Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 7
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. 7 Fréttir Húsnæðisstofnun hundsaði samþykkt ríkisstjómarinnar. Húsnæðislánin allt að 400 milljónum of há Samkvæmt grófri áætlun Stefáns Ingólfssonar, deildarstjóra hjá Fast- eignamati ríkisins, getur höfuðstóll fullverðtryggðra lána eldri en frá í september 1983 verið 250-400 milljón- um króna of hár. Húsnæðisstofnun virðist hafa hundsað þá samþykkt rík- isstjómarinnar að hækka lánin aðeins um 5,1% í þessum tiltekna mánuði og hafa hækkað þau um 8,3% sem var hækkun lánskjaravísitölunnar. Sömu fyrirmæli vom gefin Lánasjóði íslenskra námsmanna sem fór eftir þeim. 1 reynd er ætlað að einungis einn greiðandi húsnæðislána hafi notið ákvörðunar ríkisstjómarinnar, vegna þess að hann greiddi af láni sínu í september 1983. Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sagði af og frá að nokkrum hefði dott- ið það í hug í alvöru að ríkisstjómin ætlaðist til þess að samþykkt hennar gilti aðeins um greiðslur inntar af hendi í þessum eina mánuði. Seðlabankinn gaf út á sínum tíma álit á því hvemig best yrði staðið að framkvæmd þessarar ákvörðunar. Hann benti á þá leið að lækka grunn- vísitölu hvers láns um þessi 3,2 stig. Það var sem sé ekki gert. Þar með em eftirstöðvar fullverðtryggðra hús- næðislána eldri en frá í september 1983 skráð með of háan höfuðstól. Afborg- anir hafa því einnig verið hærri en þær áttu að vera, þótt munurinn sé ekki stór upphæð í hverri afborgun. HERB Hjálparstofnun kirkjunnar: Atvinnu- tilboðum rígnir yfir Guðmund „Ég er að hugsa minn gang, velta ýmsum möguleikum fyrir mér,“ sagði Guðmundur Einarsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, í gær. Samkvæmt heimildum DV hefur at- vinnutilboðum rignt yfir Guðmund eftir að hann lét af störfum hjá Hjálp- arstofnuninni, mest frá einkafyrir- tækjum sem vilja nýta sér starfskrafta hans. Óvíst er um framtíðaráætlanir ann- arra starfsmanna Hjálparstofnunar- innar nema hvað Gunnlaugur Stefánsson hefur sótt um pestakall í Heydölum í Breiðdal: „Ég er eini um- sækjandinn og ég vona að kosið verði fyrir jól. Ég kem þá til með að þjóna Stöðvarfirði og Breiðdalsvík," sagði Gunnlaugur. -EIR Eldur í Hlíðagrilli Eldur kom upp í veitingastaðnum Hlíðagrilli við Stigahlíð í gærmorgun. Kviknað hafði í kjúklingagrillskáp og var mikill hiti og reykur inni þegar slökkviliðið mætti á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Einhveijar skemmdir urðu á húsnæði og innanstokksmunum, eink- um af völdum hita og reyks. Eldsupp- tök eru ókunn. -VAJ 22 TOMMU STERIO SJÓNVARP m/ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU STAÐGREIÐSLUVERÐ AÐEINS KR. 44.950,- FRAMTÍEAKDEKI á ftábæruwrði ALLT ÞETTA GETUR ÞÚ TENGT VIÐ SJÓNVARPIÐ MÓTTAKARI SJÓNVARPSBÚDIN HF. HÖFÐATÚNI 2 sími 622555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.