Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 17
MÁNUDAGUR 24. NOVEMBER 1986. 17 Lesendur Fréttaflutningur Hjörtur Steindórsson skrifar: Er samkeppni í fréttaflutningi vegna hinna nýju stöðva að leiða til öfga- fenginnar fréttamennsku þar sem fólk er hengt vikulega á torgum fjölmiðla sem blórabögglar samfélagsins eins og í vestrum í bíó og til þess að búa til svolítið fjör á torgunum? Er þetta af- leiðing fréttaþurrðar athyglisþyrstra fréttastofa? Er rétt að fjölmiðlar tryggi sér markað með blóðfómum að minnsta kosti vikulega og kalb það réttláta rannsóknarblaðamennsku? Hefur Island efni á rannsóknarblaða- mennsku þar sem þjóðfélagið er of lítið til að menn geti risið upp frá fjölmiðla- slátmn, oft vegna verknaðar sem dómsvaldið sér ekkert athugavert við en sjálfskipaðir dómstólar fréttastof- anna dæma siðferðislega til að fá athygli. Dómstóll fréttastofa hefur óháð dómsvald innan dómskerfisins þar sem dómurinn er oft félagsleg útskúfun og einangmn í mismunandi langan tíma. Hefúr dómsvaldið ekkert við það að athuga að hafa óháðan sið- ferðilegan dómstól í höndum misvit- urra fjölmiðlamanna? Getur dómsvaldið skrifað undir refsingu, fé- lagslega útskúfun, án þess að koma nærri með úrskurð um sekt eða sak- leysi frá opinberum dómstólum? Geta til dæmis rannsóknarblaða- menn DV tekið að sér rannsókn á rannsóknarblaðamennsku Helgar- póstsins. Er ekki tími til kominn að úttekt sé gerð á þessari furðulegu slúð- urfréttamennsku Helgarpóstsins sem þeir síðan skreyta með því að kalla rannsóknarblaðamennsku. Eða er samtrygging blaðamannastéttarinnar sterkari heiðri hennar? Og í guðana bænum ekki vera slátra einhverjum sérstökum mönnum heldur fá fram gagnrýnni fréttamennsku og betri. Ubbs. Ufafc Bauknect býður: Allar stærðir og gerðir ísskápa Einstaka hönnun Tæknilega fullkomnun Hver hlutur á sinn stað Hentar jafnt stórum fjölskyldum sem smáum og er hrein heimilisprýði BAUKNECHT VESTUR-ÞÝSK GÆÐAVARA Líttu inn og skoðaðu skápana á staðnum og hafðu með þér heim íslenska bæklinginn frá BAUKNECHT RAFBÚÐ SAMBANDSINS TRYGGIR ÖRUGGA ÞJÓNUSTU ER ERFITT AÐ FINNA ÍSSKÁP • SEM PPFYLLIK ALLAR OSKIR? vfeað msm 20 90Ó - ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 687910 681266 ^Bauknecht ITALSKIR KULDASKOR Svart leður. Stærðir41-46. Verðkr. 2.600,-. Nabukk leður. Stærðir 37-41. Verð kr. 2.900,-. Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Svartir með rennilás, gúmmísóli, stærðir 36-39, kr. 2.400,- 40-46, kr. 2.500,- Dökkblá vatns- heldstigvél. Stærðir 22-30. Verð kr. 690,-. Skóbúðin, Snorrabraut 38, ckoBuelN BoR&flKttÍN'2S Sími 14190. Sími 29350. ASEA CYLIIMDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðartil að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsia, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegna betri endingar. /Fanix HÁTÚNI6A S(MI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.