Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
3
Þá kemst dómurinn að þeirri niður-
stöðu að rangir reikningar hafi verið
lagðir íyrir gjaldeyrisyfirvöld og sé sú
ranga upplýsingagjöf talin brot á
gjaldeyrislögum en telja verði þó að
sök sé íymd.
Ósennileg fullyröing Erlends
Varðandi refsiábyrgð ákærða Er-
lends segir í dómnum að vegna stærðar
SÍS mætti álykta að einstök atriði í
daglegum rekstri SÍS hafi ekki verið
borin undir forstjóra. En þó þyki sú
fullyrðing Erlends afar ósennileg að
hann hafi ekki vitað hvemig að hrá-
kaífiinnflutningnum hafi verið staðið,
um tvöfalt kerfi vörureikninga og
þeim mikla afelætti sem gefinn var í
viðskiptunum og leynt var fyrir Kaffi-
brennslunni. Um, óvanalega aðferð
hafi verið að ræða og afslátturinn
óvenju mikill. Segist dómurinn verða
að telja að aðferðin við að halda afs-
lættinum leyndum hafi verið með þeim
hætti að hún hafi komið frá hærra
settum aðilum i fyrirtækinu en þeim
sem stóðu að framkvæmdinni, en yfir-
maður allra ákærðra, að Gísla
undanskildum, var ákærði Hjalti og
Erlendur síðan yfirmaður hans. Hins
vegar hafi enginn ákærðu borið óyggj-
andi vitni um bein eða óbein afskipti
Erlends við refsiverða framkvæmd
kaffiviðskiptanna.
í dómnum segir að Erlendur hafi
viðurkennt að hafa á árinu 1981 átt
hlut í því að greiða Dráttarvélum 120
milljónir gamalla króna af hagnaði
Lundúnaskrifstofunnar. Ekki hefði
Erlendur sagst hafa hugað að því sérs-
taklega hvemig hagnaðurinn var til
kominn. Segir dómurinn að ekki sé
hægt að sýna fram á að þessi fullyrð-
ing sé röng, en hún geti alls ekki talist
trúverðug þegar á það er litið um
hversu mikla fjárhæð hafi verið að
ræða.
Að ff amansögðu þykir dómnum ekki
alveg nægjanlegum stoðum skotið
undir lögfulla sönnun fyrir sök ákærða
Erlends og því verði hann að njóta
þess vafa og beri því að sýkna hann
af því sem honum er gefið að sök i
ákæru og refsivert er tali,ð.
Hjalti ábyrgur
Varðandi Hjalta Pálsson kemur það
ffarn í dómnum að hann hafi fylgst
með og tekið ákvarðanir vegna hrá-
kaffikaupanna og ffamkvæmd þeirra
og þar á meðal notkun vörureikning-
anna. Vegna stöðu hans sem yfirmað-
ur innflutningsdeildar og framburðar
vitna og nokkurra ákærðra telur dóm-
urinn sannað, þrátt fyrir neitun
Hjalta, að það hafi verið hann sem
átti hlut að því að leggja á ráðin um
það hvemig að viðskiptunum hafi ve-
rið staðið. Varðar það notkun tvenns
konar vörureikniga, launung á afs-
lætti og óhóflegar vaxtatökur. Því
teljist hann ábyrgur.
Refsiverð háttsemi Sigurðar
Árna
Vegna ákærða Sigurðar Ama Sig-
urðssonar er talið sannað að hann
hafi átt hlut í ffamangreindum fjár-
svika-, skjalafals- og gjaldeyrisbrotum
og telur dómurinn það ekki skipta
máli að hann hafi talið að SÍS bæri
afslátturinn, enda hefði honum ekki
átt að dyljast að um refsiverða hátt-
semi hlyti að vera að ræða. Er talið
að sök Sigurðar Ama snerti tvær
kaffisendingar.
Gísli og Árni sekir um hlutdeild
Um ákærða Gísla Theódórsson segir
að honum hefði ekki getað dulist að
um óeðlileg viðskipti hefði verið að
ræða en þrátt fyrir það hefði hann
ekki séð ástæðu til þess að ræða þessi
mál við yfirmenn sína, þá Erlend og
Hjalta. Hann reiknaði út vexti vegna
hærri vörureikninganna en ekki
hinna lægri og samkvæmt því verði
að telja að hann hafi gert sig sekan
um hlutdeild í fjársvikum og gjaldeyr-
isbrotum árin 1979 og 1980.
Hvað varðar ákærða Amór segir í
dómnum að hann hafi tekið við starfi
Sigurðar Áma í ársbyrjun 1981 en þá
hafi kerfi tvöfaldra vörureikninga ve-
rið í notkun ffá árinu 1979. Hann hafi
þó staðið að því að viðhalda kerfinu
áfram. Er Amór sakfelldur fyrir hlut-
deild í flársvika-, skjalafals- og gjald-
eyrislagabrotum.
Refsingar
Við ákvörðun refsinga ákærðu kem-
ur það ffam í dómnum að hþðsjón sé
höfð af því til þyngingar að ákærðu
hafi staðið saman að ólögmætri hátt>
semi sem leiddi til fjársvika sem skiptu
háum fjárhæðum og vom kerfisbundin
og stóðu yfir í rúm tvö ár. Ekki hefðu
svikin tekist nema með samvinnu nok-
kurra aðila. Þá verði að telja það
refsingu Hjalta til þyngingar að telja
verði sannað að hann hafi átt upptök-
in að þeirri háttsemi sem leiddi til
fjársvikanna og gjaldeyrislagabro-
tanna og það þeir ennfremur talið
Sigurði Ama til þyngingar að hann
hafi staðið að brotastarfseminni allan
tímann. Þá telst það öllum ákærðu til
mildunar að þeir hafi engan persónu-
legan ávinning haft af brotunum svo
vitað sé. Þá er það talið þeim Sigurði
Áma, Gísla og Amóri til mildunar að
þeir vom undirmenn sem tóku við fyr-
irskipunum hærra séttra aðila í fyrir-
tækinu.
Segir dómurinn að refsing Hjalta
þyki hæfilega ákveðin 12 mánaða
fangelsi, Sigurðar Áma 7 mánaða
fangelsi, Gísla 3ja mánaða fangelsi og
Amórs 2ja mánaða fangels. En vegna
ástæðna til mildunar ákveður dómur-
inn að skilorðsbinda refsingar Sigurð-
ar Ama, Gísla og Amórs, og Hjalta
að 9 mánuðum, og falli þær niður að
tveimur árum liðnum, haldi ákærðu
almennt skilorð 57. greinar almennra
hegningarlaga.
Loks ákvað dómurinn málsvamar-
laun hvers veijanda kr. 200.000 sem
ákærðu greiða þeim, utan Erlendur,
en málsvamarlaun hans greiðir ríkis-
sjóður. Annan sakarkostnað greiðir
ríkissjóður að einum fimmta hluta en
ákærðu afganginn, aðrir en Erlendur
Einarsson. -ój
Kaffibaunadómurinn:
Hjatti
áfvýjar
Hjalti Pálsson var sá eini sem
hefur ákveðið að áfrýja dórni sínum
vegna „kaffibaunamálsins“ til
Hæstaréttar, en aðrir tóku sér lög-
boðna fresti til ákvörðunar.
Við uppsögu dómsins vora þrír
ákærðu staddir, þeir Hjalti Pálsson,
Gísli Theódórsson og Amór Val-
geirsson, en Erlendur Einarsson og
Sigurður Ámi Sigurðsson vora er-
lendis. Verjandi Gísla sagði þó eftir
dómsuppkvaðninguna að hann
byggist fastlega við því að dóminum
yrði áfiýjað.
I samtali við DV í gær sagði Hall-
varður Einvarðsson ríkissaksóknari
að ákvörðim um áfiýjun af hálfu
ákæravaldsins yrði tekin á næst-
unni, en það yrði ekki gert fyrr en
dómur Sakadóms hefði verið skoð-
aður. Ekki gat Hallvarður sagt til
um hvenær ákvörðun yrði tekin.
-ój
Fréttir
„Engar myndir". Starfsmaður Sakadóms tilkynnir fulltrúum fjölmiðla að engar myndatökur séu leyfðar I réttarsalnum.
DV-myndir KAE
*
Þórskabarett í Þórscafé - lykillinn að ógleymanlegri kvöldstund.
Snyrtilegur klæðnaður - Aldurstakmark 20 ár
STflÐUR VflNDLATRfl
Fær Hemmi Gunn liðið
til að bylgjast um af
hlátri?
Ætli Ómar Ragnarsson
stikli um salinn og kitli
hláturtaugarnar?
Hvaða gestir lenda í
klónum á bandaríska
stórsöngvaranum
Tommy Hunt?
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Munið að panta borð tímanlega vegna mik-
illar aðsóknar. Borðapantanir í síma 23333
og 23335 mánudaga-föstudaga milli kl. 10.00
og 18.00 og laugardaga eftir kl. 14.00.
Skyldi Raggi Bjarna
enn vera með sömu
taktana?
Santos
sextettinn
leikur fyrir
dansi
Haldið þið að Þuríður
' Sigurðar syngi
kattadúettinn?
☆ ☆ ☆
r/19461 ■ 1986
☆ ☆
ÞÓRSKABARETT
Sýndur fÖStudagS-
og laugardagskvöld.
Islenska kabarett landsliðið er mætt til leiks í fjörug-
um og eldhressum Þórskabarett ásamt bandaríska
stórsöngvaranum Tommy Hunt.