Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
Þau sigruðu á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, Jóhann, Steingrímur, Elín og Níels Árni.
Framsókn Reykjanesi:
DV-mynd GVA
Fyllt í fjögur sæti
Framsóknarmenn í Reykjanes-
kjördæmi komust ekki nema upp að
fimmta sæti í skipun framboðslista
síns á kjördæmisþingi á laugardag-
inn. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra skipar efsta sætið.
Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmað-
ur félagsmálaráðherra, er í öðru
sæti en hann var í fyrsta sæti síðast
og þar áður þingmaður flokksins.
í þriðja sæti er Níels Ámi Lund,
ritstjóri Tímans, og í því fjórða Elín
Jóhannsdóttir, kennari í Kópavogi.
Kosið var í öll sætin. Raunar hlaut
Steingrímur „rússneska kosningu"
eins og það var orðað, 285 atkvæði
af 295 sem fram komu. Jóhann fékk
143 af 304 greiddum atkvæðum í
annað sætið, Níels 98 og Inga Þyri
Kjartansdóttir úr Kópavogi 52.
í kosningu um þriðja sætið fékk
Níels svo 137 af 304 atkvæðum, Inga
Þyri 82 og Elín 63. Aftur á móti fékk
Elín 122 atkvæði í fjórða sætið en
Inga Þyri 103 af 304 atkvæðum sem
greidd voru um það sæti. Skipað
verður í önnur sæti fljótlega.
HERB
Stjómmál
Framsókn Suðurlandi:
Jón, GuðniogUnnur
í efstu sætum
Framsóknarmenn á Suðurlandi hafa
ákveðið að Jón Helgason ráðherra frá
Seglbúðum, Guðni Ágústsson mjólk-
ureftirlitsmaður á Selfossi og Unnur
Stefánsdóttir fóstra í Kópavogi skipi
þrjú efstu sæti á framboðslista til Al-
þingis. Þetta er í samræmi við úrslit
nýlegrar skoðanakönnunar.
I næstu sætum eru Guðmundur Búa-
son kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyj-
um, Halla Aðalsteinsdóttir húsfreyja
í Kolsholti og Páll Sigurjónsson bóndi
á Galtalæk. Þá koma Snorri Þorvalds-
son bóndi í Akurey, Sigurður Garðars-
son matsveinn í Vík, Guðrún
Sæmundsdóttir húsfreyja í Árkvöm,
Málfríður Eggertsdóttir húsfreyja í
Vík og María Ingibjörg Hauksdóttir
húsfreyja í Geirakoti. Lestina rekur
svo Þórarinn Sigurjónsson alþingis-
maður í Laugardælum.
Á fundi kjördæmissambandsins, sem
ákvað listann, var Guðmundur Búa-
son kosinn formaður þess.
HERB
SjáKistæðisflokkur:
Ólafur vann fjórða
sætið í annað sinn
Tónlistarskólastjórinn í Bolungar-
vík, Ólafúr Þ. Kristjánsson, hélt fjórða
sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins á Vestfjörðum þegar kosið var um
skipun í það á kjördæmisráðsfundi í
gær. Hildigunnur Högnadóttir fram-
kvæmdastjóri á ísafirði sóttist eftir
sætinu. í prófkjöri varð hún í fimmta
sæti en Ólafúr í því fjórða. Hann sigr-
aði því í annað sinn í baráttunni um
þetta sæti.
Matthías Bjamason ráðherra frá
Isafirði er efstur á listanum og Þor-
valdur Garðar Kristjánsson alþingis-
maður í öðm sæti. Einar K.
Guðfinnsson útgerðarstjóri i Bolung-
arvík skipar þriðja sæti. Þetta er allt
óbreytt frá síðustu kosningum.
I næstu sætum á eftir Ólafi koma
Kolbrún Halldórsdóttir verslunar-
stjóri á ísafirði, Ríkharður Másson
sýslumaður á Hólmavík, Hilmar Jóns-
son sparisjóðsstjóri á Patreksfírði,
Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri,
formaður Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, á ísafirði, Jóna Björk
Kristjánsdóttir húsfreyja á Alviðm og
Ingi Garðar Sigurðsson á Reykhólum.
HERB
Listi Alþýðubandalagsins á Vesturiandi:
Skúli varð langefstur
Þingmaður Alþýðubandalagsins af
Vesturlandi, Skúli Alexandersson frá
Hellissandi, sigraði ömgglega í seinni
umferð forvals flokksins sem fram fór
í gær. Hann fékk 159 atkvæði í 1.
sæti og alls 174 atkvæði en 191 kaus.
I öðm sæti varð Gunnlaugur Har-
aldsson, Akranesi, með 79 atkvæði í
1.-2. sæti og 119 alls. í þriðja sæti
Ólöf Hildur Jónsdóttir, Gnmdarfirði,
með 101 atkvæði í 1.-3. sæti og alls
120 atkvæði. í fjórða sæti varð svo
Ríkharð Brynjólfeson, Hvanneyri,
með 110 atkvæði og í fimmta sæti
Þorbjörg Skúladóttir, Akranesi, með
91 atkvæði.
Kjömefnd hefúr nú þessar niður-
stöður til hliðsjónar, þær em ekki
bindandi. Búist er við að framboðslist-
inn verði ákveðinn innan tíðar.
HERB
í dag mælir Dagfari
starfsmannahaldi rikisins
Af
Að undangengnum umfangsmikl-
um rannsóknum hefúr ríkið komist
að þeirri niðurstöðu að sitthvað sé
brogað við starfemannahald ríkisins.
Viðskiptadeild Háskólans var fengin
til að gera nokkra úttekt á þessum
málum og kom þá ýmislegt fróðlegt
í Ijós, það er að segja fróðleikur fyr-
ir ríkisvaldið. Hins vegar er þar fátt
eitt að finna sem kemur þeim á óvart
sem þurft hefúr að eiga viðskipti eða
samskipti við ríkisfyrirtæki og ríkis-
stofhanir. En hvað um það. I
umræddri könnun var staðfest að
alltaf þegar losnar staða hjá ríkinu
er rokið til og ráðið í hana að nýju.
í engu er gætt að því hvort viðkom-
andi staða sé nauðsynleg fyrir
ríkisbáknið eður ei. Og ekki em
gerðar miklar kröfúr til umsækjenda
ef staðan er þá auglýst opinberlega
á annað borð. Eða eins og segir í
sérstöku riti sem Fjárlaga- og hag-
sýslustofhun hefúr gefið út með
niðurstöðum þessarar könnunar:
„Töluvert er um það að auglýsingar
séu eingöngu birtar formsins vegna,
það er að búið sé að ákveða fyrirfram
hver fai starfið en lögum samkvæmt
skaí auglýsa lausar stöður í Lög-
birtingablaðinu. Auglýsingar hafa
yfirleitt takmarkað upplýsinga-
gildi.” ... og... „Ekki tíðkast að
umsækjendur gangist undir hæfhis-
próf...”
Við getum gert okkur í hugarlund
hvemig þetta gengur fyrir sig hjá
ríkinu. Jón skrifstofustjóri kemur
dæsandi upp í kaffistofu einn dag-
inn. Hann sest við borðið hjá deild-
arstjóranum þar sem þeir em að úða
í sig niðurgreiddum vinarbrauðum
með niðurgreidda kaffinu. Jón fær
sér hálfa lengju og segir síðan að
nú sé ekki gott í efhi. Það hafi kom-
ið í ljós fyrir skömmu að hann Pétur,
sem annast sortéringu á skjölum,
hafi ekki mætt til vinnu í ftmm vik-
ur. Ástæðan fyrir því að þetta
uppgötvaðist ekki fyrr sé einfaldlega
sú að það hafi farið svo lítið fyrir
honum Pétri, sérstaklega eftir að rit-
vinnuslukerfið var tekið upp í fyrra
og hætt að geyma skjöl í skjalaskáp-
um. En svo hafi strákamir, sem selja
getraunaseðla í stofhuninni, farið að
tala um að Pétur hafi ekki sést lengi
og fór þá einhver framtakssamur
maður að kanna málið. Við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að Pétur
hafði orðið bráðkvaddur heima við
og væri nú sem sagt dauður og graf-
inn. Því væri óhjákvæmilegt að ráða
mann í hans stað. Deildarstjóramir
verða hugsi við þessar fréttir. Loks
tekur Binni til máls. Segir að þetta
séu slæm tíðindi. Hann hafði séð
Pétur á árshátíðinni í fyrra og þá
hafi ekki verið nein dauðamerki sjá-
anleg á honum. En auðvitað sé
ekkert að gera við þessu fyrst mað-
urinn sé dauður. Nú verði bara að
finna hæfan mann í stað Péturs og
það hið fyrsta. Eftir þennan ræðu-
stúf verður þögn um stund sem ekki
er rofin af öðm en smjatti Jóns skrif-
stofustjóra á vínarbrauðinu. Þar
kemur að Binni deildarstjóri tekur
aftur til máls: Ég man það núna að
hann Bjössi bróðir konunnar losnar
af hælinu á morgun. Hann fór í
þurrk, kallgreyið, drakk of mikið af
því að hann fékk hvergi vinnu en
er núna í fínu formi. Eg held við
gætum ekki fengið betri mann í stað
Péturs heitins. Skrifetofustjórinn
hefúr nú lokið við bakkelsið og
þurrkar sér um munninn á niður-
greiddri pappírsservíettu um leið og
hann spyr: Hvað gerði Bjössi áður
en hann missti vinnuna? Hann
Bjössi? Hann hefur nú fengist við
sitt af hverju og vfða komið við.
Sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Verið á togurum, Kvíabryggju, Víði-
nesi, Gunnarsholti, Litla-Hrauni og
Skólavörðustígnum, auðvitað ein-
göngu til að kynna sér rekstur
þessara stofnana, þið skiljið. Jón
skrifetofustjóri rennir niður síðasta
sopanum og segir um leið og hann
stendur á fætur: Þetta er maðurinn
sem okkur vantar í skjölin. Láttu
hann líta til mín á morgun eða hinn
og svo getur hann bara byrjað. Binni
og hinir deildarstjóramir kinka kolli
í viðurkenningarskyni yfir hinum
röggsama skrifstofústjóra. Stöðu-
gildinu verður að halda hvað sem
tautar og raular og eflaust verða
engin vandræði með hann Bjössa.
Bara geyma kallinn út í homi og
lána honum eitthvað að lesa.
Ef hann fer að súpa of mikið á
nýjan leik verður hann bara að
melda sig veikan. Jamm og jæja, þá
er þetta vandamál úr sögunni og
deildárstjóramir hverfa aftur að
skrifborðum sínum og byrja að fletta
gögnum. Þama er enn eitt bréfið frá
henni Pálínu gömlu sem segir að hún
hafi ekki fengið tekjutrygginguna
ennþá sem henni var lofað í fyrra.
Meira hvað þetta gamla fólk getur
verið erfitt. Það er fyrir löngu búið
að segja henni að þetta erindi henn-
ar verði tekið fyrir þegar tími vinnst
til. Bara að kellingarálftin fari ekki
að klaga í Steingrím eða Berta og
þeir fari að reka nefið í þetta. Við
sem erum embættismenn ríkisins
verðum að minnsta kosti að fá að
ráða því hvenær mál em afgreidd í
þessari stofnun. Æi, er klukkan að
verða fjögur og tími til kominn að
hætta í dag. Kannski það verði hægt
að kíkja á mál Pálínu á morgun, eða
hinn...
Dagfari.