Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 25
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
25
Menning
I sagna-
sjó
Helga Halldórsdóttr frá Dagverðará:
ÖLL ERUM VIÐ MENN
Útgefandi Skuggsjá 1986.
Ein þeirra mörgu minningabóka
sem komið hafa út núna fyrir jólin
gengur undir naihinu ÖU erum við
menn, og höfundurinn er rúmlega
áttræð kona, Helga Halldórsdóttir
írá Dagverðará á Snæfellsnesi, systir
Þórðar sem sagði svo hressilega írá
mannlegri náttúru þar á nesinu und-
ir handarjaðri Lofts Guðmundssonar
fyrir allmörgum árum.
En ellimerkin eru ekki áberandi
hjá þessari öldnu konu, nema helst
þau að hún lætur móðan mása. En
hún er svo stórfróð sögukona og
stálminnug að fengur er að flestu
sem hún lætur þama á blað. En þó
er örlæti hennar á sögumar í mesta
lagi.
En Helga frá Dagverðará er af-
bragðssögukona að málfæri og
skýrleik. Hér em ekki aðeins mirrn-
ingar hennar sjálfrar raktar, heldur
gerir hún sér lítið fyrir og endurseg-
ir sögur foreldra, afa og ömmu og
ýmissa jafnaldra þeirra frá öldinni
sem leið. Hún setur meira að segja
ömmusögumar á svið með orða-
skiptum og lýsingum eins og hún
hefði verið sjálf nærstödd.
Minningar tveggja alda
Margar þessara sagna hefur hún
numið af vörum eldra fólks bam að
aldri og telur sig muna þær svo vel
að ekki haggist. Minni Helgu er
vafalaust frábært, en varla trúi ég
öðm en margt hafi hún ort upp eða
lagað svolítið í hendi, þótt kjarni og
tilefni sé oftast rétt.
Af þessu leiðir, að þetta em minn-
ingar þriggja eða fjögurra kynslóða
og tveggja alda að minnsta kosti, og
ég man ekki eftir annarri minninga-
bók í svipinn þar sem höfundur
færist slíkt í fang og rekur minning-
ar með sama sniði og sínar eigin um
tveggja alda skeið.
Þama koma við sögu frægir föm-
menn og skáld frá öldinni sem leið,
og höfúndur lýsir fundum við þá
jafh-náið eftir móður sinni eða öðr-
um skyldmennum og hún hefði sjálf
setið andspænis þeim. Nefria má
kempumar Guðmund dúllara,
Leimlækjar-Fúsa, Sigurð Breiðfjörð,
Símon Dalaskáld og Ásgrím Hellna-
prest.
Snoturlega hagmælt
Tímaskilin milli þessara og fleiri
manna frá síðustu öld og þeirra sem
Helga kynntist sjálf og hefúr margt
að segja af, em óglögg vegna þess
að frásagnarhátturinn er svo líkur.
Þá em í þessum minnum ógrynni
skáldskapar frá fyrri tíð, þar á meðal
vísur og kvæði eftir Helgu sjálfa, og
fer ekki milli mála að hún hefúr
verið og er snoturlega hagmælt og
jafnvel mætti kalla hana vel skáld-
mælta.
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
Margar sögur em þama bráðvel
sagðar og færðar í stílinn með orð-
ræðum milli sögufólks, rétt eins og
þær hefðu gerst fyrir nokkrum árum,
þótt þær séu frá öldinni sem leið.
Nefiia má sem dæmi „Kaupavinna
móður minnar í Skagafirði", en sú
saga er svo nákvæmlega sögð í öllum
smáatriðum að furðu gegnir og orða-
skipti fólks óspart tíunduð með
gæsalöppum. Þó má kynlegt kalla,
að bærinn sem dvalið var á um
sumarið er ekki nefndur, þótt fjöldi
fólks þaðan úr sveit gangi ljóslifandi
með nöfiium í sögunni. Þetta vekur
grun um, að höfúndur vilji síður að
slóðin sé rakin á vettvang, og sagan
sé kannski eitthvað ýkt eða færð í
stíl. En þetta er líklega óþörf tor-
tryggni.
Með augu og eyru opin
Þama er sagt frá fjölda fólks með
mjög lýsandi hætti á þann veg að
láta atvik, tilsvör og viðbrögð, ekki
síst smáskrítin eða gamansöm, leiða
persónuna fram ljóslifandi, en þetta
verður einnig þjóðlífs- og þjóðhátta-
saga. Segja má að nær öll bókin sé
safn slíkra smáminna, oftast bráð-
skemmtilegra, sérstæðra og kími-
legra, jafnvel mörg á hverri þessara
400 blaðsíðna.
Bókin er þvi bráðskemmtileg af-
lestrar og fróðleg mjög um menn og
ÉG DREKK EKKI í DAG
Eg drekk
ekki i dag
/J Auðunn Blöndal
! v*"l SkAldsafla. roynsiusaga
eftir Auðun Blöndal
Reynslusaga alkó-
hólista, skáldsgasem
aðgrunnitil byggist
ásönnumatburðum
úr lífi höfundar.
Þetta er mannbæt-
andi saga, holl lesn-
ing þeim, sem
Bakkus sækir að, og
spennandi saga af
ástum og ævintýrum.
Skjaldborg hf.
HÓLMGARÐI 34 - REYKJAVÍK - SÍMI 31599
aldarfar á heimaslóðum höfúndar.
Safn alþýðuvísnanna frá liðinni tið
er líka góð björgun úr glatkistunni,
því að margar þeirra munu ekki
vera annars staðar á prenti.
Helga frá Dagverðará hefur haft
augu og eyru opin á lífsleiðinni og
kann sannarlega orð að hneigja til
frásögu sinnar þegar hún rekur
gamimar úr minnistölvu sinni. Hví-
líkur sagnasnjór.
A.K.
REFSKA
eftir
'ristjánf]. Gunnarsso
Sönn fslendingabók—Ný Bandamannasaga
Refska er saga úr samtíðinni sem dulbúin er í gervi fornsögu og lýsir fornald-
arfólki í íslensku vandamálaþjóðfélagi.
I Refsku er m.a. fjallað um:
• Landshornagoða og smágoða.
• Eflingu byggðar í óbyggðum.
• Þjóðráð, bjargráð og snjallræði sem Óbyggðasjóður kostar.
• Uppreisn mósokkanna gegn karlrembusvínum.
• Kvennafund í Almannagjá.
• Goðorðsvöld Guðríðar Óspaksdóttur.
• Útburðbarna.
• Vistun gamalmenna í Kjarreyjarklaustri.
• Þjóðflokkinn Krýsa sem eru huldumenn í landinu.
• Kusa, foringja verkþræla, og Sólstöðusaminginn.
• Skipti á skíru silfri fyrir flotsilfur.
• Inngöngu allsherjargoðans í félag Bílduberga.
• Gorm konung gerska og guðinn Lenimax.
• Hróald helga í Hvítramannalandi og Nýja sáttmála.
• Drekabæli í Strympunesi.
• Almenna múrgoðafélagið og Höll múrgoða.
Margt fleira ber á góma í þessari sönnu lygisögu sem sögð er af íþrótt stílist-
ans og uppfull af gráglettinni fyndni. Bók sem talað verður um og allir þurfa að
lesa. Refska er sagan um refskuna í íslenskri samtíð.
Bökaúígöfa
/HENNING4RSJÓÐS
Skálholtsstíg 7, Reykjavík—Sími 621