Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Fréttir______________________________________________________________________________pv Fjórir fá fangelsisdóm vegna „kaffibaunamálsins": HJalti Pálsson dæmdur í 12 mánaða fangelsi - Eriendur Einarsson sýknaður af öllum ákærum Dómur í „kaffibaunamálinu" svo- kallaða var upp kveðinn í Sakadómi Reykjavíkur í gær og er helsta niður- staða dómsins sú að Erlendur Einars- son, fyrrum forstjóri SfS, var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, Hjalti Páls- son, framkvæmdastjóri innflutnings- deildar SÍS, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðs- bundna, Sigurður Ámi Sigurðsson, fyrrum forstöðumaður Lundúnaskrif- stofu SÍS, var dæmdur í 7 mánaða fangelsi skilorðsbundið, Gísli Theód- órsson, fyrrum forstöðumaður Lund- únaskrifstofunnar, var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi skilorðsbundið og Amór Valgeirsson deildarstjóri var dæmdur í 2ja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjársvik, skjalafals og gjaldeyr- isbrot Krafa ákæmvaldsins í málinu var tvíþætt, annars vegar fyrir fjársvik og hins vegar fyrir skjalafals og gjaldeyri- slagabrot. Varðandi íjársvákaþátt ákærunnar kemur fram í dómnum að SÍS hafi annast innflutning á hrákaffi fyrir Kaffibrennslu Akureyrar og hafi viðskiptin farið fram þannig að Kaffi- brennslan pantaði hrákaffi hjá inn- flutningsdeild SÍS sem síðan hafði samband við sknfstofu NAF í Kaup- mannahöfn vegna samninga NAF við IBC í nafrii samvinnufélaganna á Norðurlöndum. Skrifstofa NAF leitaði síðan tilboða í hrákaffikaup frá út- flytjendum í Brasilíu og komu síðan tilboðin til Kaffibrennslunnar fyrir milligöngu fóðurvömdeildar SÍS og tók þá Kaffibrennslan endanlega af- stöðu til tilboðanna á grundvelli upplýsinga frá fóðurvömdeild. Amór Valgeirsson til vinstri og Hjalti Pálsson takast í heldur fyrir utan dómssal i Sakadómi Reykjavíkur fyrir uppkvaðningu dómsins i gær. Mismunurinn til SIS Síðan útvegaði SlS íjármagn til þess að greiða fyrir kaffisendingamar og fór sú fyrirgreiðsla nær eingöngu fram fyrir milligöngu skrifstofu SÍS í Lon- don en forstöðumenn hennar vom þeir Gísli og síðan Sigurður Ámi og heyrði skrifstofan beint undir Erlend Einarsson. Árið 1979 varð offramboð á heims- markaði á hrákaffi og tóku þá að falla til afslættir sem fyrst gengu til Kaffi- brennslunnar en þá vom afslættimir ekki sérlega háir. En eftir að afslætt- imir fóm að hækka, síðla árs 1979, bárust Lundúnaskrifstofunni boð um það að framvegis skyldu berast tveir vörureikningar vegna hverrar send- ingar og skyldi tekið lán í banka í London fyrir lægri upphæðinni en hærri reikningurinn skyldi sendur til Landsbankans á Akureryri til inn- heimtu hjá Kaffibrennslunni. í raun rann mismunurinn á þessum tveimur vörureikningum, þeim sem SÍS greiddi fyrir kaffið og þeim sem Kaffibrennsl- an greiddi, til SÍS í Reykjavík. Einnig vom Kaffibrennslunni reiknaðir vext- ir af hærri upphæðinni enda þótt fjármögnunin í London væri í sam- ræmi við þá lægri sem var raunverð kaffisins í hvert sinn. Þá vom SÍS einnig reiknuð umboðslaun af hærri upphæðinni sem og Kaffibrennslan greiddi. Um umboðsviðskipti var að ræða I dómnum er komist að þeirri niður- stöðu að um umboðsviðskipti á milli aðila hefði verið að ræða þar sem Kaffibrennslan greiddi SÍS umboðs- laun og þar með hafi SÍS átt að gegna umboðsskyldum gagnvart Kaffi- brennslunni. Ekki er talið að eðli viðskiptanna hafi breyst við það að SÍS fjármagnaði kaffiviðskiptin, enda greiddi Kaffibrennsalan hrákaffið eftir reikningi frá seljendum í Brasilíu og víðar en ekki eftir reiknigi frá SÍS. Ekki telur dómurinn að að tengsl Kaffibrennslunnar og SÍS hafi leyst hið síðamefnda undan þeirri skyldu að uppfylla umboðssamninga þeirra á milli. Kaffibrennslunni bar afsláttur- inn Því er það mat dómsins að sannað sé að um hafi verið að ræða umboðs- viðskipti sem SÍS hafi innt af hendi fyrir Kaffibrennslu Akureyrar og fyrir það reiknaði SÍS sér umboðslaun. Ekki hafi SÍS fært þessi kaup í bækur sem innkaup og síðan sem beina sölu til Kaffibrennslunnar. Að framan- sögðu er það mat dómsins að Kaffi- brennslunni hafi borið allur afsláttur- inn og að notkun tveggja vörureikninga og sú leynd sem yfir viðskiptunum hvíldi sýni að þeim sem að viðskiptunum stóðu hafi verið ljóst að SÍS ætti ekki óskorað tilkall til afsláttarins. Því þyki sannað að fram- angreind háttsemi sé fjársvik og brot á 248. grein hegningarlaganna. Þó eru gerðar athugasemdir við nokkrar kaffisendingar þar sem ekki sé að finna nægilega greinargóð fylgi- skjöl með þeim og því er heildarupp- hæð fjársvika lækkuð og telst vera tæpar 4,4 milljónir Bandaríkjadala. Upphæð oftekinna vaxta er talin vera liðlega 206 þúsund Bandaríkjadalir. Ekki skjalafals Varðandi þann hluta ákærunnar, sem snýr að skjalafalsi og gjaldeyris- lagabrotum, segir að ljóst sé að notkun tveggja mismunandi reikninga fyrir sömu hrákaffikaupum sé talin fölsun og ennfremur notkun þeirra í blekk- ingarskyni í viðskiptum. Hins vegar sé ljóst að báðir reikningamir séu gefriir út af sama aðila og efrii þeirra ekki breytt síðar og af þeirri ástæðu kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hafna því að um skjala- fals hafi verið að ræða. Því beri að sýkna ákærðu af skjalafalsákærunni. Hins vegar telur dómurinn þá hátt- semi SIS að óska eftir hækkun vörureikninga vegna tveggja sendinga og notkun þeirra í blekkingarskyni sé brot á 158. grein hegningarlaganna. öm Clausen hrl. ræðir viö Gisla Theódórsson, fyrrum forstöðumann Lundúnaskrifstofu SÍS, en öm var verjandi Gísla i málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.