Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 39
MÁNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1986. dv Sandkorn Bæjarstjórar slá Allir bæjarstjórar landsins eru nú staddir á Akureyri. Þeir þinguðu um helgina en í kvöld ætla þeir allir sem einn á sýningu Leikfélags Akur- eyrar, Dreifar af dagsláttu eftir Kristján frá Djúpalæk, sem er í tilefni sjötugsafmælis skáldsins. Ýmsirteljaað þama séu bæjarstjórarnir á heimavelli því aðrir eins dag- sláttumenn í bönkum fyrirf- innist ekki. Annars er það um sýninguna að segja að hún hefur fengið afbragðsaðsókn og þykir stórgóð. Rjúpan hækkar. Rjúpur á tvö- hundruðkall Lítið hefur veiðst af rjúpu á Norðurlandi þrátt fyrir stans- lausar sögur um að stofninn sé í hámarki. Veiðimennirnir selja nú ijúpurnar á tvö- hundruðkall stykkið. Vegna eftirspumarinnar er talið víst að verðið hækki þegar nær dregur jólum. Jafnvel að rjúp- an verði þá seld á þrjúhundr- uðkall. Nýju þulumar Það hafa margir á Akureyri velt því fyrir sér að undanf- örnu hvernig standi á því að nýjar þulur eru komnar til sögunnar. Til stóð að hafa engar þulur og var „hinum einu sönnu“ því sagt upp. Ef á annað borð á að hafa þulur vilja flestir hafa þær „gömlu“ áfram. Dagskrá sjónvarpsins var líka helmingi betri á með- an þær voru. Hesthús Hljómsveitin Skriðjöklar frá Akureyri ætlar að setja upp hljóðupptökuver á næs- tunni. Skriðjöklarnir eru þessa dagana að kaupa tæki frá Bretlandi fyrir um 400 þús- und krónur. Upptökuverið verður þar sem stúdíó Bimbó var áður starfrækt. Tilgang- urjnn með hljóðupptökuver- inu er sá að taka upp plötu þeirra Skriðjökla sem gefin verður út á næsta ári. Sumir fara í stúdíó til að taka upp, aðrir kaupa stúdíó til að taka upp. Greindir og þægilegir Dagur var með þýdda grein í síðustu viku úr bandarísku blaði. Greinin er skrifuð af blaðamanni sem sótti okkur íslendinga heim vegna leið- togafundarins. Segir í grein- inni að við Islendingar séum bæði greindir og þægilegir. Blaðasnápurinn hefur greini- lega ekki séð Kastljósþáttinn í síðustu viku þar sem fjallað var um málefni Hafskips og Útvegsbankans. Ólafur Laufdal. Óli Laufdal Mál málanna á Akureyri um helgina hefur auðvitað verið kaup Ólafs Laufdal á Sjallan- um en hann gaf 75 milljónir fyrir húsið og allt innvolsið. Akureyringar eru að vonum mjög ánægðir með að Ólafur skyldi kaupa Sjallann og segja að loks hafi einhver með viti tekið við rekstrinum. Hamingjan nakin Skemmtileg fyrirsöng var í Sviðsljósi DV í vikunni en þar stóð: „Hamingjan er nakin". Varla er það rétt en hitt vita allir að maður er oft ham- ingjusamur þegar maður er nakinn. Hálfátta Útvarpsráð er um margt dálítið merkilegt ráð. Nú vill það færa fréttir sjónvarpsins frá hálfátta til átta á kvöldin og ber fyrir sig einhverja könnun sem enginn tekur mark á. Þeir á fréttastofu sjónvarps eru hins vegar ekki í neinum vafa, klukkan hálf- átta segja þeir enda eru þeir þá á undan Stöð 2 með fréttir. Það er auðvitað heila málið. Beitfrásér Hún var rosaleg frásögnin í DV af leigubílstjóranum sem bjargaði sér frá dauða með því að bíta ógurlegan farþega sem réðst á hann. Ýmsir á Akur- eyri tala um að durturinn sé nú með vænt þursabit. Annars skilur maður þetta ekki, far- þeginn var á skallanum, neitaði að greiða bflstjóranum og svo hafði lögreglan hendur í hári hans. Hvar er eiginlega Hárskerafélagið með sitt einkaleyfi. Krislján Loftsson. Hvalhátamir Nú heyrum við að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf„ hafi breytt orðatiltækinu „Flýtur á meðan ekki sekk- ur“. Hann ku nú tala um „Sökkva á meðan ekki sigla“. Umsjón: Jón G. Hauksson adidas --- herralínan mætt til leiks! ADIDAS er nafnið á framtíð- arsnyrtivörunum fyrir íþrótta- manninn og snyrtimennið. ADIDAS herralínan hefur sér- stöðu á markaðnum, því auk hinna hefðbundnu herrasnyrti- vara er boðið upp á efni sem ganga inn í húðina og eru sér- staklega sniðin fyrir íþrótta- menn: MUSCLE FLUID vöðvamýkjandi FYRIR æfing- ar, B ODY C O OLER kælandi EFTIR æfingar og MAS- SAGE 01L, nuddolia. Eftirtaldar tegundir eru komn- ar á markaðinn, After Shave, After Shave Balm, Eau de Toi- lette, Deo Spray, Shower Gel, Body Cooler, Muscle Fluid, Massage Oil, gjafakassar. ADIDAS snyrtivörurnar munu veita þér aukið sjálfs- traust og vellíðan, jafnt í keppni sem starfi. adidas yst sem innst Sími 687747. SAUMANÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST ÁSGERÐUR ÓSK JÚLlUSDÓTTIR KLÆÐSKERI. - SÍMI 21719 OG 18706. Frá Ferðafélagi Islands Fyrsta kvöldvaka vetrarins verður haldin miðvikudaginn 26. nóv. nk. í Risinu, Hverfisgötu 105. Helgi Björnsson jöklafræðingur sér um efni kvöldvökunnar og ætlar hann að „svipast um fjallaklasa undir jöklum“. Sagt mun frá ferðum um jöklana (Hofsjökul, Vatnajökul og Mýrdalsjökul) og svipast um á yfirborði og jökulbotni og forvitni svalað um áður óþekkt landslag, legu eldstöðva og vatnslóna undir jökli. Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast því nýjasta í jöklarannsóknum á íslandi og ekki blasir landslag undir jöklum við augum ferðamannsins. Tryggvi Halldórsson sér um myndagetraun. Aðgangur kr. 100. Veitingar í hléi. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag íslands. ALLA morgna ...heilsunnar vegna MMMMHHÉ Grandavegi 42, Reykjavi'k, sími 91-28777 ARGUS/SlA 401-003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.