Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Qupperneq 58
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Itys a live - in World - Ýmsir Hjálpum þeim Heróín er fíkniefhi sem íslendingar þekkja lítið nema af afspum, enn sem komið er að minnsta kosti. Vonandi að svo verði áfram. Bresk samtök sem berjast gegn heró- íni, 'rhe Anti-Heroin project, fengu á þessu ári fjölda tónlistarmanna til liðs við málstaðinn. Gefin var út tvöföld plata sem inniheldur lög um 30 flytj- enda. f þeirra hópi eru því miður ekki Eric Clapton eða Boy George, sem báðir gætu miðlað af slæmri reynslu sinni. Lögin á plötunni eru misgömul, þau elstu frá 1983. Gæði þeirra eru upp og niður, eiginlega jafhmisjöfn og lög- in eru mörg. Oftast helgar tilgangur- inn þó ekki meðalið. Eitt lag plötimnar segir í rauninm alla söguna. Það er Heroin með New model army. Lagið er kröftugt, hrátt og yfirbragðið er kaldranalegt. Text- inn er svo sprautan í æð hlustandans. Þetta er það sem málið snýst um. Þetta er heróín. Fleiri gullkom leynast á plötunum. Lag Elvis Costello, The end of the Rainbow, er úrvals lagasmíð og Costello syngur það á sinn heillandi hátt. Einnig er vert að hrósa laginu Head full of shadow með Level 42, sem kalla sig raunar Boon í þessu tilviki. Af eldri lögum á plötunni skarar þriggja ára gamalt lag Chris Rea af plötunni Watersign fram úr. Vandað- ur textinn fellur nákvæmlega að fallegri melódíunni. Söngur Rea er að auki einstaklega persónulegur. Lag Eurythmics af Touch plötunni, Aqua, passar einnig vel inn í heildarmynd- ina. Sömu sögu má segja um Vince Clarke lagið Never never sem Feargal Sharkey syngur. Öðrum flytjendum tekst misvel upp. Paul McCartney syngur nýtt lag eftir sjálfan sig, Simple as that. Hann hefur oft gert betur. Þáttur bítlavinar hans, Ringo Starr, er enn misheppnaðri. Við undirspil límkassa hvetur gamli sým- hítillinn ungdóminn til að lifa lífinu án vímuefna. Honum ferst. Niðurlags- orð hans em einkar ósmekkleg þar sem hann sendir John heitnum Lenn- on tóninn. Framlag Whammaranna Georgs og vinar er í sama gæða- flokki. Maður getur hreinlega grátið af leiðindum. Að þessu frátöldu er þetta framlag tónlistarmannanna virðingarvert. Þetta em eigulegar plötur. Hjálpum þeim í baráttunni gegn heróíninu. -ÞJV Herbert Guðmundsson - Time Flies Lætur ekki deigan síga Síðan Herbert Guðmundsson kom fram á sjónarsviðið eftir áralangt hlé með vestfirsku hljómsveitinni Kan fyrir rúmum tveimur árum, hefúr hann fyrir utan plötumar með Kan gefið út þijár sólóplötur, Dawn Of The Human Revolution, fjögurra laga plötr una Transmit og nú síðast Time Flies sem kom út fyrir stuttu. Það er sem sagt kraftur í Herbert og hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir valt gengi plötuútgefenda á síð- ustu árum. Dawn Of The Human ' Revolution var vel heppnuð plata og má segja að Herbert hafi slegið i gegn með henni, sérstaklega var það Can’T Walk Away sem fólk hreifst af og fór það lag á topp vinsældalista hérlendis. Transmit var eins konar millibils- ástand og gaf tóninn Um það sem koma skyldi. Þar var kominn til liðs við hann Steingrímur Einarsson sem samdi lögin með honum og var pottur- inn og pannan í hljóðfæraleiknum. Það þarf því ekki að undra að Time Flies er nokkuð frábrugðin Dawn Of The Human Revolution hvort sem það er til góðs eða ekki. Takturinn er mun sterkari og þótt platan sé í heild létt- rokkuð þá er tónlistin á Time Flies ágæt danstónlist. Eins og á fyrri plötum Herberts eru lögin melódisk og auðlærð þeim sem á hlustar. Herbert og Steingrímur eru höfundar. Einnig kemur mikið við sögu í lagagerðinni Magnús Hávarð- arson. Nokkuð eru þau misjöfn að gæðum. Þau bestu eru léttrokkuð lög sem ættu að geta orðið vinsæl, alla- vega á dansstöðum borgarinnar, lög eins og Time Flies og Hold On, þótt ekki nái þau að vera eins grípandi og Can’t Walk Away. Samt er það svo að besta lag plötunnar að mati undir- ritaðs er eina lagið sem ekki er nýtt Wont’t Forget sem hefúr hér fengið andlitslyftingu og aldrei verið betra. Stórgott lag og þar nýtir Herbert rödd sína best. Herbert nýtur aðstoðar góðra manna, má nefha að Magnús Þór og Jóhann Helgason aðstoða hann við sönginn. Við hljóðfærin koma við sögu NÝJAR PLÖTUR meðal annarra Ásgeir Óskarsson, Þor- steinn Magnússon, Einar Bragi, Jakob Magnússon og Skúli Sverrisson svo einhveijir séu nefndir, enda er hljóð- færaleikur allur ágætur. Time Flies er dæmigerð þróun tón- listarmanns. Herbert breytir til frá Dawn Of The Human Revolution. Þótt ekki standi hún jafnfætis þeirri plötu þá stendur hún vel fyrir sínu sem léttrokkuð plata og eiga lög af henni vafalaust eftir að heyrast í náinni framtíð. HK Sniglabandið - Fjöllin falla í hauga Kemur á óvart Þessi plata kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þeir voru ekki margir sem höfðu heyrt minnst á Sniglabandið en fleiri könnuðust við þau samtök sem Sniglabandið er sprottið upp úr, Bifhjólasamtök lýðveldisins. En hér er Sniglabandið sem sagt komið á plast og kemur skemmti- lega á óvart. Þetta eru engir viðvaningar heldur virðast þeir vera jafnvígir á hljóðfæri og mót> orhjól. Lögin á plötunni eru tvö, annað stórgóð útsetning á gamla ára- mótabragnum Álfadans, hitt eftir Sniglana sjálfa, 750 cc blús. Tónlistin er nokkuð hrá og kröft- ug og svipað og í dæminu með Rauða fleti eru bassi og tromma mest áberandi hljóðfærin. Sniglabandið sómir sér vel á plasti og þó svo ég þykist vita að þessir strákar séu meira að þessu sér til gamans held ég að þeir megi alveg íhuga tónlistarmál Bifhjóla- samtakanna í fúllri alvöru. -SþS- Rauðir fletir - Ljónaskógar Efnilegir fletir Hún er ekki stórkostleg gróskan í íslenskri popptónlist þessa dag- ana, fáar nýjar hljómsveitir hafa komið fram á sjónarsviðið á þessu ári til að mynda. Rauðir fletir er ein þessara fáu og er vert að bjóða hana sérstak- lega velkomna því hér er bráðefni- leg hljómsveit á ferðinni. Á þessari fyrstu plötu Rauðra flata eru fjögur lög, öll eftir liðs- menn hljómsveitarinnar en þar á þó söngvarinn Davíð Traustason stærstan hlut. Lögin eru skemmtileg blanda af frekar hráu rokki þar sem kröftug- ur bassa- og trommuleikur liggur til grundvallar. Það er ljóst að hljómsveitin Grafík er stór áhrifa- valdur á tónsmíðar Rauðra flata og þá er sándið á plötunni mjög Grafíkurlegt. Engu að síður finnst mér að Rauðir fletir nái að setja sinn blæ á þessi áhrif, þannig að hljómsveitin nýtir þau frekar sem stuðning en sem eftiröpun. Hljóðfæraleikur á plötunni er stórgóður og merkilegt hvað þessir strákar eru búnir að ná miklu valdi á sínum hljóðfærum. Söngurinn er líka góður, kröftugur og öruggur. Ég held að það sé óhætt að spá Rauðum flötum bjartri framtíð, ef strákunum tekst að halda hóp- inn. -SþS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.