Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Page 20
20 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Fréttir Pétur Snæbjömsson, 26 ára hótelstjóri á Húsavík. „Ég átti ekki von á því að það yrði neitt að gera í haust en þaö er öðru nær.“ DV-mynd JGH .. í- Sumarið það besta í sógu hótelsins - segir Pétur Snæbjömsson, hótelstjóri á Húsavík Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; „Haustið hefur farið fram úr björtustu vonum, ég átti ekki von á því að það yrði neitt að gera en það er öðru nær,“ sagði Pétur Snæbjömsson, hót- elstjóri á Hótel Húsavík, en á ferða- síðu DV nýlega kom fram að hótelið býður upp á ódýrustu helgarpakka á landinu. Pétur er 26 ára, ættaður úr Mývatns- sveit og af hótelfólki kominn. Foreldr- ar hans em Snæbjöm Pétursson og Guðný Halldórsdóttir sem standa að Hótel Reynihlíð. Pétur tók til starfa 15. maí sl. Hann er hótelrekstrarfræð- ingur frá Noregi. Ekki er enn ljóst hvort Samvinnu- ferðir-Landsýn verða áfram með hótelið en fyrirtækið hefur rekið það síðasta árið. Eigendumir, Húsavíkur- bær fremstur í flokki, reka nú hótelið. „Mér líst mjög vel á framtíð Hótel Húsavíkur og reyndar almenna ferða- þjónustu á Islandi. Það hefur aldrei gengið eins vel í sögu þessa hótels og síðasta surnar." Hvað er hægt að gera á Húsa- vík? - En hvað geta ferðalangar gert á Húsavík? „Það er margt. Það er að koma fólk hingað sem eyðir kannski þetta tveim- ur til þremur dögum í safiiahúsinu á Húsavík, gönguferðir um bæinn og næsta nágrenni em vinsælar, skíða- brekkan er hér alveg við hótelið og siðast en ekki síst er stutt til Mývatns og í Ásbyrgi. Mér sýnist þó að það sé sífellt vinsælla að ferðamenn eyði meiri tíma í bænum sjálfum enda Húsavík fallegur bær.“ Að sögn Péturs er tími árshátíða núna á Húsavík og em árshátíðir á hverju einasta laugardagskvöldi á hótelinu og verður svo út nóvember. „Við stefhum að því að setja í vetur upp nokkrar skemmtidagskrár með mat á undan. Það Iofar ömgglega góðu. Við fórum til dæmis inn á það síðastliðið sumar að halda dansleiki með vínveitingum og það kom mjög vel út.“ Bátsferðir og sjóstangaveiði næsta sumar Næsta sumar mun hótelið bjóða upp á bátsferðir um flóann og sjóstanga- veiði. „Ég hef trú á að þær skili árangri. Það sem gildir þó í ferðaþjón- ustunni er að sýna þolinmæði, það tekur þetta þrjú til fjögur ár að kynna þjónustuna, eftir það fer hún að skila sér,“ sagði Pétur Snæbjömsson, hótel- stjóri á Húsavík. Kauptu A - garnið á íslandi! Það borgar sig ekki að kaupa það erlendis og fylla ferðatöskurnar. Gerið verðsamanburð milli íslands og Þýskalands: Þýskal. ísland kr. kr. Limbo - ullargarn . 123 137 Camping ullargarn . 112 125 Casablanca bómullargarn . . 101 110 Samba bómullargarn 97 105 Ingrid, Hafnarstræti 9 - S. 62-15-30 JK-Póstversiun - s. 24311. Verðmunurinn er því ekki mikill, þar sem viðaukaskattur er aðeins 14% í Þýskalandi á móti 25% söluskatti á Islandi. Það er ekki allt miklu dýrara á Is- landi. Hafðu það í huga þegar þú verslar erlendis. Blönduós: Hjálparsveitin vel tækjum búin Baldur Daníelssan, DV, Blonduósi: Hjálparsveit skáta á Blönduósi hefúr nú verið starfandi i rúm 20 ár. Á þess- um árum heftur sveitin byggt yfír starfsemi sína og allan útbúnað. Hús- næðið eiga þeir í félagi við björgunar- sveitina Blöndu. Hjálparsveit skáta er í dag allvel búin tækjum. Sveitin hefur yfir að ráða öflugum bíl, vélsleða og lóran, auk hinna hefðbundnu tækja sem þarf til björgunarstarfa, s.s. tal- stöðva, útbúnaðar fyrir lækni o.fl. Tækjagæslumaður sveitarinnar er Eiríkur Ingi Bjömsson. Hefur hann starfað með hjálparsveitinni í hartnær 10 ár. Hann var spurður um störf sveit- arinnar að undanfömu. „Það er alltaf eitthvað um útköll þótt þau séu sem betur fer í færra lagi. Þó að rjúpnaveiðimenn séu nú famir að þvælast um öll fjöll heyrir það til undantekninga ef það kemur til út- kalls þeirra vegna. T.d. vom aðeins tvö útköll sl. vetur, en veiðigarpamir komu nú fram áður en skipulögð leit var hafin. Þá er alltaf eitthvað um að hjálparsveitin sé kölluð út til þess að hjálpa skepnum úr sjálfheldu. I byrjun október héldum við mikla björgunarsveitaræfingu hér á Blöndu- ósi. Auk heimamanna tóku þátt í henni sveitir frá Akureyri, Akranesi, Dalvík, Varmahlíð og Laugarbakka. Tókst þessi æfing að mestu leyti vel, þó alltaf megi gera betur.“ Félagar í sveitinni em 33 og alltaf er pláss fyrir fleiri. Helstu fjáríiflanir hafa verið flugeldasala og sala á jól- atrjám. Þá má að lokum geta þess að síðasta verk sveitarinnar var leit að manni nokkrum er fór úr Skagafirði og ætl- aði með hesta yfir að Gautsdal í A-Húnavatnssýslu. Vom leitarmenn kallaðir út um 3-leytið um nóttina og var komið langt fram á morguninn er hjálparsveitarmenn úr Skagafirði fúndu hestamanninn heilan á húfi. Hjálparsveit skáta á Blönduósi hefur nú starfað um 20 ára skeið. Hún er nú í eigin húsnæði þar sem þessi mynd er tekin. DV-mynd Baldur Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum: Fengu fullkom- inn bjöigunarbát Ómar Garðarsscm, DV, Vestmarmaeyjum: Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum fékk nýlega afhentan mjög fúllkominn björgunarbát af norskri gerð. Magnús Þorsteinsson sveitarforingi sagði í samtali við fréttaritara DV, að báturinn væri mjög fúllkominn og smíðaður í Noregi. Bátar af þessari gerð eru notaðir við olíúborpalla í Norðursjó og hafa reynst mjög vel. Báturinn, sem er sjö metra langur og 2,8 metrar á breidd, er byggður úr áli með tvöföldum botni. Botninn er hólf- aður og fylltur milli laga með frauð- efni. í bátnum er 155 hestafla Ford Mermade vél með forþjöppu. Báturinn er með útbúnaði sem réttir hann við ef honum hvolfir. Ekki er skrúfa á bátnum, heldur er hann knúinn áfram með vatnsþrýstingi. Hann getur borið allt að 20 manns og tvennar sjúkrabör- ur. Sunnudaginn 9. nóvember sl. sýndu skátamir bátinn og þá kosti sem hann er búinn. Eins buðu þeir stórum hópi bama í skemmtisiglingu um höfhina. Skátar sýndu nýja björgunarbátinn á dögunum og buðu þá bömum í smásigl- •n9u- DV-mynd Ómar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.