seld á jólamarkaði lUT á Lækjartorgi í desemb- er. Þau eru seld í stykkjatali á 30 kr. stk. og 10 í pakka á 300 kr. Ágóðinn af sölu þessara korta rennur í byggingarsjóð lUT. Húsnæðisleysi hefur lengi staðið félags- og æskulýðsstarfi lUT fyrir þrifum. Fyrir tveimur árum var byggingarsjóður ÍUT stofnaður með það fyrir augum að samtök- in leystu húsnæðisvandann með hús- næðiskaupum. Þjórsáver: vetur, sumar, vor og haust í kvöld, mánudag, mun Þóra Ellen Þór- hallsdóttir halda fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. f fyrirlestrin- um verður sagt frá lífi í Þjórsárverum sem eru gróðurvinjar milli upptakakvísla Þjórsár suður af Hofsjökli. Dregnar verða upp myndir af verunum á ólíkum árstímum og rakið hvemig gróður og umhverfis- þættir breytast frá vori, yfir sumarið og fram á haust. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir. Grænlandskvöld í Norræna húsinu Þriðjudagskvöldið 25. nóvember næst- komandi kl. 20.30 mun Landfræðifélagið gangast fyrir Grænlandskvöldi í Norræna húsinu en nú eru 1000 ár liðin frá land- námi Eiríks rauða á Grænlandi. Dr. ólafur Halldórsson handritafræðingur spjallar um Eiríkssögu rauða, dr. Páll Imsland jarðfræðingur sýnir myndir úr Græn- landsferð sumarið 1984, dr. Þorleifur Einarsson segir frá jarðsögu landsins og dr. Agnar Ingólfsson frá gróðurfari. Fund- urinn er öllum opinn. Fimdix Fræðslufundur Fuglaverndarfélags Islands Fimmtudaginn 27. nóvember 1986 verður fræðslufundur Fuglaverndarfélags íslands í Norræna húsinu kl*. 20.30. Jóhannes óli Hilmarsson, áhugamaður um fugla, flytur erindi með litskyggnum sem hann nefnir: Fuglalíf á Seltjarnarnesi. Jóhann hefur árum saman fylgst með fuglalífí á þessu svæði og var um árabil eftirlitsmaður með fuglalífí á Reykjavíkurtjörn. Öllum er heimill aðgangur. Kynningarfundur Málfreyjudeildin Kvistur heldur kynning- arfund 24. nóvember í Brautarholti 30, kl. 20.30. Gestir velkomnir. Tónleikar Háskólatónleikar Sjöttu háskólatónleikar á haustmisseri verða haldnir í Norræna húsinu miðviku- daginn 26. nóvember. Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona og Vilhelmína Ólafsdött- ir píanóleikari fiytja þar sígaunaljóð eftir Jóhannes Brahms og þrjú lög eftir Richard Wagner. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Spilakvöld Spilakvöld Kársnessóknar Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimil- inu Borgum þriðjudaginn 25. þ.m. kl. 20.30. Afmæli 75 ára er í dag, 24. nóvember, Jón Kr. Sveinsson, rafverktaki og fis- kræktarmaður, Grundarlandi 12. Hann tekur á móti gestum laugar- daginn 29. nóvember í húsi Stanga- veiðifélags Reykjavfkur, Háaleitis- braut 68 (Austurver), eftir kl. 19.30. 80 ára verður á morgun, þriðjudag- inn 25. nóvember, Bogi Eggertsson, Vatnsendabletti 235, Elliðaárhverfi hér í Reykjavík. Hann er landskunn- ur hestamaður. Hann ætlar að taka á móti gestum sínum á afmælisdag- inn í félagsheimili Fáks eftir kl. 20. AS(/VSÍ: Samningaviðræður hófust í morgun króna lágmarkslaun á formannaráðstefnu ASI í gær - talað um 32-36 þús. Strax að lokinni formannaráðstefhu Alþýðusambands íslands í gær var óskað eftir samningafundi við VSÍ og VMS og hófst fyrsti samningafundur- inn kl. 10 í morgun. í ræðum manna á formannaráðstefnu ASÍ í gær kom fram að lágmarkslaun yrðu ekki lægri en 32 til 36 þúsund krónur á mánuði. Greinilegt er að menn hafa miðað við Bolungarvíkursamkomulagið og framreiknað upphæðina. „Hvort eiginlegar samningaviðræð- ur eru hafhar þori ég ekki að segja um, en þeir hafa óskað eftir fundi og við mætum að sjálfsögðu," sagði Vil- hjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, í morgun. Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Iðju, sagði að í samningavið- ræðunum nú yrði fyrst og fremst lögð áhersla á að lagfæra kjör hinna lægst launuðu. „Á formannaráðstefnunni var lögo höfuð áhersla á nauðsyn þess að hækka lægstu laun og vitna ég í því sambandi í ályktun ráðstefnunnar þar sem segir að veruleg hækkun lægstu launa sé forgangsverkefiii í komandi kjarasamningum og að verkalýðs- hreyfingin geti ekki staðið upp frá samningaborðinu án þess að stigið hafi verið stórt skref til hækkunar lægstu launa. Um þetta var alger sam- staða á ráðstefnunni," sagði Guð- mundur Þ. Jónsson. I ályktun ráðstefiiunnar eru engar kauptölur nefridar né prósentutala til kauphækkunar en höfuðáhersla lögð á hækkun lægstu launa. Einnig er bent á að bónus og aðrir kaupaukar séu í dag óeðlilega mikill hluti tekna hjá stórum hópi fólks. Nauðsynlegt er talið að hlutur fastakaups verði aukin verulega. Þá er talað um að tryggja hag þess fólks sem ekki hefur notið launasknðs. Lagfæringa á skattakerf- inu er krafist og að kaupmáttur verði varinn með því að halda verðhækkun- um í skefjum. Loks segir í ályktuninni að fáíst ekki viðunandi lægfæringar strax hvetji fundurinn félagsmenn að- ildarfélaga sambandsins til að búa sig undir að sækja hlut sinn um leið og færi gefst, enda útilokað að una við óbreytt ástand. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, var inntur álits á ályktun for- mannaráðstefhu ASÍ. Sagðist hann ekki hafa kynnt sér hana nógu vel til að leggja dóma á hana. -S.dór 1 .lx aau:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.