Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 15
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 15 „Sekur um að selja mjólk á sunnudegi“ Kjallaiinn Opnunartími verslana er háður reglugerð sem sett er af borgar- stjóm. Reglugerð þessi var rýmkuð fyrir nokkrum árum og er nú heim- ilt að hafa verslanir opnar í 70 klst. á viku. Þannig ætti að vera nægilegt svigrúm til að neytendur megi vel við una, en í framkvæmd snýr málið öðmvísi við. að geta farið í verslanir í nágranna- sveitarfélögum á kvöldin og um helgar og keypt þar í matinn en hafa ekki tök á að gera þetta í borg- inni sjálfri. Þar sem ég bý í vestur- bænum er stutt fyrir mig að fara út á Seltjamames þar sem verslunin Vegamót hefúr veitt ómetanlega þjónustu og reyndar fengið í staðinn „Mér finnst eðlilegt að reglugerðará- kvæði, svo og samningar við starfsfólk verslana, séu þannig að kaupmenn sjái sér fært, jafnt í Reykjavík sem utan hennar, að hafa sveigjanleika í opnunartíma versl- ana. Verslunareigendur hafa ekki getað komið sér saman um að skiptast á að hafa opnar matvömverslanir á kvöldin og um helgar, eins og apó- tekin gera, og sömuleiðis hefur ekki verið samið neitt við afgreiðslufólk í verslunum um vaktavinnu eða sett ákvæði sem stilia vinnutíma af- greiðslufólks í hóf. Verslað í nágrannasveitarfé- lögum Mér hefur alltaf þótt ankannalegt viðskipti Reykvíkinga í gegnum ár- in. Mér finnst eðlilegt að reglugerð- arákvæði, svo og samningar við starfsfólk verslana, séu þannig að kaupmenn sjái sér fært, jafht í Reykjavík sem utan hennar, að hafa sveigjanleika í opnunartíma versl- ana. En því er þetta ekki gefið alveg frjálst? Er reglugerðin sett til þess að tryggja lokun verslana svo að starfs- fólk fái hvíld frá erfiðum störfum eða er reglugerðin sett til að tryggja neytendum lágmarks opnunartíma? Kvöldsölureglugerð Afleiðing af því hvemig opnunar- tíma matvömverslana er varið er hið sér íslenska fyrirbrigði sjoppur. I sjoppum má selja takmarkaðan lista af vörum samkvæmt reglugerð og kvöldsöluleyfi, en ekki annan vaming. í raun er sjoppum skylt að hafa uppihangandi lista yfir þær vörur sem selja má á staðnum. Sé sjoppa af þessu tagi í tengslum við matvöruverslun skal vera harðlok- að á milli, ekki innangengt, svo að ömggt sé að ekkert hollmeti sé selt i sjoppunni. Slík kvöldsölureglu- gerð er með öllu óþolandi í nútíma þjóðfélagi, þjóðfélagi þar sem tann- skemdir em algengari en víðast annars staðar á byggðu bóli og böm- in alast upp með sleikipinna í munninum í stað hollmetis. Mér finnst að skera þurfi herör gegn þess- ari verslunarstefhu. Reyna þarf til þrautar að koma á samstarfi kaup- manna um að hafa opið fram eftir kvöldum og um helgar, enda heimil- ar reglugerðin mikið meira svigrúm en nú er í framkvæmd. Að öðrum kosti þyrfti að gefa opnunartíma sölubúða frjálsan og tryggja í samn- ingum að vinnutími starfsfólks verði ekki óheyrilega langur. Þannig er hægt að veita þeim kaupmönnum, sem óska að veita viðskiptavinum sínum þjónustu, tækifæri til þess án þess að þeir brjóti af sér eins og kaupmaðurinn í Breiðholtinu sem gerðist sekur um að selja mjólk á sunnudegi. Katrín Fjelsted. Katrín Fjeldsted borgarfullfrúi Sjálfstæðisflokksins „Reyna þarf til þrautar að koma á samstarfi kaupmanna um að hafa opið fram eftir kvöldum og um helgar, enda heimilar reglugerðin miklu meira svigrúm en nú er i framkvæmd." Þegar 30% eru smáræði Eftir nokkurra áratuga forystu sósíaldemókrata í kjarabaráttu á ís- landi eru kjarasamningar allajafha gerðir einhvem veginn svona: Fyrst er að lýsa því yfir hve leitt það sé að stör hluti verklauna skuli vera voðalega lág upphæð - einar 19.000 krónur á mánuði - þegar þess er gætt að framfærsla einstaklings kostar 30-35.000 kr. Um leið ber að harma hve yfirvinna og bónus er óþarflega stór hluti teknanna en hrósa samt happi yfir því hve fáir þurfa í raun að hfa af töxtunum nöktum - ekki nema þúsundir manna. Innan sviga verður að minna á að flestir íslendingar eru haldnir óhóflegri neyslusýki - einkanlega sauðsvartur almúginn sem kaupir allt of mörg heimilistæki, of stórar íbúðir og fer of oft í ferðalög. Er þetta sirkus? Þegar svona undirbúningi kröfu- gerðar er lokið má fara að hyggja að því að félagsstjómir og fulltrúa- eða trúnaðarmannaráð og þing sam- þykki ályktanir um kröfur eða stefiiu í samningunum en gæta her þess að allsherjarskoðanakönnun eða vinnustaða- og félagsfundir hafi sem minnst að segja. Þar næst er að taka vel eftir því hvað atvinnu- rekendur og ríkisvald segja atvinnu- vegina þola mikil útgjöld. Og samsinna því að auðvitað megi telja eðlilegt að útgjöldin verði ekki tekin af langtíma hagnaði atvinnurek- enda, heldur aðeins af aukagetunni, sem komið hefur til vegna góðæris og nýrra tekna atvinnurekendanna. Enda valdi óábyrg kröfugerð verð- bólgu svo um munar því að sjálf- sögðu ættu fyrirtækin rétt á verulegum verðhækkunum ef ganga ætti á annað fé þeirra - fyrir nú utan hve óréttlátt það væri að krefjast þess að atvinnurekendur (um 22.000 skattgreiðendur) skerði kaupmátt sinn í nokkur ár. Allir vita nefnilega að launamenn hafa ekki þurft að þola nema 30-40% skerðingu í nokk- ur ár og verulegt kaupmáttarstökk er í vændum. Allra síst má skerða „Allir vita nefnilega að launamenn hafa ekki þurff að þola nema 30-40% skerðingu i nokkur ár og verulegt kaupmáttarstökk er i vændum. Allra síst má skerða hlut þeirra 8000 atvinnurekenda sem geta ekki einu sinni borg- að tekjuskatt vegna litilla tekna.“ kauptalan situr efet eins og myglað jarðarber á loftkenndu frómasi. Ársnotkun mjólkur En sýningunni er ekki lokið. Nú lýsir VSÍ því hve langt at- vinnurekendur hafi teygt sig með því að auka útgjöldin um 2-3,5% (eftir því hvemig reiknað er). Og KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur „ASÍ og VSÍ hafa nú náð þeim áfanga að enn stærri hluti launafólks en áður tekur grunnlaun langt undir framfærslumörk- um. hlut þeirra 8000 atvinnurekenda sem geta ekki einu sinni borgað tekju- skatt vegna lítilla tekna. Nei - þetta er verkalýðsbar- átta Þegar hér er komið sögu er best að skella skollaeyrum við almennum kröfum (sem sjást helst í fjölmiðlum) um að lágmarkslaun verði 35.000 kr. Um þær gjamma jú aðeins nokkrir einstaklingar úti í bæ - ekki í ábyrg- um stjómum og nefhdum. Enda óheyrt að menn lifi af 8 st. dagvinnu- tekjum - hvílíkir öfgar! Svo er að finna vegið meðaltal af lægstu launum og ýtrustu öfgum - eða 26.500 kr. á mánuði - á ströngum fundum með atvinnurekendum sem helst vilja vera 2-3 þúsundum króna undir markinu. Meðfram er rétt að hefja upp „sígildu" raustina og kyrja rímuna um þá „verst settu“. Nú geta þeir „illa settu“ bara beðið einu sinni með sína 2/3 af framfærslukostnaði einstaklings eftir 10-20 ára starf. Svo má skrifa undir. Það neitar þvi enginn að ýmis at> riði til ávinnings fylgja með. En VSÍ játar trú á svo sem eins og 8% verðbólguspá. ASl lýsir yfir merkum áfangasigri og vísru- til 30% hækkunar á samn- ingstímanum til handa botntaxta- fólkinu. Til að róa þá sem eru næstir nýja láglaunamarkinu, og fá sem nær ekkert, bæta ASÍ-foringjarhir hækkun á launum nú 1. des. (og til- heyra allt öðrum samningum) við hækkanir er síðar koma og fá út tæpa 10% hækkun frá 1. des. til loka samningstímabilsins. Og fisk- vinnslufólkið, hvers vanda átti að leysa, situr uppi með tilfærslur milli fastakaups og bónussins - sem minnkar ef til vill virmuálag - en færir því ekki nægar kjarabætur. Gætið að því, gott fólk, að mesta hækkun launa jafngildir allri mjólk- umotkun fremur stórs heimilis, eða símagjöldum mánaðarins ásamt með einum digrum helgarinnkaupum. Um svona hluti er hægt að semja á íslandi í dag. Svona samningsatriði kallast „stórmerkur áfangi". Svo ekki sé nú minnst á 500-króna hækkanimar sem koma á næsta ári og kallast skiptimynd í munni stálpaðra skólakrakka. Ónýt hugmyndafræði ASÍ og VSÍ hafa nú náð þeim áfanga að enn stærri hluti launa- fólks en áður tekur grunnlaun langt undir framfærslumörkum. Þótt hluti fólks hafi stigið upp úr svi- virðulaunum breikkar enn bilið milli þorra launafólks og síhækkandi framfærslukostnaðar. Allir vita að framfærsluvísitalan mælir ekki raunverulega greiðslubyrði vegna þess að sumir þættir hennar eru of lágir en aðrir breytast hratt vegna nýrra neysluvenja og húsnæðisok- urs. VSÍ hefur náð þeim áfanga að kjarasamningar eru miðaðir við hagfræði atvinnurekenda - vegna þess að hún er um leið löngu orðin hagfræði ASÍ og sósíaldemókrata. Kjarabaráttan takmarkast við að deila út hluta af nýjum viðbótum við tekjur atvinnurekenda. Hún miðast við aukna framleiðni fólks. Það hef- ur tekið ASl nokkra áratugi að aðlaga sig þessari hugmyndafræði. Hún er löngu orðin meðvituð og „rétt“. Svo „rétt“ að formælendur hennar halda í einlægni að hún sé undirstaða velferðarríkis til fram- búðar. Vinnandi fólk á betra skilið. Ari Trausti Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.