Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Qupperneq 32
-32 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir: Brynjar Gauti Undanfarin nokkur ar hefur straumur fólks legið í Hafnarfjörð- inn til að stunda íþrótt nokkra þar sem notast er við lítinn bolta og spaða og nefnist squash annars vegar og racquet ball hins vegar. íþrótt þessi hefur náð geysilegum vinsældum og hingað til hefur ein- ungis verið hægt að stunda hana í Þrekmiðstöðinni að Dalshrauni í Hafnarfirði. Reginn Grímsson rekur Þrekmið- stöðina ásamt konu sinni, Ellen Björnsdóttur, sem er framkvæmda- stjóri og sér um daglegan rekstur. Reginn var fyrstur manna hér- lendis til að bjóða upp á aðstöðu og kennslu í þessum leik en allt byrjaði þetta með því að hann var með aðstöðu fyrir sjálfan sig til hliðar við bátasmíði sem hann var með. Svo gerði hann tilraun með að gefa fleiri tækifæri til að spreyta sig á þessum leik sem náði skjótt vinsældum. Þetta hefur síðan und- ið upp á sig og nú reka hjónin fjölþætta þrekmiðstöð ásamt því að Reginn framleiðir enn sem fyrr báta úr trefjaplasti. Góð útrás fyrir kyrrsetufólkið. Ellen er liðtæk bæði í squash og racquet ball og segir feikina skemmtilega og spennandi. Leik- menn eru tveir og skiptast á um að slá boltann í vegg með tilheyr- andi leikreglum, sem eru mjög auðlærðar, og tekur leikurinn um fjörutíu mínútur í hvert sinn. Leik- urinn reynir á allan skrokkinn og eftir hörkukeppni finnur fólk svo sannarlega fyrir áreynslunni. Munurinn á þessum tveimur leikjum felst aðallega í útliti og eiginleikum spaða og kúlu og í raun er racquet ball amerísk útgáfa af squash. Maður einn, sem stundar squash reglulega, hafði orð á því að hann væri alveg hættur að rífast í kon- unni, hann fengi alla sína útrás á boltanum. Ellen segir að tímarnir séu mest sóttir af útivinnandi fólki sem mætir eftir að vinnu er fokið og er aldurshópurinn aðallega á bilinu átján til þrjátíu ára. Feðgarnir eru sleipir. Reginn leiðbeinir byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og segir karlmenn vera í meirihluta en hann hvetur jafnframt konur til að koma og spreyta sig. Sonur Regins, Hörður, spilar mikið á móti pabba sínum og verð- ur að játa að pabbi hafi nú yfirleitt haft betur - hingað til allavega - hvað sem síðar kemur á daginn. Eftir leik hafa keppendurnir möguleika á að fara í tækjasalinn ef þeir hafa þá eitthvert þrek eftir. Að öðrum kosti geta þeir farið í sána eða heitan pott úti í garði eða bara drifið sig í sturtu og heim. Lýst eftir góðu íslensku heiti yfir orðin squash og raquet ball. Óneitanlega virka orðin squash og racquet ball framandi og óþjál í íslensku máli og aðspurður um það segist Reginn einmitt hafa velt þessu fyrir sér og á sínum tíma sauð hann saman orðið veggja- tennis sem er orðið nokkuð fieygt en Reginn nagar sig nú í handar- bakið fyrir það uppátæki því eftir að hann fór að spila tennis sjálfur finnst honum þessir tveir leikir alls ekki nógu líkir til að hægt sé að Ellen Björnsdóttir, Reginn Grímsson og Hörður Reginsson eru leikin í íþróttinni . nota orðið tennis sameiginlega. Orðið veggjabolti hefur litillega verið í umferð en það þykir ekki heppilegt þar sem það minnir um of á boltaleik. I raun og veru þýðir orðið squash að kreista eða kremja og samheita- orðabókin vísar á orðið knosa sem merkir að kremja, mylja eða ger- sigra svo því er slegið fram sem tillögu að nota orðið knos um squash og til dæmis orðið spaði um racquet ball þar sem orðið racquet merkir spaði og i ofanálag hefur racquet ball-spaðinn lögun spaða. Nýjungar. Ellen og Reginn leggja áherslu á að bjóða líkamsrækt fyrir venju- legt fólk, ekki bara sportídíót og bjóða í því sambandi upp á marga möguleika, svo sem leikfimi fyrir fullorðna, jassballett, eróbikk, þrekleikfimi og fleira. Þau brydduðu upp á þeirri nýj- ung fyrir einu ári að auglýsa tíma í átaki í megrun sem gefið hafa mjög góða raun. Þar er lögð áhersla á líkamsæfingar ásamt breyttu mataræði því þau telja að varanleg megrun náist ekki nema báðir þessir þættir séu teknir með í reikninginn. Hjúkrunarfræðingur er hafður með í ráðum og kortleggur hann mataræðið eftir að hver og einn hefur haldið bókhald yfir matar- venjur sínar í eina viku. Með þessum aðferðum hefur fólki tekist mjög vel upp eins og fyrr segir. Ellen og Reginn segjast reyna að gera tímana skemmtilega og brydda upp á nýjungum i því sam- bandi svo fólk hafi ánægju af að stunda sportið svo vikum og mán- uðum skiptir sér til ánægju og yndisauka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.