Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Fréttir Ólympíuskákmótið í Dubai: Áfall í 8. umferð - gegn Englendingum. Sögulegt jafntefli við Rússa Það má með sanni segja að sigur- víman hafi á skammri stund breyst í sorg hjá íslensku sveitinni í Dubai í gær. Eftir glæsilegan árangur gegn Sovétmönnum í 7. umferð guldu okkar 'menn aíhroð gegn ensku sveitinni í þeirri næstu. Sveiflan var stór: Jafntef- lið við Sovét er að líkindum besti árangur í einni viðureign sem ísland hefur náð fyrr og síðar - í fyrsta skip- tið sem við náum jöfiiu og vinnum skák á ólympíumóti gegn margföldum heimsmeisturum stórveldisins í austri. Tapið fyrir Englendingum er það stærsta sem hent hefur íslenska sveit í manna minnum; líklega þarf að fara aftur til 1954 til að finna viðureign þar sem allar skákir töpuðust. En lítum nú á þessar viðburðaríku umferðir helgarinnar hverja fyrir sig. 6. umferð: Öruggt gegn Argent- •'inu Helgi-Campora 'A- 'A Jóhann Panno 1-0 Jón L.-Garcia-Palermo 'A- 'A Margeir-Ricardi 1-0 Ísland-Argentína 3-1 Island var með hvítt á 1. og 3. borði en þar komust þeir Helgi og Jón L. lítt áleiðis. Andstasðingur Helga beitti drottningarbragði, jafhaði taflið af öryggi og kæfði allar vinningsþreif- ingar í fæðingu. Jafnteflið var stað- reynd eftir 21 leik. Skák Jóns L. var enn styttri; Jón beitti uppáhaldsaf- brigði sínu gegn caro-kann vöm Argentínumannsins en sá hafði greini- lega undirbúið sig vel og náði fram einfaldri jafnteflisstöðu eftir aðeins 18 leiki. Staðan hélst lengi óbreytt, 1-1, og leit satt að segja ekki allt of vel út um tíma, að sögn dr. Kristjáns Guðmundssonar liðsstjóra. „Það virt- ist stefna í jafntefli hjá Jóhanni og við héldum um tíma að Margeir væri að tapa. Þá fór hann í sókn, hálfgerða örvæntingarsókn, og tefldi hana af geysilegri hörku. Ricardi lenti í vand- ræðum og féll á tíma í 32. leik en þá var hann kominn með tapaða stöðu,“ sagði Kristján þegar DV hafði sam- band við hann að umferðinni lokinni. Jóhann náði smám saman nokkm frumkvæði og Panno notaði mikinn tíma en fann enga fullnægjandi áætl- un. Hann lék af sér skiptamun í 29. leik og gafst upp skömmu síðar- þriðji sigur Jóhanns með svörtu í röð: Skák Áskell Örn Kárason Hvítt: Panno (Argentínu) Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn 1. RÖ Rffi 2. c4 e6 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. d4 Be7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 f5 8. 0-0 0-0 Þetta afbrigði drottningarindverskr- ar vamar hefur löngum þótt í bit- lausara lagi en um leið áhættulítið fyrir hvítan. Aðrar og skarpari leiðir hafa verið meira í tísku á seinni árum. Jóhann virðist nú ná að jafha taflið án mikilla erfiðleika. 9. Hcl Bfli 10. d5 Ra6 11. a3 exd5 12. cxd5 c5 13. dxc6 frhjhl. dxc6 14. Dc2 c5 15. Hfdl De7 16. Bel Rc7 Hvítum gengur erfiðlega að finna haldgóða áætlun en Jóhann treystir stöðu sína. Hann hefur nú þegar nokkra yfirburði í rúmi og peðameiri- hlutinn á drottningarvæng gæti komið að góðum notum síðar. Hvítur hlýtrn- að reyna „minnihlutaárás" á drottn- ingarvæng með b2-b4 en tekst ekki að koma henni í framkvæmd í tæka tið. Á meðan eykst þiýstingur svörtu mannanna á e- og f-línunum. 17. Rxe4 Bxe4 18. Db3+ Kh8 19. Bc3 Bxc3 20. Dxc3 Hae8 21. Hd2 f4! Lykilleikur í sókn svarts. F-línan opnast og spjótin beinast gegn Akki- lesarhæl hvíts á f2. 22. Dc4 Bc6 23. b4 Nú kemur þessi leikur of seint. 23. - Bb5 24. Dc2 Ra6 25. bxc5 Rxc5 26. Db2 Ba6 27. Hcdl Leitar eftir mótspili en nú kemst svarti biskupinn í góða stöðu. 27. - Bc4! 28. Db4 b5 29. Hb2? ' Afleikur í erfiðri stöðu. Erfitt er að benda á góðan leik, 29. Rd4 kemur fyrir lítið eftir 29. fxg3 hxg3 30. - Dffi! og hvítur á erfitt með að veija f2, t.d. 31. e3 Rd3! með vinningsstöðu. 29. - Ra4 30. Rd4 Forði hvítur hróknum fellur peðið á e2 eftir drottningarkaup og Ra4-c3 30. - Rxb2 31. Dxb2 Dffi 32. Bf3 fxg3 33. hxg3 33. - Hxe2! Glæsilegur endahnykkur. Panno lagði hér niður vopn. Með þessum sigri tókst íslensku sveitinni að komast upp að hlið sov- ésku risanna í 1. sæti og er þetta i fyrsta sinni í sögunni sem slíkt gerist á ólympíuskákmóti. 7. umferð: „Viðureign aldarinn- Kasparov-Helgi 1-0 Karpov-Jóhann 'A - A Vaganjan-Jón L. 'A-'A Téskovskí-Margeir 0-1 Sovétríkin-ísland 2-2 Óhætt er að segja að þessarar viður- eignar hafi lengi verið beðið með eftirvæntingu. Fyrir tveimur árum var íslenska sveitin nálægt því að leggja heimsmeistarana að velli en missti sig- urinn út úr höndunum þegar hæst bar og tapaði 1,5-2,5. Margt hefur verið rætt um þau úrslit og viðureignin thqmsqn • ZEROWATT • D^aGc§[]Q®mMöd] • Frigor • Westinghouse • Banknedit • t ___________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.