Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Spumingin Hvernig finnst þér ríkis- stjórnin hafa staðið sig? Ái ni Árnason ellilífeyrisþegi: Ekkert sérstaklega, hún hefði mátt standa sig mun betur. Ásta Hilmarsdóttir húsmóðir: Ég get ekki dæmt um það því ég hef ekkert fvlgst með því. Þorsteinn Guðmundsson, starfar hjá ísal: Bæði vel og illa. Það hefur ekki verið gert nógu mikið fyrir láglauna- fólkið. Það er alveg skammarlegt hvað það er enn mikið ósamræmi í launakerfinu. Magnús Guðmundsson, starfar í Hagkaup: Alveg ágætlega, þeir hafa alla vega staðið við flest sín Ioforð. Gísli Björnsson nemi: Ágætlega, en þá verðum við líka taka inn í dæmið að hún hefur haft mjög góð ytri skil- yrði til þess að láta leiða gott af sér, sbr. að halda verðbólgunni niðri. Þó finnst mér óneitanlega Hafskipsmál- ið og okurmálið setja sterkan og ljótan svip sinn á þetta tímabil en maður er orðinn ansi leiður á þessu ábyrgðarleysi ráðamanna. Guðmundur Finnsson verkstjóri: Vel og illa. Staðið sig vel hvað verð- bólguna varðar en því miður gegnir öðru máli um félagsmálin og lands- byggðarmálin hafa agjörlega verið látin mæta afgangi. Lesendur DV íslensk nóbelsverðlaun Getur leiðtogafundurinn komið viðvarandi gæðastimpli á land og þjóð með því að veita árleg verðlaun sem yrðu eftirsótt? Geir skrifar: Eftir að leiðtogafúndurinn (Reag- an og Gorbatsjov) var haldinn hér í Reykjavík spunnust um það miklar umræður og skrif hvemig við gætum nýtt best þá athygli sem land og þjóð fékk. Það virðist nú sem mesti dampur- inn sé farinn úr þessari umræðu. En þó er af og til einhver sem heldur áfram að íjalla um hugsanlega möguleika á frekari kynningu þess- um atburði samfara. Einhvers staðar las ég um hug- mynd, komna frá einhverjum sem hafði tengst þessum leiðtogafúndi hér, og var hann með hugmynd um að við íslendingar reyndum að við- halda eða öðlast einhvers konar gæðastimpil og tengdum hann al- þjóðlegum verðlaunum í nafni hússins sem fundurinn var haldinn í, Höfða. Hugmyndin var, að mig minnir, í því formi að þessi gæðastimpill gæti verið verðlaun, eins konar nóbels- verðlaun sem menn legðu sig fram um að fá. Þetta yrðu vegleg verð- laun, minnispeningur eða eitthvað ámóta ,og afhent einu sinni á ári og þá á þeim tíma sem fundurinn stóð hér eða utan háanna vegna ferða- manna. Þetta gæti reynst góð búbót til aukningar ferðamönnum hingað, svo og til að koma landinu í svið- setningu svo um munar einu sinni ár hvert er þessi verðlaun yrðu af- hent. Þessi hugmynd er áreiðanlega vel þess virði að henni sé gaumur gefinn og því fyrr því betra. Ef fram- kvæmdin verður dregin á langinn kemur að því að ekkert verður úr neinu og leiðtogafúndurinn verður grafinn í gleymsku áður en varir eða þangað til einhverjum þjóðhöfðingj- anum þóknast einhvem tíma að líta til Islands sem hugsanlegs fúndar- staðar. Er þetta ekki þess virði að hugsa nánar um það? Rás 2: Vantar Bama- dagbókina Jónína Pálsdóttir hringdi: Mig langar til að vita af hverju hætt var við að hafa Barnadagbókina á rás 2. Þessir þættir voru á morgnana og krakkamir höfðu alveg einstaklega gaman af þeim enda vom þetta sérlega líflegir þættir. Krakkamir vom mjög hrifnir af lagavalinu og einstökum frá- sögnum og svo gafst þeim einnig kostur á að gerast þátttakendur í þættinum með því að hringja. Skora ég á forráðamenn rásarinnar að halda þessum þáttum áfram þar sem það yrði bömunum til mikillar ánægju. Guðríður Haraldsdóttir var stjórnandi þessa vinsæla þáttar og stóð sig með prýði. RÚV Glotuð helgar- dagskrá Didda skrifar: mætti svona til tilbreytingar sýna. Mig langar að taka undir það sem ^efur Hrafn Gunnlaugsson verið V.H. skrifaði um daginn um lélega ®nn við að sýna myndir eftir sig helgardagskrá hjá ríkissjónvarpinu. sjálfan. Mér finnst helgardagskráin einu Góðir landsmenn, það erum við orði sagt alveg ömurleg, það em sem borgum afhotagjöldin fyrir hundleiðinlegar myndir sem eru þessa glötuðu dagskrá. Hvet ég ykk- annaðhvort svarthvítar frá 1955 eða ur láta álit vkkar í ljós og nýjar myndir sem enginn söguþráð- standa einu sinni saman því við ur er í. Maður skyldi ætla að það hljótum að eiga rétt á betri dagskrá. * væri nóg af góðum myndum sem Liðlegir bílstjórar Farþegi hringdi: Vegna greinar er birtist á lesenda- síðunni um skapillsku strætisvagna- bílstjóra á leið 13 viljum við hér 4 starfsfélagar taka það fram að við fömm alltaf með 13 í vinnuna og erum áðumefndri grein algjörlega ósamnuila. Okkur finnst strætis- vagnabílstjórarnir á þossum vagni alveg sérstáklega elskulegir og góðir bílstjórar og ekki hpfúm við orðið vör við neina skapvonsku hjá þess- um mönnum. Það er mikið álag á strætisvagna- bílstjómm og þá sérstaklega þeim er keyra 13 því vagninn er alltaf fúllur og jjeir eiga svona skítkast engan veginn skilið. Fólk ætti að skeyta skapi sínu á öðru en strætis- vagnabílstjórunum. Hrútspungar - ekki eistu Einar örn hringdi: í iesendasíðunni nýlega var bóndi sem vildi meina að hrútspungar væm rangmæli, réttara væri að segja hrútseistu. Ég er mjög hissa að bóndi skuli ekki vita meira en jjetta því eistun em súrsuð í pungunum og því er réttnefnið hnitspungar. Einnig er það eldgömul og föst hefð að kalla þetta hrútspunga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.