Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
Spumingin
Lesendur
Finnst þér að fréttirnar eigi
að vera klukkan átta?
Sölvi B. Harðarson verkamaður:
Mér fínnst þetta orðin of mikil rösk-
un. Fyrst verið var að flytja fréttim-
ar á annað borð finnst mér að það
eigi að gefa fólki meiri tíma til að
venjast þessu. Mér persónulega
finnst betra að hafa fréttirnar klukk-
an hálfátta og finnst mér kvöldið
nýtast betur þannig.
Kolbeinn Konráðsson nemi: Ég er
mjög sáttur við fréttatímann klukk-
an átta og er það eðlilega mun betra
fyrir útivinnandi fólk svo það þurfi
ekki að vera nein læti eða stress rétt
fyrir kvöldmatinn og svo hægt sé að
taka kvöldið rólega.
Bogi Ingimarsson: Ég vil hafa
fréttirnar klukkan átta. En það hefði
mátt gefa þessari nýjung hjá þeim
aðeins meiri tíma svo fólk hefði getað
aðlagað sig því að hafa fréttir kl.
hálfátta. En ríkissjónvarpið virðist
vera að reyna að skapa sér betri að-
stöðu með öllu þessu bruðli.
Margrét B. Kjartansdóttir banka-
starfsmaður: Mér er alveg sama
hvenær fréttirnar eru en allt þetta
tilstand í kringum fréttatímann virð-
ist vera út af samkeppninni.
Guðrún Erlendsdóttir húsmóðir:
Ég held að við ættum að halda okkur
við fréttatímann klukkan átta því
vinnutími hjá flestum er það langur.
Einar Jónsson húsvörður: Mér
finnst algjör vitleysa hjá sjónvarpinu
að vera með fréttatímann kl. hál-
fátta. Það hentar langflestum mun
betur að hafa fréttir klukkan átta.
Jolasveinar
á flakki
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Nú eru blessuð jólin í nánd. Þau
eiga sér þrettán syni sem hafa hvítt
og mikið skegg og klæðast rauðum
búningi með húfu í stíl. Sveinamir
syngja og dansa þrátt fyrir háan aldur
öllum til mikillar gleði.
Þeir þvælast alloft um borgina og
eiga þá til að lauma einum og einum
sælgætismola í skóinn sem stendur úti
í glugga ef eigandinn hefur verið svo
forsjáll að fara á réttum tíma í bólið.
En jólasveinamir fylgjast vel með því.
Góður kunningi minn fór þess á leit
við mig að ég klæddist gervi hvít-
skeggja í komandi töm. Því ekki það?
Ég þyrfti ekkert að leika enda algjör
jólasveinn. Nóg um það.
Fæðingardags frelsarans er minnst
með hefðbundnum hætti hjá Frón-
búum. Það er messað í kirkjum
landsins og hlustendur sitja undir
Góð dag
skráin í
sjón-
varpinu
Anna Magnúsdóttir hringdi:
Mig langaði til að bera fram þakk-
læti til sjónvarpsins en ég hef verið
mjög ánægð með dagskrána undan-
fama daga. Þátturinn f takt við
tímann finnst mér mjög góður og einn-
ig fannst mér virkilega gaman að
kvikmyndinni Rebekku sem var sýnd
nýlega, hún stendur alltaf fyrir sínu.
Hápunkturinn fannst mér beina út-
sendingin á óperusýningunni II
Trovatore. Ég var reyndar búin að sjá
þetta stykki en ég naut þess enn betur
í annað skiptið. Finnst mér II Trovat-
ore vera ópemnni til sóma og sýndi
sýningin og sannaði hversu mikla
söngvara við eigum. Fannst mér óp-
eran mjög vel heppnuð í heild og
söngvaramir skiluðu sínum hlutverk-
um mjög vel. Vil ég óska íslensku
ópemnni til hamingju og vonast ég til
að hún haldi áfram á sömu braut.
ræðu útsendara almættisins. Andi
kærleikans svífur þar að sjálfsögðu
yfir bekkjum eins og við á. Plássfrek-
astar em þó gjafir þær sem menn
stinga að nánum skyldmennum og
þiggja kannski í staðinn eina eða tvær.
Otækt væri að gleyma kræsingunum
því borð landsmanna svigna undan
steikum, sósum, tertum og gosdrykkj-
um í öllum regnbogans litum. Síðan
leggjast þegnamir á meltuna með
skuldir og skyldur víðs fjam. Auðvelt
er að fá vatn i munninn við tilhugsun-
ina eina saman.
Allir kannast við umstang hátíðar-
haldanna. Hreingemingaræði grípur
fólkið, meira að segja geymslan nær
athygli og þá er nú mikið sagt. Ekk-
ert er skilið eftir og er því hverju orði
sannara að hýbýli hinnar íslensku
þjóðar skarta sínu fegursta hinn 24.
II Trovatore var hápunkturinn og er
óperunni til sóma.
Jólin nálgast óöum og bráðum sér maður jólasveina á flakki.
desember hvert svo sem framhaldið
verður.
Ég kann vel að meta amstur og und-
irbúning fyrir áðumefnda hátíð þó
kostnaðurinn sé farinn að verða einum
of mikill hin síðari ár. Það dreifir
áhyggjum hversdagsins, fær menn til
að gleyma um stund hörmungum
stríðsins í hinum stóra heimi og þeirri
mannlegu eymd sem skjárinn er svo
iðinn við að sýna áhorfendum.
Ég á mér marga drauma. Einn er sá
að öll vopn veraldarinnar þagni 25.
desember. Náist slíkt samkomulag er
um að ræða stærsta sigur friðarins í
sögu mannkynsins. Til mikils er því
að vinna. Þegar einn dagur er kominn
á hreint hvað þetta varðar er sá næsti
ekki í milljón mílna fjarlægð. Það er
ljóst.
Húsmæðraskólinn
er tímaskekkja
Foreldri í Vesturbænum skrifar:
Ég er foreldri í Vesturbænum og hef
miklar áhyggjur af þeim bömum sem
ganga í gamla Vesturbæjarskólann
vegna gífurlegrar eldhættu þar. Ég tel
mig nú hafa fundið lausn á þessum
mikla vanda. Hún er sú að flytja skól-
ann í Hússtjómarskólann sem stendur
við Sólvallagötu. Þar em nú haldin
námskeið sem auðvelt væri að koma
fyrir annars staðar og tæplega þarf
fjórar stórar hæðir handa tíu stúlkum
sem eru í heimavist á svokölluðu hús-
stjómamámskeiðum sem haldin em
eftir jól.
Ég tek það fram að ég er ekki karl-
remba og tek því fullan þátt í heimilis-
störfum enda tel ég það mjög
sjálfsagðan hlut. Tel ég að hér sé um
einfalda tímaskekkju að ræða. Slíkar
stofhanir (þar að segja húsmæðraskól-
ar með heimavist) vom nauðsynlegar
í tíð ömmu minnar úti á landsbyggð-
inni, en em nú meira að segja horfnar
þar. Er það í takt við tímann að stúlk-
ur fari í heimavist i hálfan vetur til
að læra fög eins og þjónustubrögð,
þvotta og þrif og fleira þess háttar sem
auk þess leiðir ekki til réttinda af
neinu tagi? Ég las einhvers staðar að
þetta væm fögin sem væm m.a. kennd.
Er það ekki til þess fallið að auka
kúgun kvenna að telja þetta kvenna-
fóg?
Má þá ekki að minnsta kosti kenna
þetta á dagnámskeiðum. Ekki er
heimavist fyrir sjómenn okkar eða til
dæmis námsflokkana þar sem þó em
kenndar hinar fjölbreytilegustu grein-
ar fyrir bæði kynin.
Ég býst nú við að karlmenn fengju
inngöngu í Hússtjómarskólann rétt
eins og kvenmenn en ég veit bara
ekki um neinn er myndi detta slíkt í
hug. Er ekki þetta glæsilega hús best
fallið til að taka við æsku Vesturbæjar
og forða henni frá lífshættu sem hún
nú er í og ekki er bömum okkar bjóð-
andi?
„Mér finnst rásin með vandaða dagskrá og góða íslenska þætti.“
Dag-
skráin
góðá
rás 2
Ein úr Vesturbænum skrifar:
Mig langar að mótmæla lesanda sem
skrifaði í DV um daginn að ekki væri
spilað nógu mikið af íslenskri tónlist
á rás 2. Mér finnst rás 2 einmitt hafa
það fram yfir Bylgjuna að þar er heil-
mikið leikið af íslenskri tónlist og
þykja mér þættimir í heild vandaðri
á rás 2 en á Bylgjunni. Einnig vil ég
þakka frábæran morgunþátt og stór-
gott hádegisútvarp.
Það er þó einn annmarki á, mér
finnst ekki nógu hentugur tími er
Þorgeir Ástvaldsson hefur valið fyrir
komajassþætti eða jafnvel klassíska
en þá vill meirihlutinn á mínum
vinnustað skipta yfir á aðra rás. Auð-
vitað verða allir að fá eitthvað við sitt
hæfi en mér finnst tíminn sem valinn
er fyrir þessa þætti alveg ómögulegur.
Á daginn finnst mér nefnilega mim
betra að hlusta á einhveija þægilega
vinnutónlist. Á kvöldin, þegar ég kem
heim úr vinnunni, hlusta ég frekar á
klassíkina f góðu tómi en mér finnst
hún ekki eiga við í amstri vinnunnar.
Ég vil að lókum hvetja menn á irás
2 til að halda áfram á sömu braút,
þetta er alveg stórskemmtilegt hj'á
ykkur. !