Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. 19 Tippað á tólf BBC eykur spennuna Það eykur spennuna að hlusta á BBC World Service á laugardögum. Islendingar ættu að ná stuttbylgj- unni vel ílesta daga. Frá því klukkan 15.00 til klukkan 18.00 er íjallað um knatíspymu af og til og sagt til um markaskorun. Yfirleitt er síðari hálf- leik spennandi leiks lýst beint frá klukkan 16.15 til leiksloka. Tipparar eru oft með alla leikina rétta allt undir lok leiksins en þá þarf ekki nema eina til tvær breytingar til að draumaborgin hrynji. Eins getur verið að mörk undir lok leiksins tryggi tólfuna. Um siðustu helgi breyttust til dæmis úrslit í leik Ox- ford og Everton tveimur mínútum fyrir lok leiksins er Everton jafnaði og oft hafa úrslit leikja ráðist með síðustu spymu leiksins. Úrslit leikja eru kynnt klukkan 16.55 og svo sögð „Classified re- sults“ það er að segja full úrslit klukkan 17.05. Hér er alltaf átt við vetrartímann, en sumartíminn hefst 29. mars næstkomandi og þá færist öll dagskrá fram um eina klukku- stund. Margir íþróttafréttamenn BBC hafa verið hjá stofnuninni lengi og íslendingar sem fylgjast með þess- um útsendingum á laugardögum kannast við Pathe Feeney sem stjómar yfirleitt útsendingunum og eins Alan Green, Peter Jones, Biyan Butler, Mike Ingham og Ron Jones. Þessir menn em álíka frægir í Bret- landi og Bjarni Fel. hér á landi. Þeir þekkja Bjama vel og nefna hann öðru hverju í þáttum sínum. AT0LF Umsjón: Eiríkur Jónsson > Q Mbl. Tíminn > «o *o !a Dagur Bylgjan z •3 tn S LEIKVIKA NR.: 27 Stoke Coventry X X X X 1 ^ 1 1 Tottenham Newcastle 1 1 1 1 1 1 1 Walsall Watford 2 2 2 2 2 2 2 Wigan Hull X 2 X 2 1 X 2 Aston Villa Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 Charlton Oxford 1 1 1 1 X 1 1 Chelsea Manchester Utd. ... 1 2 X X 1 2 1 Brighton Oldham 1 2 X 1 1 1 X Derby W.B.A 1 1 1 1 1 1 1 Huddersfield .. Portsmouth 2 2 2 2 X 1 2 Ipswich Birmingham 1 1 1 X 1 1 1 Reading Crystal Palace 1 X 1 X 1 2 1 Hve margir réttir eftir 26 leikvikur: 119 119 123 115 117 126 115 Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 28 10 3 1 33-9 Everton 6 3 5 20-14 54 27 9 4 0 22 -4 Arsenal 6 4 4 20-12 53 27 9 3 2 30 -12 Liverpool 6 3 4 19 -15 51 28 8 6 0 27 -10 Nottingham F 5 2 7 23 -24 47 27 10 3 1 18-7 Luton 3 4 6 13 -19 46 26 7 3 4 22 - 13 Tottenham 6 2 4 21 -16 44 27 7 6 1 22-16 Norwich 4 5 4 16 -21 44 28 9 2 3 22 -13 Coventry 2 5 7 9-19 40 27 7 3 4 19 13 Wimbledon 5 0 8 17 -22 39 27 6 2 5 24 -21 West Ham 4 6 4 17 -23 38 27 7 4 2 25 -11 Watford 3 3 8 20 -25 37 27 8 2 4 27 - 14 Manchester Utd 1 7 5 9-15 36 27 7 3 4 21-17 Queens Park Fi 3 3 7 8-16 36 28 6 7 1 27-15 Sheffield Wed 2 4 8 13 -29 35 28 6 5 3 23 -18 Oxford 2 4 8 8-28 33 28 5 3 6 19 -22 Chelsea 3 5 6 17 -26 32 27 6 2 5 23 -19 Southampton 2 2 10 18 -33 28 27 6 3 4 18-14 Manchester City 0 7 7 7-22 28 27 5 5 3 25 -17 Leicester 2 1 11 12 -32 27 28 3 5 6 15-16 Charlton 3 3 8 11 -23 26 27 5 3 5 16-19 Aston Villa 1 3 10 15 -37 24 27 4 3 6 19-22 Newcastle 1 4 9 9-26 22 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 27 12 2 0 24 -7 Portsmouth 4 5 4 11 -10 55 26 8 3 1 26-11 Derby 7 2 5 15 -14 50 27 8 4 2 20 -11 Oldham 6 2 5 22 -18 48 26 8 4 1 25-15 Plymouth 3 5 5 15-19 42 27 8 3 2 20 -6 Ipswich 3 5 6 23-25 41 27 9 2 2 27 -11 Stoke 3 3 8 15 -20 41 27 8 3 3 22 -11 Millwal! 3 3 7 9-17 39 27 6 7 1 23-16 Birmingham' 3 4 6 14 -18 38 27 8 4 2 24 -12 I.eeds 2 4 7 8 -21 38 27 7 2 5 22 -18 Crystal Palace 5 0 8 14 -25 38 27 7 3 4 23 -14 W.B.A 3 4 6 14-16 37 28 3 7 4 12-13 Grimsby 5 5 4 19-22 36 26 5 5 3 15-11 Sunderland 3 4 6 17 -21 33 27 5 6 2 19-14 Sheffield Utd 3 3 8 14 -22 33 27 9 1 4 17 -8 Shrewsbury 1 2 10 8-27 33 26 5 3 4 20 -16 Reading 3 3 8 17 -26 30 26 5 2 5 14-20 Hull 3 4 7 14 -26 30 26 5 2 6 16-16 Blackburn 2 6 5 8-15 29 25 6 2 4 22 -19 Huddersfield 2 3 8 10 -22 29 27 5 4 4 14-12 Brighton 2 3 9 11 -23 28 26 5 3 6 26 -25 Bradford 2 3 7 14 -22 27 26 3 5 5 13-16 Barnsley 3 4 6 13-17 27 Tottenhamleikmaðurinn Clive Allen er markahæstur i ensku deildunum og hefur skorað 33 mörk alls i deild- ar- og bikarleikjum. Réttur maður á réttum stað í vitateig andstæðing- anna. Vantaði krónu á hundraðið Úrslitin í ensku knattspvrnunni voru ekki óvænt um síðustu helgi. Einna helst að þrjú jafhtefli í röð rug- luðu tippara. Flest þau lið sem vom sigurstrangleg á heimavelli unnu og því áttu 10 tipparar ekki i erfiðleikum með að ná 12 leikjum réttum. Hver þeirra fékk 69.010 krónur. Öllu fleiri vom með 11 leiki rétta, eða alls 269 aðilar og fékk hver 1099 krónur. Það vantaði því eina krónu á hverja röð til að vinningurinn væri nákvæmlega ellefú hundmð krónur. Bikarkeppnin heillar 1 Stoke - Coventry X Miðlandaliðin Stoke og Coventry heyja baráttu um þátttöku í 6. umferð bikarkeppninnar. Stoke er í 4. sæti 2. deildar en Coventry ofarlega í 1. deild. Stoke tapaði ekki leik í þrjá mánuði eða £rá 15. nóvember til 14. febrúar er liðið var lagt, 4-1, af WBA. Coventry vann síðasta leik sinn en tapaði þremur síðustu leikjum sinum þar á undan. Jafntefli. 2 Tottenham - Newcastle 1 Tottenham var spáð miklum frama í bikarkeppnum í vetur. Nú er tækifærið til að sanna þessar spár. Liðið er þegar með annan fótinn í úrslitum í Littlewoodskeppninni og New- castle á heimavelli ætti að vera auðveld bráð í FA-bikar- keppninni. Newcastle hefur ekki unnið nema einn leik af síðustu átta en þar var um að ræða sigur á Preston sem er í 3. deild. Tottenham spilar ákaflega skemmtilega knatt- spymu þegar liðiö er í stuði. Heimasigm-. 3 Walsall - Watford 2 Walsall er um miðja 3. deild en Watford ofarlega í 1. deild. Það skilja því tvær deildir á milli. Slikt hefur ekki alltaf áhrif í bikarkeppninni en nú er það dagur Watford. Watford komst í úrslit árið 1984 og tapaöi á Wembley fyrir Everton. Leikmenn liðsins hafa þvi mikla reynslu af bikarleikjum og eru einfaldlega of sterkir. Heimasigtir. 4 Wigan - Hull X Wigan er ofarlega í 3. deildinni en Hull er neöarlega í 2. deildinni. Því stutt á milli. Wigan lagði Birmingham fyrr í bikarkeppninni, 1-0. Hull lagði Shrewsbury á útivelli á meðan. Þetta verður baráttuleikur. Jafntefh. 5 Aston Villa - Liverpool 2 Aston Villa er í miklu basli núna og hefur tapaö Cmm af síðustu sex leikjum og reyndar ekki unnið nema einn leik af síóustu fjórtárt leikjum í deildinni. Liverpool hefur á sama tíma ekki tapað nema tveimur leikjum í deildinni af fjórtán. Þessi leikur skiptir miklu máli þvi Aston Villa þarfnast allra fáanlegra stiga til að halda sér uppi í 1. deildinni en Liv- erpool á ennþá tækifæri á að verða Englandsmeistari. Útisigur. 6 Charlton - Oxford 1 Charlton hefur komiö á óvart í vetur og hefur unnið nokkra góða sigra. Líðið er að vísu ákaflega neðarlega í deildinni en alls ekki fallið ennþá. Oxford hefur ekki unnið nema tvo leiki á útivelli. Oxford hefur unnið þrjá af síðustu Qórtán leikjum sínum en Charlton ekki nema einn af síðustu sextán leikjum sínum. Vann þar á undan fjóra í röð. Nú er spáin heimasigur. 7 Chelsea - Manchester United 1 Chelsea er að komast á sigurbraut og hefur unnið þrjá síö- ustu heimaleiki sína sannfærandi. Manchester United hefur ekki ennþá sýnt sigurvilja né sóknþunga sem þarf til aö vinna leiki. Þó hafa rauðu djöflamir ekki tapað nema einum af síðustu tiu leikjum sínum. Heimasigur. 8 Brighton - Oldhaxn 1 Oldham hefur verið að dala í 2. deild en er ennþá í 3. sæti. Liðið var komiö meö þaö sannfærandi stigaforða fyrir mánuöi síðan að nokkum tima tekur aö koma liðinu neðar. Brighton hefur ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir fyrr í vetur. Liðið hefur verið að vinna leiki ööru hverju en oftar tapar Brighton. Oldham hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Heimasigur. 9 Derby - WBA 1 Derby er enn í 2. sæti í 2. deild og spilar árangursríka knattspymu. WBA var á tímabili komið í 4. sæti deildarinn- ar en hefur síðan hrapað niður stigatöfluna. Derby hefur ekki tapað nema einum af tólf heimaleikjum sinum á Base- ball Ground. WBA hefur ekki unnið nema þrjá af þrettán útileikjum þannig að heimasigur er langliklegastur. 10 Huddersfíeld - Portsmouth 2 Portsmouth stefnir að því að komast upp í 1. deild eftir misheppnaðar tilraunir undanfarin tvö ár. Huddersfield stefnir að þvi að halda sér í 2. deildinni. Liðið er í fjórða neðsta sæti eins og er en hefur gert góða hluti undanfamar vikur. Portsmouthliðið er sterkt er þar að finna marga snjalla og sterka knattspymumenn. Liðið er á sigurbraut og glutr- ar þessum leik ekki niður í jafntefli. Heimasigur. 11 Ipswich - Birmingham 1 Ipswich gerir tilraunir til aö komast upp úr 2. deildixuii og er nú þegar í 5. sæti.Liðið hefur skorað mest allra liða í 2. deildinni, 43 mörk, eða 1.53 mörk að meðaltali í leik. Birmingham er öllu neðar. Liðið á það til að gera góða hluti en blandar sér ekki alvarlega í baráttuna um efstu sæti eins og er. Heimasigur. 12 Reading - Crystal Palace 1 Gengi Crystal Palace hefur verið skrykkjótt í vetur. Liðið tapar ýmist nokkrum leikjum í röð eða vinnur nokkra leiki í röð. Reading er sókndjarft lið en vömin er frekar gestris- in þannig að andstæðingamir skora oft jafnmikið af mörkum ef ekki fleiri en Reading.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.