Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. \ 15 Matthías misskilningur Almennt má segja að núverandi þingmenn Reyknesinga hafi reynst Suðumesjamönnum haldlitlir og næsta gagnslausir í erfiðleikum und- anfarinna ára. Þetta á ekki síst við í sjávarútvegi. Séu þeir þessari full- yrðingu ósammála væri þeim best að hysja upp um sig buxumar og gera opinberlega grein fyrir afrekum sínum undanfarin ár. Hræddur er ég um að afrekaskrá þeirra yrði fá- breytt og litlaus er vel væri skoðað. t „Sannleikanum verður hver sárreiðastur" í móðursýkislegum skrifum Matt- híasar Á. Mathiesen, 1. þingmanns Reyknesinga, í Morgunblaðinu nú nýverið kemur glöggt fram að hann þjáist af slæmri samvisku. Með skrif- um sínum reynir Matthías að svara ummælum Steingríms Hermanns- sonar sem birtust í Tímanum 30. janúar sl. Þar gagnrýnir forsætis- ráðherra réttilega aðgerðaleysi þingmanna Reykjaneskjördæmis til þess að leysa vandamál útgerðar á Suðurnesjum. í skrifum sínum nefnir Matthías ekki eitt einasta dæmi þess að hann með þingsetu sinni hafi orð- ið að hinu minnsta gagni fyrir Suðumesjamenn. Raunar kemur það Suðumesjamönnum ekkert á óvart því flestir vita að Matthíasi em málefni þeirra ókunn. Skrif utanrík- isráðherra einkennast fremur af ofsareiði en rökréttri hugsun, fremur af móðursýki en skynsemi. Matthías misskilningur í viðtali við Matthías Á. Mathie- sen í Víkurfréttum þann 31. júlí sl. er hann spurður um afrek sín og gjörðir á Suðumesjum. Glöggt kem- Kjallarmn Hilmar Þ. Hilmarsson blaðamaður ur fi-am að Matthías hefur lítinn skilning á málefnum Suðumesja. Hann treystir sér ekki til að nefna nein dæmi þess að hann hafi í einu eða neinu komið einhverju máleíni áleiðis á Suðumesjum. Hann getur í engu státað af því að hafa bjargað einu einasta útgerðarfyrirtæki á Suðumesjum frá einhverjum vanda eða orðið einhverju útgerðarfyrir- tæki að liði með einhverjum hætti. Almennt virðist maðurinn hafa átakanlega litla þekkingu á vanda- málum Suðumesjamanna. Þegar hann er spurður hveijar séu orsakir fyrir gifurlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins i síðustu sveit- arstjórnarkosningum í Keflavík og Njarðvík svarar hann að það hafi stafað að misskilningi kjósenda. Hann getur þó með engu móti sagt í hveiju sá misskilningur sé fólginn. Misskilningurfrá 1965 Matthías hefur verið þingmaður Reyknesinga ffá 1965. Sennilega hef- ur öll hans þingmennska einkennst af misskilningi. Auðvitað heldur Matthías að sá misskilningur sé' kjósenda en ekki hans sjálfs. Ég er nú þeirrar skoðunar að það hafi ver- ið mikill misskilningur að Matthías skyldi nokkm sinni verða þingmað- ur. Ratar Matthías til Suðurnesja Margir flokksbræður Matthíasar hafa sett fram efasemdir um að hann rati um Suðumes eða sé þess fullviss hvar Suðumes séu yfirleitt. Sjaldan sést hann á Suðumesjum nema rétt fyrir kosningar og er honum þá ekið þangað. Flokksbræður hans þora alls ekki að taka þá áhættu að láta hann stýra sjálfan, enda gæti maður- inn hæglega villst. Flestum ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund í hversu nánum tengslum slíkur maður er við atvinnulíf á Suðurnesj- um. Matthías verður að svara kjósendum Ég skora á Matthías að segja kjós- endum frá störfum sínum í því að bjarga útgerðarfyrirtækjum á Suð- umesjum. Það getur varla verið misskilningur að kjósendur eigi heimtingu á svari? „Framsóknaráratugur - viðreisnarstjórn“ Matthías er einn þeirra manna sem fallið hefur í þá gryíju að kenna svo- kölluðum Framsóknaráratug um ófarir í sjávarútvegi. Hann hefur í því sambandi vísað til mikillar verð- bólgu á þessum áratug. Sjálfur var hann fjármálaráðherra frá 1974-78, einmitt á þeim tíma sem verðbólga var hvað mest á umræddum áratug. Hann telur sig sjálfsagt enga ábyrgð bera á henni sem fjármálaráðherra frekar en málefnum Suðumesja sem þingmaður þeirra í meira en tvo ára- tugi. Framsóknaráratugurinn hófst í kjölfar þess mikla niðurrifsstarfs sem unnið var á „viðreisnaráratugnum". í lok „viðreisnar" ríkti algert öng- þveiti í íslenskum efhahagsmálum og fiskiskipafloti íslendinga var nán- ast ónýtur. Viðreisnarstjómin hafði auk þess sýnt fádæma roluskap í landhelgismálinu. Á svokölluðum Framsóknaráratug var efhahagslög- sagan færð úr 12 mílum í 200 mílur. Því hefði viðreisnarstjómin með amlóðaskap sínum undir forystu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks aldrei komið í verk. Enginn misskilningur Það var enginn misskilningur sem olli því að sjálfstæðismenn voru rassskelltir á Suðurnesjum í síðustu sveitarstjómarkosningum. Ef Matt- hías heldur enn að svo hafi verið væri honum best að skýra i hverju þessi misskilningur var fólginn. Ég tel víst að ráðherranum muni „vefj- ast nokkuð tunga um höfuð" við þá útskýringu. En kjósendum verður hann að svara. Með vinsemd og von um skjót við- brögð. Hilmar Þ. Hilmarsson „Margir flokksbræður Matthíasar hafa sett fram efasemdir um að hann rati um Suðurnes eða sé þess fullviss hvar Suður- nes séu yfirleitt.“ Jafnaðarstefna=frjálshyggja? í umræðu undanfarinna mánaða hafa andstæðingar Alþýðuflokksins oft líkt honum við svokallað stutt- buxnalið Sjálfstæðisflokksins, frjáls- hyggjuliðið. Þetta er að sjálfsögðu rangtúlkun eins og ég mun leitast við að skýra. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar gengur út frá því að markaðurinn ráði alfarið samskiptum manna, jafnt viðskiptum manna sem félags- KjaUajinn Magnús Guðmundsson bæjarfulltrúi, Seyðisfirði urinn litið svo á að atvinnulífið, bæði framleiðslugreinamar og þjón- usta henni tengd, dafni þá best þegar ríkið og aðrir opinberir aðilar láti af miðstjómartilburðum. M.ö.o. það sé affarasælast að láta fara saman fjármálalega ábyrgð og ákvörðunar- vald í fyrirtækjunum. Þetta er sama hugmyndafræðin og liggur að baki hugmyndum okkar um valddreif- ingu í opinbera kerfinu. I tilfærslu valds og verkefna frá ríki til sveitar- félaga og fylkja éf eða þegar þau verða að veruleika. Hvað varðar eignarform fyrirtækja kemur margt til greina. Þau geta verið í einka- eign, samvinnufyrirtæki eða opin- ber. Aðalatriðið er að miðstýring minnki og hverfi að lokum. Það er síðan eitt af höfuðverkefn- um ríkis og sveitarfélaga að sjá um að afraksturinn af atvinnulífinu, þjóðararðurinn, skiptist réttlátlega milli þegnanna - ekki síst að sjá til þess að félagsleg og menningarleg þjónusta standi öllum jafnt til reiðu, óháð efnahag, búsetu og uppmna. Þama skilur á milli feigs og ófeigs, milli stuttbuxnaliðsins og jafnaðar- manna. Við viljum ekki setja helgustu mannréttindi hvers ein- staklings út á „markaðinn". „Hvað varðar eignarform fyrirtækja kem- ur margt til greina. Þau geta verið í einkaeign, samvinnufyrirtæki eða opinber. Aðalatriðið er að miðstýringin minnki og hverfi að lokum.“ legri þjónustu. í sinni ýtmstu mynd gerir frjálshyggjan ráð fyrir því að fyrirbæri eins og heilbrigðisþjón- usta, menntakerfi og almannatrygg- ingar verði sett út á markaðinn. Þar geti einstaklingurinn keypt á mark- aðsverði þá þjónustu sem hann vill fá. Þetta gmndvallarsjónarmið er algerlega andstætt hugmyndafræði jafnaðarmanna og í hróplegu mis- ræmi við stefnu Alþýðuflokksins. Tilfærsla valds og verkefna Á hinn bóginn hefur Alþýðuflokk- Andhverfa velferðarríkis Fulltrúar óhefts markaðsbúskapar boða lögmál markaðárins í heil- brigðis-, mennta og félagskerfinu. Þessu höfrium við alfarið. Hvar vær- um við stödd ef t.d. foreldrar bama á dagvistarstofnunum ættu að standa alfarið undir rekstri þeirra? Ef gmnnskóla ætti að reka með skólagjöldum eingöngu? Venjulegt fólk væri þar utangarðs, háð styrkj- um og velvild efnamanna eða ríkj- andi valdamanna hveiju sinni. Þannig kerfi viljum við ekki. Það er andhverfa velferðarríkis jafnaðar- manna. Með opinberu mennta- og félagskerfi er að því stefnt að tryggja öllum einstaklingum möguleika á að þroska hæfileika sína óháð efna- hag. Þessi draumsýn er reyndar ekki vemleiki í dag en á að vera mark- miðið, leiðarljósið. Ekki fjarlægur draumur Að lokum, í fáum orðum sagt. Við viljum dreifa valdinu. Minnka mið- stýringu ríkisins á atvinnulífinu og sveitarfélögunum. Við viljum færa valdið út á vettvang atburðanna. Ríkið á að einbeita sér að umgerð samfélagsins, sjálfri þjóðfélagsgerð- inni. Sjá um að afrakstrinum sé réttlátlega skipt milli þegnanna. Búa svo um hnútana með löggjöfinni að velferðaríkið verði áþreifanlegt, vemlegt, en ekki fjarlægur draumur. Ég vona að enginn þurfi að velkj- ast í vafa um mismun jafnaðarstefnu og frjálshyggju. Enn kunna þó ein- hverjir að reyna að halda því fram að stefna Alþýðuflokksins sé í anda frjálshyggjunnar. Látum það ekki tmfla okkur. Stöndum saman, byggjimi betra land í anda jafnaðar- stefhunnar. Magnús Guðmundsson ,Hvar værum við stödd ef t.d. foreldrar barna á dagvistarstofnunum ættu að standa alfarið undir rekstri þeirra?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.