Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 38
38
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
Iþróttir
Flóðgáttimar opnuð-
ust hjá Luton
- þegar Arsenal lagði hattaborgariiðið. 3-0
Lutonvömin hefur verið seig í vetur
og ekki fengið á sig nema 16 mörk þar
til á laugardaginn er Arsenal kom með
létta kennslusýningu. Þrjú mörk skor-
uðu Arsenalleikmennimir að lokum
eftir mikla baráttu. Steve Forster, hinn
stæðilegi miðvörður Luton, var frá
vegna inflúensu en þrátt fyrir það
hélt Lutonvömin út í 70 mínútur. Þá
gaf Perry Groves knöttinn fyrir mark-
ið og hinn hávaxni Niall Quinn
skoraði með kollspymu.
Eftir það var einungis spuming um
hve mörkin yrðu mörg. Tony Adams
skoraði annað markið á 81. mínútu.
Quinn skallaði knöttinn í slána og
Adams var fyrstur að átta sig og nikk-
aði boltanum í markið með höfðinu.
Þegar hér var komið sögu var
Charlie Nicholas kominn inn á völlinn
og var fagnað gífúrlega á Highbuiy.
Hann lagði upp þriðja markið sem
Martin Hayes skoraði mínútu fyrir
leikslok. Hans 12. mark í vetur. Arse-
nal er greinilega ekki í jólaskapi og
gefur því ekki stig til annarra félaga
sem þess þurfa heldur. Arsenal hefur
ekki tapað 15 leikjum í röð. George
Grahcim, framkvæmdastjóri Arsenal,
sagði fyrr í haust að Arsenalliðið væri
ekki nógu sterkt til að vinna deildina
en síðan þá hefur liðið fengið 32 stig
af mögulegum 36. -ej
• Kampavíns-Kalli lék með Arsenal.
Chelsea hefur ekki
sigrað í níu leikjum
- Tottenham vann öruggan sigur, 2-0, á Brúnni
Nú er forysta Arsenal í ensku
Todaydeildinni komin í fimm stig því
á meðan Arsenal vann Luton, 3-0, þá
gerðu Nottingham Forest og Liverpool
jafntefli, 0-0. Tottenham sigur upp
töfluna og sigraði Chelsea, 2-0, á úti-
velli en það þýðir að Chelsea hefúr
ekki sigrað í síðustu níu deildarleikj-
um sínum. í 2. deildinni sigraði
Portsmouth Bamsley, 2-1, og er það
12. heimasigur Portsmouth í röð.
Reyndar þurfti hjálp dómarans til.
Gibson sá um Leicester
Colin Gibson, sem Manchester Un-
ited keypti frá Aston Villa í fyrravetur,
hefúr ekki komist í liðið siðan í ágúst
Úrslit
1. deild:
Arsenal - Luton..............3-0
Charlton - Liverpool........0-0
Chelsea - Tottenham.........0-2
Coventry-Manch. City........2-2
Everton - Wimbledon.........3-0
Manch.Utd. -Leicester.......2-0
Nott.For.-Southampton.......0-0
Oxford - Aston V............1-2
Sheff. Wed-Newcastle........2-0
Watford Norwich ............1-1
West Ham - Q.P.R............1-1
2. deild:
Birmingham- Sheff. Utd......2-1
Brighton - Shrewsbury.......3-0
Derby - Grimsby.............4-0
Huddersfield - Crystal P....1-2
Hull-Millwall...............fr.
fpswich - Plymouth..........3-0
Oldham - Bradford...........2-1
Portsmouth - Bamsley........2-1
Stoke-Leeds.................7-2
Sunderland - Blackbum...........
W.B.A. - Reading............1-2
3. deild:
Bournemouth - Blaekpool.....fr.
Brentford - Middlesbrough....0-1
Bristol C,- Bolton..........4-1
Bury-Walsall................4-0
Carlisle-Notts. C...........0-2
Chester-Chesterfield........1-1
Darlington - Port Vale......3-2
Doncaster-Swindon...........2-2
Gillingham - Bristol Rov....4-1
Mansfield-Wigan.............1-5
Newport-Rotherham...........1-2
York - Fulham...............1-1
4. deild:
Aldershot - Crewe...........1-0
Bumley - Cardiff............1-3
Cambridge- Rochdale.........1-0
Halifax - Hereford ..........2-i
Northampton-Lincoln.........3-1
Preston - Orient............1-0
Scunthorpe-Exeter...........3-1
Stockport-Wrexham...........2-1
Swansea - Colchester........1-2
Tranmere - Hartlepool........fr
Torquay - Peterborough.......fr
Wolves-Southend.............1-2
en endurkoma hans í Manchester
United-liðið á laugardaginn gegn
Leicester var ánægjuleg fyrir hann.
Strax á 11. mínútu skoraði hann mark
beint úr aukaspymu. Fram að þeim
tíma hafði Manchester United átt all-
an leikinn og meðal annars íjöldann
allan af homspymum. Þrátt fyrir
mikla yfirburði gekk ekkert né rak
þar til gamla hetjan Fran Gtapleton
kom inn á í síðari hálfleik. Hann skor-
aði mark strax en þá hafði hann ekki
verið á leikvellinum nema eina mín-
útu. Colin Gibson gaf knöttinn á
Stapleton sem skoraði með kollspymu.
Leicester á í erfiðleikum með að sigra
á Old Trafford og hefur liðið ekki náð
þeim árangri í tuttugu ár.
Markahæsta liðið
náði ekki að skora
Nottingham Forest, sem hefur skor-
að flest mörk í i. deildinni ensku, má
þakka fyrir 0-0 jafntefli gegn Sout-
hampton. Vissulega varði Peter Shil-
ton, markvörður Southampton, vel og
þrisvar sinnum úr dauðafærum en við
hinn enda vallarins, við mark Notting-
ham Forest, var einnig fjör. Danny
Wallace komst einn gegn markverðin-
um tvisvar sinnum en mistókst í bæði
skiptin að skora. Einnig var vel varið
frá Colin Claker, markaskoraranum
mikla hjá Southampton. Southampton
vömin hefúr verið ákaflega lek í vetur
og fengið á sig 39 mörk í 19 leikjum
en nú var það 0-0 jafntefli.
•Charlton og Liverpool gerðu
markalaust jafntefli á heimavelli
Charlton, Shelhurst Park. Liverpool
var án margra snjallra leikmanna sem
vom meiddir. Liðið komst afdrei al-
mennilega í gang og hefði ekki getað
kvartað þó svo að Charlton hefði unn-
ið. Charlton fékk fjöldann allan af
tækifærum til að skora á fyrstu tutt-
ugu mínútunum en ekkert gekk upp.
Þrjú skot vom varin á línu frá þeim
og einnig fóm skot í slá og stöng. Li-
verpool átti einnig tækifæri. Rush
komst þrisvar í góð færi en náði ekki
að nýta þau.
Clive Allen óstöðvandi
Það er ótrúlegt hve Clive Allen hef-
ur gengið vel að skora í vetur fyrir
Tottenham. Hann skoraði bæði mörk-
in gegn Chelsea og hefúr þá alls skorað
25 mörk í vetur. Fyrra markið skoraði
hann á 23. mínútu eftir sendingu frá
Hoddle. Sfðara markið skoraði Allen
á 60. mínútu eftir skemmtilegan leik
milli Hoddle og Waddle sem gaf á
Allen sem skoraði. Chelsealiðið lagði
mikið á sig í þessum leik en heilladís-
imar vom ekki með liðinu. Ekki er
ólíklegt að þetta sé síðasti leikur harð-
jaxlsins Graham Roberts fyrir Totten-
ham því hann á í samningaviðræðum
við Glasgow Rangers. Þar ræður ríkj-
um annar harðjaxl, Graham Souness.
Gaman væri að sjá æfingar liðsins.
Everton náði Wimbledon
niður á jörðina
Loksins eftir þrjá sigra í röð hitti
Wimbledon ofjari sinn. Everton sigr-
aði liðið, 3-0. Adrian Heath átti þátt
í öllum þremur mörkunum. Trevor
Steven skoraði fyrsta markið á 25.
mínútu eftir skemmtilegan leik og
sendingu frá Adrian Heath. Kevin
Sheedy skoraði annað markið eftir að
Heath hafði skotið i slána og Heat
Tskoraði sjálfúr síðasta markið á 58.
mínútu. Wimbledon átti nokkrar
ágætar sóknir og til dæmis var varið
skot frá Dennis Wise á línu. Peter
Reid, gamla kempan hjá Everton, kom
inn á völlinn sem varamaður en hann
hefúr ekki spilað alvöruleik síðan í
fyrravetur.
• Oxford og Aston Villa skildu jöfn,
2-2. Villa tók forystuna tvisvar en
Oxford jafnaði. Gary Thompson tók
forystuna fyrir Villa á 7. mínútu en
Gary Biggs jafnaði á þeirri 20. Mark
Walters skoraði fyrir Villa strax í upp-
hafi síðari hálfleiks en John Aldridge
jafnaði úr vítaspymu undir lok leiks-
ins.
• West Ham og Q.P.R. skildu jöfn,
1-t: Bæði mörkin vom skomð úr víta-
spymum, hvort í sínum hálfleik. Tony
Cottee skoraði fyrir West Ham í fyrri
hálfleik en Terry Fenwick fyrir Q.P.R.
í þeim síðari.
• Colin Gibson skoraði fyrir United.
•Clive Allen er hreint óstöðvandi.
Dómarinn hjálpaði Portsmouth
Portsmouth vann sinn 12. heimaleik
í röð er Bamsley var lagt, 2-1. Reynd-
ar var Bamsley yfir mestallan leikinn
því Willy Ferris tók forystuna i fyrri
hálfleik. Mike Quinn jafnaði í síðari
hálfleik og undir lok leiksins skoraði
Kevin Dillon sigurmarkið úr vita-
spymu. Leikmenn jafnt og áhorfendur
vom sammála um að ekki hefði verið
um vítaspymu að ræða.
• Huddersfield er fast við botninn
eftir 1-2 tap fyrir Crystal Palace.
Reyndar tók Duncan Shearer foryst-
una fyrir Huddersfield en Mark Bright
skoraði bæði mörk Crystal Palace.
-ej
•Peter Shilton varði eins og ber-
serkur gegn sínu gamla félagi.
1. deild
Arsenal 20 12 5 3 34-10 41
Nott. For. 20 11 3 6 42-27 36
Liverpool 20 10 5 5 39-22 35
Everton 20 10 5 5 34-19 35
Sheff Wed. 20 8 8 4 36-29 32
Tottenham 20 9 5 6 28-23 32
Luton 20 9 5 6 22-19 32
West Ham 20 8 7 5 31-32 31
Norwich 20 8 7 5 28-30 31
Coventry 19 8 6 5 19-16 30
Wimbledon 20 9 1 10 26-25 28
Watford 20 7 5 8 35-28 26
Oxford 20 6 7 7 24-34 25
Southampton 19 7 3 9 34-39 24
Man. Utd 20 5 7 8 25-25 22
QPR 20 5 6 9 19-26 21
Newcastle 20 5 6 9 23-31 21
Leicester 20 5 5 10 22-32 20
Charlton 20 5 5 10 19-30 20
Aston Villa 20 5 5 10 27-43 20
Man. City 20 4 7 9 21-28 19
Chelsea 20 3 7 10 19-39 16
2. deild
Oldham 19 12 4 3 33-17 40
Portsmouth 20 11 6 3 25-13 39
Derby 20 11 4 5 29-18 37
Ipswich 20 9 7 4 35-24 34
Plymouth 20 9 7 4 30-25 34
WBA 20 9 4 7 29-22 31
Leeds 20 9 3 8 27-27 30
Sheff. Utd 20 7 7 6 25-23 28
Crystal Palace 20 9 1 10 29-34 28
Stoke 20 8 3 9 29-23 27
Birmingham 20 7 6 7 27-27 27
Sunderland 20 6 8 6 25-26 26
Grimbsy 20 6 8 6 19-22 26
Millwaíl 19 7 4 8 24-20 25
Brighton 20 6 6 8 22-24 24
Shrewsbury 20 7 3 10 19-26 24
Hull 19 7 3 9 19-32 24
Reading 19 6 4 9 28-33 22
Bradford 19 5 4 10 27-35 19
Barnsley 19 3 7 9 15-22 16
Blackburn 18 4 4 10 16-25 16
Huddersfield 18 4 3 11 19-33 15