Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. íþróttir ■ \ >. mm •Jón Kristjánsson, átti góðan leik með KA. KA-menn eru seinir í gang Jón G. Hankssom, DV, Akureyri; „Upphafsmínútumar í leikjunum hjá okkur í vetur hafa reynst okkur mjög erfiðar, það er eins og strákamir séu þessar mínútur að koma sér al- mennilega í gang, en ég á von á að við séum búnir að koma í veg fyrir þennan galla í liðinu og lít því björtum augum á framhaldið. Ég átti von á jöfhum leik, Ármenningar hljóta að fara að fá stig í deildinni. Þeir em með gott lið og það er aðeins tíma- spursmál hvenær þeir vinna sinn fyrsta sigur,“ sagði Brynjar Kvaran, þjálfari KA-liðsins og markvörður, í samtali við DV eftir sigurleik liðsins gegn Ármenningum, 22-21, þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins eftir að staðan hafði verið jöfh í hálfleik, 12-12. Ármenningar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 4-0 eftir tíu mínútna leik en KA tókst að jafha leikinn þeg- ar sjö mínútur vom til loka hálfleiks- ins og það sem eftir var bætti hvort lið við tveimur mörkum. í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum allan tímann og réðust úrslit ekki fyrr en á lokamínútunni þegar Eggert Tiyggvason komst inn úr hominu og skoraði. Sigfús Karlsson markvörður átti enn bestan leik í KA-liðinu en hann kom inn fyrir Brynjar Kvaran sem fann sig ekki í markinu eins og hann komst sjálfur að orði. Jón Kristjánsson átti einnig góðan leik en hann skoraði fyrstu fjögur mörk KA í leiknum. Hilmir Gunnarsson, Óskar Ás- mundsson og Einar Nábv áttu bestan leik Ármenninga. Markahæstir í lið KA vom þeir Jón 6, Friðjón 5, Pétur 5/3 og Eggert 3. Markahæstir í liði Ármenninga vom þeir Bragi 5, Einar 4, Óskar 3, og Ein- ar 3. -JKS Ragnar Maigeirsson skoraði með þrumufleyg - og fékk síðan slæmt spark í læri Kristján Bemburg, DV, Belgía; Ragnar Margeirsson var heldur betur í sviðsljósinu þegar Waterschei og Hasselt gerðu jafhtefli, 2-2, í belg- ísku 2. deildar keppninni í gær. Ragnar skoraði fyrra mark Waterschei með þrumufleyg og síðan lagði hann upp annað markið. Þegar staðan var 2-1 fyrir Waterschei og 20 mín. til leiks- loka, varð Ragnar að yfirgefa völlinn - fékk slæmt spark í lærið. „Ég fékk strax góða aðhlynningu. Var kældur niður og umbúðir settar á lærið. Ég reikna með að geta farið að æfa aftur á þriðjudaginn," sagði Ragnar. Þegar Ragnar skoraði fyrra markið, lék hann á tvo vamarleikmenn og skaut síðan föstu skoti frá vitateig. Knötturinn hafnaði efst uppi í mark- hominu á marki Hasselt. Ragnar var mjög sár yfir því að missa unninn leik niður í jafntefli. „Þetta er þriðji leikurinn á stuttum tíma, sem við missum í jafhtefli," sagði Ragnar. •Amór Guðjohnsen .náði ekki að skora þegar Anderlecht lagði FC Liege að velli, 3-1, í döprum leik. Anderlecht er nú eitt á toppnum í 1. deildar keppn- inni, þar sem FC Brúgge mátti þola tap, 0-1, fyrir Charleroi. Anderlecht er með 21 stig eftir tólf leiki, FC Bmgge 19, Lokeren og Bev- eren 17 og Charleroi 16. Beveren vann heppnissigur, 2-1, yfir Antwerpen, sem er nú í næstneðsta sæti, með þrjú stig. -sos KR-ingar lögðu Hauka í miklum spennuleik - 73-69 í úrvalsdeildinni í korfuknattleik KR-ingar sigmðu Hauka með 73 stigum gegn 69 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og var leik- urinn í íþróttahúsi Hagaskólans. Haukar höfðu þriggja stiga forystu í leikhléi, 38-35. Leikurinn var einn sá besti í úrvalsdeildinni í vetur sem bauð upp á mikla spennu, mikla baráttu og góða hittni. Er vonandi að svona leik- ir sjáist sem oftast í vetur. Leikurinn var hnífjafh í fyrri hálf- léik en þó vom Haukamir alltaf fyrri til að skora en KR-ingar vom jafnan fljótir að jafria metin. Leikurinn var mjög hraður og var mikil barátta í báðum liðum, hittnin var líka sérlega góð hjá þeim Pálmari Sigurðssyni í Haukum og Guðna Guðnasyni í KR en þegar flautað var til leikhlés vom Haukarnir með þriggja stiga forystu. Jafhræði hélst með liðunum mestall- an seinni hálfleik en KR-ingar komust fyrst yfir, 47 44, og létu það ekki af hendi sem eftir var leiksins þó Hauk- amir hafi alltaf verið skammt undan. Garðar Jóhannsson átti stórleik í seinni hálfleik og geigaði varla skot hjá honum í langan tíma, einnig tók hann fjöldann allan af fráköstum og réðu Haukamir ekkert við hann. Þeg- ar um tvær mínútur vom til leiksloka hafa KR-ingar tveggja stiga forystu, 69-67, og allt gat gerst en þá kom Ástþór Ingason með skemmtilegan kafla og skoraði tvær fallegar körfur í röð og tryggði KR-ingum sigurinn sem þeir fögnuðu svo innilega í lokin. Hjá KR-ingum átti Garðar Jóhanns- son sannkallaðan stórleik, bæði í vöm og sókn, einnig átti Guðni Guðnason góðan leik, annars átti allt liðið góðan leik og var vel að sigrinum komið. Hauka-liðið hefur oft áður sýnt betri leik heldur en það gerði í þessum leik, það vantaði aðeins herslumuninn, einnig hefðu leikmennimir mátt nýta betur færin sem þeir fengu, stundum beint undir körfunni, en svona nokkuð getur riðið baggamuninn þegar upp er staðið. Pálmar Sigurðsson var bestur í liði Hauka en einnig átti Eyþór góðan leik. Dómarar leiksins vom Sigurður Valgeirsson og Kristinn Albertsson og dæmdu þeir mjög vel. Stigin; KR. Garðar 22, Guðni 20, Ástþór 10, Ólafur 9, Guðmundur 8, Þorsteinn 2, Matthías 2. Haukar. Pálmar 21, Eyþór 12, ívar 10, Ingimar 8, Ólafur 8, Jón Þór 8, Guðlaugur 2. -JKS IS komst ekki yfir Kínamúrinn - Víkingur við hlið Þróttar og Fram á toppnum í blakinu Sterk hávöm Víkinga, sannkallaður Kínamúr, réði úrslitum í bráð- skemmtilegum baráttuleik Víkings og íþróttafélags stúdenta í 1. deild karla í blaki í Hagaskóla á laugardag. í lokakafla leiksins vom stúdentar bún- ir með það þrek sem þurfti til að komast yfir múrinn, sem hinn kín- verski þjálfari Víkinga hefur byggt upp. Fimm hrinur og 103 mínútur þurfti til að fá úrslit. Víkingur tók fyrstu hrinu, 15-9, en ÍS tvær næstu, 15-11 og 15-4. Víkingsliðið átti nóg eftir, sigraði í fjórðu hrinu 15-11 og í þeirri fimmtu 15-9, eftir að liðin höfðu verið jöfn í 9-9. Sigurður Guðmundsson og Hannes Karlsson vom bestir Víkinga í þessum 3-2 sigri. Hjá IS vom þeir Þorvarður Sigfússon og Guðmundur Kæmested mest ógnandi. Framarar héldu sér á toppnum með Þrótti og Víkingi með því að vinna sinn fjórða leik í röð. Á laugardag var það Kópavogsliðið HK sem lét í minni pokann. HK-strákamir vom frískir til að byija með, unnu fyrstu hrinu 15-5. Eftir það náði Fram tökum á leiknum, tók þijár næstu hrinur; 15-6,15-10 og 15-12, og leikinn þar með 3-1. Þróttur, Reykjavík, sigraði HSK á Laugarvatni síðastliðið ftmmtudags- kvöld 3-0; 15-9, 15-8 og 15-8. Leik Norðfjarðar-Þróttar og KA var frestað. Norðanmenn komust ekki austur vegna veðurs. -KMU •Tómas Bartlett, Ægir Ágústsson og C sætunum í pilukastskeppninni. Ægir n í pflu Ægir Ágústsson, 29 ára Grindvíking- ur, varð íslandsmeistari í pílukasti í gær. Ægir vann sigur, 5 4, á Tómasi Bartlett frá Reykjavík í æsispennandi úrslitaleik sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Ólafúr Th. Ólafsson frá Reykjavík varð í þriðja sæti. Mesta skor, sem hægt er að ná í pílu- r Goðui i hjá Stjt IStjaman vann góðan sigur á júgó- slavneska liðinu Dinos Slovan, 20-17, í I Evrópukeppninni í handknattleik sl. föstudagskvöld. Þessi sigur nægði Stjömunni ekki því að liðið tapaði fyrri , leiknum ytra með sjö marka mun og I samanlagt, 39-35, og em fallnir úr ■ keppninni en Dinos Slovan heldur Q£ Sanitas h.f. hefur nú fyrst íslenskra fyrirtækja hafið framleiðslu á gosdrykkjum í handhægum 33i Diet Pepsi og á næstunni munu fleiri vinsælar tegundir fylgja í kjölfarið s.s. 7UP, Diet 7UP, Mix,a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.