Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 45
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. 45 Dægradvöl Má segja að fólk eigi sér bingóvini „Það er mjög gaman að skreppa í bingó, annars kæmi ég ekki hingað. Það er mikið sama fólkið sem kemur á staðina og það mó segja að fólk eigi sér bingóvini, sem situr alltaf saman og hittist hér,“ sagði Laufey Jakobs- dóttir en hún var á bingói í Glæsibæ þegar DV kom þangað í heimsókn sl. þriðjudagskvöld. Hún sagðist sjálf fara nokkuð oft en það væri misjafnt og færi eftir íjár- hagnum. „Ég færi oftar ef ég hefði efhi á því. Ég mæti oft frekar seint og þá vegna þess að þannig eyði ég minna og kem inn í þegar er verið að spila um hærri upphæðir," sagði Laufey sem sagðist líta á bingóið sem skemmtun en vitanlega vildi hún líka vinna. Laufey sagðist ekki hafa spilað mik- ið bingó þegar hún var yngri að árum heldur tekið upp á þessu þegar hún eltist. „Það er alltaf mikið af eldra fólki hér og þetta er líklega eitt af þvi fáa sem það fólk veitir sér. En þetta getur orðið dýrt áhugamál og því setur bágur fjárhagur eldra fólks oft strik í reikninginn þannig að það kemst ekki eins oft á bingó og það kannski vildi,“ sagði Laufey Jakobsdóttir sem margir kannast við sem ömmuna í Grjóta- þorpinu. -SJ Laufey Jakobdsdóttir að spila bingó i Glæsibæ sem hún hefur greinilega gaman af. Notum hléin til að spjalla „Ég kem bæði hingað í Tónabæ og fer svo líka stundum í Templarahöll- ina og þar spila ég líka af og til félagsvist," sagði Valgeir Sveinsson en hann var einn þeirra sem mætti tímanlega á Stórstúkubingóið sl. mið- vikudagskvöld. Hann var sestur í sætið sitt en Valgeir sagðist alltaf sitja ó sama stað eins og svo margir fasta- gestir. „Það hafa stundum orðið smárifrildi hér ef einhver sest í sæti sem einhver fastagestanna telur sig eiga tilkall til,“ sagði Valgeir. Aðspurður hvort bingóið væri ekki einangrandi og stressandi spil þar sem fólk þyrfti að einbeita sér að tölum og að fylla út blöðin sagði Valgeir að svo væri alls ekki þar sem það kæmu oft stutt hlé sem borðfélagamir notuðu til að spjalla. Á meðan við vorum að tala við Val- geir notaði hann tímann og fyllti út Valgeir Sveinsson broshýr og hress í bingóspilamennskunni. eitt „Veldu þér bingó“-blað. Þar setti hann fyrst töluna 7 sem hann sagðist alltaf hafa með. En hvers vegna gerir hann það? „Þetta er eiginlega orðin föst regla hjá mér, ég fékk einu sinni gott bingó á sjöuna og hef haft hana með síðan. Þegar voru en ekki svona blöð þá reyndi ég alltaf að velja spjald með sjöunni, en nú þarf þess ekki þar sem hún kemur yfirleitt alltaf fyrir á hveiju blaði,“ sagði Valgeir. En hvers vegna spilar þú svona mik- ið bingó? „Nú, bingóið er fyrst og fremst skemmtun hjó mér og svo er líka spennandi að reyna að fá vinn- ing. Maður tapar ekki alltaf öllu, en ég hef ekki oft fengið stóra vinninga. Það er líka algengt að stóm vinning- amir skiptist á milli nokkurra þannig að það verður ekki eins mikið úr þeim og margir halda,“ sagði hann. Valgeir sagðist yfirleitt ekki vera með mörg blöð í gangi í einu en hann vissi til þess að sumir væm kannski með 10 til 15 blöð í einni umferð, sem þýðir 30 til 45 spjöld. Það em ýmsar venjur sem fólk hefur í bingóspilamennsku eins og að sitja alltaf ó sama stað og svo má líka nefoa litinn á pennanum sem hjá flestum er rauður. Sumir mæta með límband með sér og festa blöðin á borðin þannig að hægara sé að merkja hratt á þau ef blöðin em mörg. -SJ Tveir Skodar á hálfum mánuði Ingimundur Kristjánsson var einn þein-a sem mætti snemma á bingó í Templarahöllinni sl. fonmtudags- kvöld. Hann sagðist spila minna núna en hann gerði hér áður fyrr. „Nú orð- ið er ég mest með 50 blöð á kvöldi sem gerir 2.500 krónur sem er algjört hám- ark. Ég fer svona tvisvar til þrisvar í viku en fyrir nokkrum árum fór ég stundum sex sinnum og þá spiluðum við félagamir oft stórt. Stundum unn- um við líka stóra vinninga og einu sinni fengum við tvo Skoda á hálfom mónuði," sagði Ingimundur og bætti þvi síðan við að hann og félagar hans hefðu fyrir nokkrum árum eytt rúm- lega 300 þúsund krónum í bingó á einu ári og sáu ekki eftir því. Ingimundur benti á það að bingó- spilamennskan gæti verið mjög dýrt áhugamál því á einu kvöldi væri eigin- lega algjört lágmark að fara með 550 krónur í bingóblöð og nota þá aðeins eitt blað í hveija umferð og ef fólk færi 6 sinnum í viku þá gerði það 3.300 krónur á hverri viku. En hvers vegna ferðu í bingó? „Það er bæði vinnigsvonin sem og það að hitta fólk, ég fer lítið sem ekkert út að skemmta mér annað en hingað. Mér finnst hópurinn vera að breytast dálítið sem stundar bingó og vera að koma meira af ungu fólki, það er kannski gróðavonin sem laðar það að,“ sagði hann. Hvað um spennuna í spilamennskunni? „Ég er orðinn afs- tressaður og núna er til dæmis langt síðan ég hef fengið bingó. Ég bölva auðvitað í hljóði en verð ekkert sár þó ég fái ekki bingó,“ sagði Ingimund- ur. -SJ Ingimundur Kristjánsson með þrjú blöð í gangi að þessu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti Oft gert grín að folki sem spilar bingó „Ég held að ein af ástæðum þess að fólk á bingókvöldum er hrætt við ljós- myndara sé sú að það er oft gert grín að fólki sem spilar bingó og þess vegna vilji þeir sem stunda það ekki láta það fréttast að þeir séu í bingói,“ sagði Bjargey Stefánsdóttir þegar blaða- maður spurði hana hvort hún kynni einhverja skýringu á hræðslunni sem bingóspilarar virtust bera í brjósti gagnvart blaðamanni og ljósmyndara. Bjargey sjálf hefúr spilað bingó meira og minna í 28 ár og sagðist hún strax hafa haft mjög gaman af því. „Ég hef gaman af því að spila á spil og fór til að byija með með vinum mínum og var nokkuð heppin strax í Bjargey Stefánsdóttir með bingóblöð- in sín á bingókvöldi i Templarahöllinni sl. fimmtudagskvöld. DV-mynd Brynjar Gauti upphafi og það ýtir vissulega undir það að maður haldi áfram. Fyrst í stað held ég einmitt að fólk sé dálítið spennt og mæti kannski á hvert bingó sem býðst í bænum. Siðan venst þetta og maður fer þegar mann langar til, þetta er eins og hver önnur skemmt- un. Ég fer út með því hugarfari að skemmta mér en ekki til að ná í vinn- ing og það hefur ekki áhrif á mig þó ég fái ekki vinning," sagði Bjargey aðspurð hvers vegna hún spilaði bingó. Hún sagðist yfirleitt sitja á sama stað í salnum í Templarahöllinni og það væri kannski erfitt að útskýra hvers vegna. „Ætli þetta sé ekki bara vani, svona svipað því að fólk situr yfirleitt alltaf á sama stað við eldhús- borðið heima hjá sér,“ sagði Bjargey að lokum. -SJ Bingó er eins oghvertannað happdrætti „Ég spila bingó vegna þess að ég hef mjög gaman af þvi og þetta er dægra- stytting. Ég mæti tvisvar í viku hingað í Tónabæ og tvisvar í Templarahöl- lina. Það getur oft verið spennandi að spila og þá sérstaklega ef maður er nálægt því að vinna,“ sagði Signý Ein- arsdóttir aðspurð hvers vegna hún spilaði bingó, en hún var á Stór- „Já, ég spila frekar oft bingó en það er misjafot hversu oft ég fer í viku. Það getur verið allt frá einu skipti upp i fjögur. Ég kem bæði hingað í Glæsibæ og fer líka í Tónabæ og Templarahöllina. Annars hef ég spilað bingó alveg írá því Guttó var og hét og nú orðið er þetta eiginlega það eina sem ég geri mér til dægrastyttingar. Annars fer þetta dálítið eftir fjár- hagnum því þetta getur orðið dýrt áhugamál," sagði Þorbjörg Ottósdóttir en hún var ein þeirra fjölmörgu sem mætti á bingókvöld í Glæsibæ sl. þriðjudagskvöld. Einar Guðmundsson, sem sat andspænis Þorbjörgu við borðið, sagðist fara að jafaaði þrisvar til fjórum sinnum í viku í bingó en þetta kæmi í skorpum, stundum færu þau ekkert i bingó í langan tíma. „Ég verð stundum hundleið á þessu og tek mér þá frí,“ sagði Þorbjörg. Aðspurð um ástæðu þess að þau spil- Signý Einarsdóttir stúkubingóinu í Tónabæ sl. miðviku- dagskvöld. Signý sagði að bingóið væri eina dægrastyttingin hennar og hún eyddi milli 1500 og 2000 krónum á kvöldi og sagðist sjaldan eða aldrei koma slétt út úr kvöldunum. „Bingóið er eins og hvert annað happdrætti, stundum gengur vel og stundum illa. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu en svo er spilamennskan líka spenn- andi,“ sagði Signý. Hún tók það fram að hún vildi hafa rólegt í kringum sig þegar hún væri að spila. „Hér í Tónabæ er sérstaklega góður andi og hingað er gott að koma.' Stjómandinn, hann Kristinn, er líka alveg stórfínn," sagði Signý. uðu bingó sögðu þau hana vera einfalda, þetta væri gaman og svo væri auðvitað spennandi að reyna að^ ná í vinning. Þorbjörg var t.d. svo heppin eitt sinn að hún vann 7 utan- landsferðir á einum vetri en tapaði fjórum þegar dregið var um hver fengi vinninginn. Nú orðið er algengast í bingóum bæjarins að vinningamir séu vöruúttektir og sagðist Þorbjörg hafa haft meira gaman af því að spila bingó þegar hlutir vom í verðlaun. Þegar við vorum að ræða við þau Þorbjörgu og Einar var verið að spila þriðju umferð kvöldsins og vom þau með 2 blöð í gangi hvort en Einar sagðist stundum vera með allt upp í 5 blöð þegar væri verið að spila um stóm vinningana. „Það er ekki svo mikið að vera með 5 blöð því sumir em með allt að 10 til 15 blöð þegar spilað tl' um stóm vinningana,“ sagði Einar. -SJ Einar og Þorbjörg litu rétt sem snöggvast upp frá bingóbiöðunum sinum en þegar verið er að spila bingó þarf vitanlega að fylgjast vel með til að missa ekki af tölunum sem koma upp. Gaman að spila og spenningur að fá vinning ALLT í PIPULÖGNINA Pípur, fittings - ofnar Danfoss-lokar Röraeinangrun Opið kl. 8-18 virka daga kl. 10-16 laugardaga 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.