Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 3 r>v Svikahrappur á sveimi í borginni - slær menn um 1000 kall tíl að redda sprungnu dekki Svikahrappur er nú á sveimi í borginni sem notar nokkuð einfalda aðferð til að kría 1000 krónur út úr mönnum. Hann gengur inn í fyrir- tæki og verslanir og biður menn endilega að lána sér 1000 krónur svo hann geti reddað sprungnu dekki á bíl sínum sem standi fyrir utan þar sem hann hafi gleymt veski sínu heima. DV veit af þremur aðilum á Vest- urgötu og Garðastræti sem hafa fallið fyrir þessu enda kemur maður- Háskóli á Akureyri Alþingi samþykkti þá tillögu i]ár- veitinganeíhdar við lokaafgreiðslu fjárlaga að veita 5 milljónum króna „til að undirbúa og hefja háskóla- kennslu á Akureyri". Áður hafði verði gert ráð fyrir 1.250 þúsund krónum til undirbúnings há- skólakennslu þar. -KMU inn mjög vel fyrir, er á aldrinum 30-35 ára, klæddur mokkakápu með virðulegt geithafursskegg. Hann segist ætla að koma strax aftur og borga lánið og gefúr hann upp nafh og símanúmer ef hann skyldi „gleyma því. DV er kunnugt um að eitt símanúmeranna var á ferðaskrifstofu og annað á lögfræði- stofu og á hvorugum staðnum hafði nokkur heyrt mannsins getið eða þess nafns sem hann gaf upp. Einn þeirra er fallið hafa fyrir manninum sagði í samtali við DV að hann hefði heyrt af komu hans í næstu verslun við sig þar sem hann bar upp þetta erindi. Verslunarmað- urinn bauðst þá einfaldlega til að keyra hann með dekkið á næsta verkstæði. Þáði maðurinn það og fóru þeir út og gengu um en engan fundu þeir bílinn. Hvarf maðurinn þá á brott en var svo ósvifinn að koma aftur skömmu seinna í sömu verslun með sömu sögu en þá viðbót að hann næði ekki dekkinu af og bað hann nú um 1000 krónur fyrir leigubíl heim. Verslunarmanninn grunaði þá að viðkomandi væri ekki með hreint mjöl í pokahominu og rak hann út. Sá sem DV talaði við sagði greini- legt að svikahrappurinn væri að spila á að náungakærleikurinn væri aldrei meiri en á þessum tíma árs. -FRI Ríkið hættir gæðamati á ferskRski Frumvarp sjávarútvegsráðherra um að leggja niður ferskfiskmat hjá Ríkismati sjávarafúrða varð að lög- um á laugardag. Lögin taka gildi um áramót. Breytingin felur það í sér að gæða- mat á ferskum fiski verður í höndum kaupenda og seljenda. Eru hags- munasamtök sammála um að þessi leið skuli farin. Rísi ágrciningur milli kaupenda og seljenda um gæðaflokkun fisks má leita úrskurðar Ríkismatsins. Við lokaafgreiðslu málsins á Al- þingi kom fram gagnrýni, meðal annars frá Bimi Dagbjartssyni, Sjálfstæðisflokki, á það hve hratt þetta mál færi í gegnum þingið. Skúli Alexandersson, Alþýðubandalagi, sagði meðferð málsins með eindæm- um og vildi fr-esta gildistöku fram á næsta sumar. -KMU Fréttír Orsök slyssins ókunn Enn er óljóst hver er hugsanleg or- sök þess að Tjaldur ÍS-116 fórst í Isafjarðardjúpi hinn 19. desember síð- astliðinn. En í gær var kannað með neðansjávarmyndavél hvort til dæmis togvírinn hefði verið úti sem hugsan- lega hefði getað valdið slysinu. Einnig átti að reyna að sjá verksummerki á bátnum er gæti gefið til kynna hvað hefði komið fyrir og hvort lík mann- anna væru í bátnum. Leitin er í biðstöðu þangað til búið er að kanna það. Ef svo reynist ekki verður strax hafist handa aftur og munu þá hjálpar- sveitir skáta og félagar úr slysavama- félaginu á Isafirði ganga fjörur í grennd við slyssstað. I DV á laugardaginn var mishermt um þá sem var saknað og eru aðstand- endur beðnir velvirðingar á þeim mistökum. En Víkingur Hermannsson er 29 ára og lætur eftir sig eiginkonu og 3 böm. Kolbeinn Gunnarsson lætur eftir sig eignkonu og 2 böm. Eldur laus í plastgerð Bruni varð í Plastgerð Suðumesja hf., Bolafæti 9 í Njarðvík, snemma á sunnudagsmorgun. Það var um klukkan 7.30 sem eldsins varð vai't. Sem betur fer urðu engin slys á mönn- um en skemmdir urðu allvemlegar. Upptök eldsins em ennþá ókunn en máhð er í rannsókn. ME „JOLATILBOÐ FJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglegajólagjöf, er mlkið atriði ad vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt að staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft í huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir margfalt meiri peningum í rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850,- m ^JAPIS BRAUTARHOLT 2 SiMI 27133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.