Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Menning Tveir ólíkir en góðir saman Sameiginlegir tónleikar York Winds og Blás- arakvintetts Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 17. nóvember. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Rondino í Es-dúr fyrir blásaraoktett; WoHgang Amad- eus Mozart Serenada nr. 11 í Es-dúr KV 375 fyrir blásaraoktett; Charles Gounod: Petite Symponie í B-dúr. Eftir tónleika York Winds í Austur- bæjarbíói fengu menn heldur óvænt tilhlökkunare&ii. Það spurðist sem sé að þeir mundu halda sameiginlega tónleika með Blásarakvintett Reyka- víkur á Kjarvalsstöðum að afstaðinni helginni. Nú eru þetta mjög svo ólíkir hópar þótt hljóðfærin heiti það sama sem blásið er á. Annars vegar þetta þrælagaða, matta og slétta yfirborð Kanadamannanna og svo hins vegar, Tónlist Eyjótfur Melsted agað að vísu, en frjálsmannlega, barta og öldótta yfírborð okkar mamia. Þar að auki stemma hljóðfæri gestanna dýþra, svo að fáeinum herzum skiptir, en munurinn virðist enn meiri en raun er á vegna mismunandi svips hóp- anna. Það skal hins vegar tekið fram að sameiginlega léku hópamii hreinstillt vel. Fyrir siðanna sakir Á fyrri hluta tónleikanna leiddu gestimir. Þama réð sem sé „etikett- an“ fremur en, að því er mér fyndist, stífræn sjónarmið. Eða hvemig dytti mönnum annars eiginlega í hug að láta þræltitrandi (víbrandi) hom léiða í Beethovenrondino þegar við hliðina situr kollegi með annan eins tón og Joseph Ognibene? Ég ætla ekki að fara að gerast hatursmaður öldu, eða titringsblásturs, en sumir hlutir eiga einfaldlega betur við en aðrir og óþarft að fara að gera Beethoven, já einmitt hann af öllum, tilgerðarlegan með of- urtitringi í blæstri. En það var annars mjög gaman að heyra hve vel þessir ólíku blásarar féllu saman, bæði í Rondino Beet- hovens og Serenöðu Mozarts, enda vom hér allt saman úrvalsblásarar á ferð. Þó fannst mér, svona fyrir minn smekk, upp á stílinn að gera, að demp- un gestanna réði fullmiklu. Gounod fram yfir Beethoven og Mozart-og hana nú Það átti nefnilega eftir að breytast svo að um munaði eftir hlé þegar blás- in var Petite Symphonie Gounods. Nú vom það okkar menn sem réðu ferð- inni. Og í einu vetfangi breytti flokk- urinn gjörsamlega um svip - ég verð að segja mér mjög að skapi. Sjaldan hef ég fúndið hve þægilega hljómur minnar uppáhaldskammersveitar kitl- ar taugamar. Nú fékk hið sólistiska í hverri rödd að koma fram en það er einmitt sá þátturinn sem mér finnst félagamir í York Winds, þeirri annars Charles Gounod tónskáld. Ljósmynd eftir Nadar. prýðilegu sveit, bæla um of í leik sín- um. Þannig vildi það til fyrir aðstæðn- anna sakir að ég (og það hefði ég ekki haldið að ætti fyrir mig að koma) tók Gounod fram yfir þá Beethoven og Mozart - og hana nú. -EM. Fremur var ancfrúmsloftið dapurlegt á frumsýningu Islenska dansflokksins á þremur íslenskum dansverkum síð- astliðið fimmtudagskvöld. Ekki er við neinn einn aðila að sakast þvi dans- verkin vom skammlaus og dansaram- ir í góðu formi. Þetta var einna líkast því sem gerist í efnafræðinni, þegar þijú ólík og hættulaus efhi hafa óþægilegar auka- verkanir þegar þeim hefúr verið blandað saman. í þessu tilfelli náði breytílegt „tempó“ dansverkanna þriggja ekki að eyða þunglyndislegu yfirbragði þeirra allra, sem var rækilega ítrekað BáUett Aðalsteinn Ingólfsson verk og af fábrotnum, dmngalegum sviðs- búnaði og kaldri, angursamri tónlist- inni. Frumsýningargestir vom því heldur pieypir að sýningunni lokinni, bám að minnsta kosti ekki gleðina utan á sér. Fyrsta verkið var Ögurstund eftir Nönnu Ólafsdóttur, sem frumsýnt var úti í Finnlandi í sumar, ef ég man rétt. Þetta er afstrakt verk í rómantískum anda og þar með frábmgðið öðrum og frásagnarlegum verkum Nönnu. Logn á undan stormi Verkið byijar og endar á sólódansi Katrínar Hall en þess á milli skiptast á hröð hópatriði stúlknanna og tví- dansar og þá helst dans þeirra Guðmundu Jóhannesdóttur og Amar Guðmundssonar. Eftir því sem ég kemst næst gengur verkið út á sjávarfóllin í samskiptum kynjanna, hið uggvænlega logn sem myridast á undan hverjum stormi. Gmnnur verksins er hið klassíska stafróf og það sem sótti á mig við flutn- ing þess var að í því væri viss tog- streita milli þess og hinna „opnu“, nútímalegu tilbrigða. Að minnsta kosti gat ég ekki séð bein myndræn Heit íslenski dansflokkurinn - listdanssýning, Ögurstund e. Nönnu Ólafsdóttur, Amalgam e. Hlif Svavarsdóttur, Ouende e. Hlif Svavars- dóttur. Tónlist Olivier Messiaen, Lárus H. Grims- son, George Crumb. Búningar: Sigurjón Jóhannsson, Joop Stok- vis. Þjóðleikhúsió, 20. nóv. 1986. eða hugmyndaleg tengsl milli nokk- urra samhangandi atriða þar sem farið var úr settlegum klassískum „spor- um“ yfir í allt að því grínagtugt látbragð. í stórum dráttum þótti mér líka skorta á samhengi í dansi og stökkum kvennahópsins og atriðanna á milli. Hms vegar var tvídans þeirra Guð- mundu og Amar afbragð, í gerð og útfærslu, uppfullur með hreyfingum sem vom í senn samhangandi og á skjön hvor við aðra. Um ballett sinn Amalgam segir Hlíf að hún hafi verið á höttum eftir næst- um vélrænu, formföstu hreyfimynstri, til mótvægis við hið opinskáa, drama- tíska yfirbragð dansverkanna á undan og eftir. Berja sér á brjóst Hávær endurtekningartónlist Lár- usar H. Grímssonar, mjög í anda Philips Glass, gefur tóninn, ef svo má segja. Eftir henni, og hrynjandi ljós- kastaranna, marséra tveir hópar gráklæddra dansara fram og til baka, beija sér á bijóst, heilsa með fasista- kveðjum og bítast um yfirráð yfir sviðinu. Hópamir blandast, pör taka sig út úr þeim og dansa tvídans eins og vél- brúður en sá dans snýst oftar en ekki upp í togstreitu. Að lokum er aðeins einn dansari, Helga Bemhard, í sviðs- ljósinu og gerir næstum örvæntingar- ftilla tilraun til að opinbera tilfinning- ar sínar. Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til George Orwells og„1984“. Síðasta verkið, Duende, einnig eftir Hlíf, var mest krefjanui þessara þriggja en jafhframt mest gefandi. Upprunalega gerði bandaríska tón- skáldið George Crumb úrdrátt úr ljóðum Garcia Lorcas og samdi við hann tónlist, sem er blendingur af stríðri strengjatónlist, söng, söngli, hvísli og náttúrlegum sláttuhljóðum. Hlíf samdi síðan tvo samtengda tví- dansa við tónlistina, þar sem tvö pör, Guðmunda Jóhannesdóttir, Katrín Hall, Öm Guðmundsson og gestur hópsins, Patrick Dadey, túlka á hóf- stilltan en þó ástríðufullan hátt ýmis þau „ritúöl" ástar og ofbeldis sem Lorca fjallaði um í Ijóðum sínum og leikritum. ' Öryggi og metnaður Hér fór ekki ein einasta hreyfing til spillis, hvorki í þvi mynstri sem pörin sköpuðu innbyrðis né heldur í hóp- dansi dansaranna ijögurra. Frumsýningarskrekkur hefur þó sennilega valdið því að Öm Guð- mundsson var heldur þungur á sér þegar á reyndi. Eins og raunar pró- grammið allt. En þrátt fyrir það mátti hafa ánægju af öryggi og metnaði dansaranna sem virðast nú færir um að takast á við flóknustu dansverk nútímans. Leikskrú er óþarflega snautleg ef tekið er tillit til þess að hér eru á ferð- inni frumsamin verk eftir íslenska danshöfunda. Við eigum ekki allt of mikið af þeim. _a; Guðmunda Jóhannesdóttir, Katrin Hall, (Ljósm. Bjarnleifur ) Patrick Dadey og Örn Guðmundsson i hlutverkum sínum í Duende eftir Hlíf Svavarsdóttur. köld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.