Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Side 10
10
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987.
Útlönd
Réttarhöld aldarinnar út
af eitruðu matarolíunni
„Réttarhöld aldarinnar" kalla
Spánverjar málaferlin, sem he§ast
um næstu mánaðamót og eru flutt
út af óhugnanlegum dauðsföllum á
Spáni íyrir sex árum, ]>egar hundruð
Spánverja létust af völdum matar-
eitrunar sem kennd var eitraðri
matarolíu.
400-650 dóu
Samkvæmt skýrslum þess opin-
bera létust 386 manneskjur af
völdum þá óþekktrar veiki sem helst
varð rakin til óneysluhæfrar matar-
olíu. En samkvæmt tölum saksókn-
arans varð olían 650 manns að
aldurtila og olli síðan 25 þúsund til
viðbótar ýmsum miska vorið 1981.
Sækjendur halda því fram að þessi
ósköp hafi verið að kenna „repjuol-
íu“, sem unnin er úr fræjum repju-
jurtarinnar, en hún hefur verið
mikið notuð til iðnaðar á Spáni og
þá blönduð eða drýgð með fleiri efn-
um. Vegna þess hve ódýrari hún
hefur verið hjá götusölum ýmsum,
hefur fólk í fátækari hverfum
Madrid og annarra borga á Spáni
glapist á að kaupa repjuolíuna til
nota sem matarolíu.
Viðsjárverð „repjuolían", þynnt og blönduð efnum, þannig að hun var
einvörðungu brúkleg til iðnaðarþarfa, var samt seld á strætum og torg-
um og efnaminna fólk freistaðist, kaupverðsins vegna, að kaupa hana
sem matarolíu.
Þessi telpa er eitt af fórnardýrum matarolíueitrunarinnar á Spáni sumarið 1981. Hún varð að vera lengi i gipsi
til þess að mjaðmirnar færu ekki einlægt úr liði. Myndin var tekin 1984 af Yolanda þá níu ára.
Símamynd Reuter
Enn ekki fullsannað að olían
hafi verið sjúkdómsvaldurinn
Eitrunareinkennin eða sjúkdóm-
urinn birtist í ýmsum myndum. T.d.
lungnakrankleika, öldrunarein-
kennum, vigtartapi, geðrænum
truflunum og röskun á ónæmisvöm-
um líkamans. En fram til þessa hefur
vísindamönnum ekki tekist að færa
nema líkindasannanir fyrir því að
repjuolían hafi verið hinn raun-
veralegi valdur að veikindunum.
Þykir því enn leika vafi á því til
hvers megi rekja veikindin.
Á sakabekknum í réttarhöldunum
sitja um 40 karlar og ein kona. Þetta
era olíuinnflytjendur, eimarar, dreif-
ingaraðilar og fleiri sem ákærðir
hafa verið fyrir allt frá svindli og
brotum á heilbrigðislögum til lík-
amsmeiðinga og manndráps. Sak-
sóknari og fulltrúar hans krefjast
refsinga sem nema alls yfir 100 þús-
und ára fangelsi fyrir sérhvem átta
aðalsakbominganna. Þó er því sett
30 ára hámark, sem einn maður má
afplána í fangelsisvist á Spáni.
Það er búist við því að réttar-
höldin taki að minnsta kosti fimm
mánuði. Rannsóknarskýrslur fylla
marga hlaða og era yfir 250 þúsund
vélritaðar síður. Alls hafa skýrslur
verið teknar af 2.500 manns og þar
á meðal Felipe Gonzalez forsætisráð-
herra og hundraðum læknasérfræð-
inga. Þeir, sem eiga um sárt að binda
af völdun olíueitrunarinnar, þykja
eiga litlar vonir til skaðabóta hjá
sakbomingum. Meiri vonir þykja
liggja í því ef heilbrigðisyfirvöld
yrðu sótt til einhverrar ábyrgðar í
málinu því að ríkissjóður ætti að
geta greitt einhverjar bætur en eng-
in skaðabótamál hafa enn verið
höfðuð gegn opinberum aðilum.
Hækkun jensins nýjasta hiyllingssagan í Japan
Hækkun jensins er orðin vinsæl-
asta hryllingssagan í Japan. Á
síðastliðnum tveimur árum hefúr
jenið hækkað um fjörutíu prósent
gagnvart dollamum og era útlend-
ingar hræddir með sögum um
melónur á fjöratíu dollara stykkið.
Ekki verða þeir glaðari við að frétta
að akstur með leigubifreið frá flug-
vellinum að hótelinu, sem þeir ætla
að gista á, getur farið upp í hundrað
og tuttugu dollara og að mánaðar-
leigan fyrir íbúð, hannaða að kröfum
Vesturlandabúa, sé fimmtán þúsund
dollarar.
Ætlaðar útlendingum
En Japanir og þeir útlendingar
sem hafa dvalið lengi í landinu segja
þessar hryllingssögur, eins og marg-
ar aðrar framleiðsluvörur Japans,
ætlaðar útlendingum. „Þetta er í
raun og vera ekki alveg svona dýrt,“
er haft eftir Cheryl Richmond sem
kennir ensku í Tokyo. Cheryl, sem
er frá Toronto í Kanada, segist eyða
um sex dollurum á dag í mat þó svo
að hún borði úti einu sinni á dag.
Kaupir hún þá rétt dagsins sem sam-
anstendur af núðlum eða svínakjöti,
grænmeti, súpu og tei. f morgunverð
fær hún sér aðeins kaffi og á kvöld-
in lætur hún brauðsneiðar nægja.
Cheiyl greiðir þrjú hundrað tutt-
ugu og sex dollara á mánuði í leigu
fyrir tveggja herbergja sólríka íbúð.
Fyrir að „blaðra“ ensku við Japana
í fjöratíu stvmdir á viku fær hún
sextán hundrað þrjátíu og fimm doll-
ara á mánuði. Þrátt fyrir að hún
eyði svolitlu fé í skemmtanir og hafi
farið í ferðalög til Thailands,
Kanada og Indónesíu segist hún
hafa lagt til hliðar rúmlega þrjú
hundrað dollara á mánuði sem hún
hefur sent heim til Kanada.
Tokyo enginn prúttmarkaður
Það er svo sem enginn sem heldur
því fram að Tokyo sé einhver mark-
aður þar sem hægt sé að prútta en
þeir sem hafa búið þar lengi sjá enga
ástæðu til þess að eyða milli tvö
þúsund og fimmtán þúsund dollurum
á mánuði í leigu eins og erlend fyrir-
tæki gera fyrir starfsmenn sína.
Fyrirtækin era þó ekki á sama máli.
Segjast þau verða að borga þetta
verð til að fá besta fólkið til þess að
koma þeim á markað í Japan. Tals-
menn IBM gefa þá skýringu að ekki
sé hægt að ætlast til að fólk flytji frá
New York eða Sydney og minnki
við sig þægindin. Borgar fyrirtækið
leigu fyrir þrjú hundrað og fimmtíu
útlendinga í Tokyo.
‘ Ferðamönnum fækkar
Könnun heíúr leitt í ljós að fyrir
kaupsýslumenn er Tokyo dýrasta
borg í heimi. Eyðir hver þeirra að
meðaltali um þrjú hundrað dollurum
á dag. Menn á viðskiptaferðalagi
eiga ekki margra kosta völ en ferða-
menn, sérstaklega frá Evrópu, era
famir að heimsækja sólríkari og
ódýrari lönd í Asíu. Ferðamálaráð
Japans upplýsir að heimsóknir er-
lendra ferðamanna hafi minnkað um
ellefu og hálft prósent á síðasta ári.
Og þeir sem komu gerðu hvað þeir
gátu til þess að spara og kom það
aðallega niður á verslun.
Hefur ferðamálaráðið í Japan gefið
út bækling þar sem bent er á hvem-
ig ferðast megi í landinu á sem
hagkvæmastan hátt en í fyrra eyddu
ferðamenn að meðaltali hundrað
áttatíu og einum dollará á dag.
Kemst af með 30 dollara á
dag
Scott Periy, verðandi enskukenn-
ari frá Auckland á Nýja-Sjálandi,
getur gefið ferðamönnum enn betri
spamaðarráð. Hann gistir á hóteli
fyrir viðkomufarþega. Þar deilir
hann örlitlu, óupphituðu herbergi
með öðrum fyrir tæpa tíu dollara á
sólarhring. „Við megum ekki vera á
hótelinu milli klukkan tíu á morgn-
ana og fjögur á daginn. En það er
þrifið á hverjum degi og búið um
rúmin,“ segir hann. Perry hefur ein-
sett sér að komast af með um þrjátíu
dollara á dag í Tokyo á meðan hann
er að leita sér að vinnu. Snæðir hann
núðlur í hádeginu fyrir tvo og hálfan
dollara en stundum er hann á
eyðslubuxunum. Fer hann þá á veit-
ingastað þar sem hægt er að borða
pizzu, eins mikið og maður getur í
sig látið á tveimur klukkustundum,
fyrir þrjá og hálfan dollara.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson
Nýsjálendingurinn Scott Perry lifir á núðlum I dýrustu borg heims, Tokyo. Segist hann komast af meö þrjá-
tíu dollara á dag og þykir það vel af sér vikiö þar sem meðalkostnaður viðskiptamanna á ferðalagi þar er
þrjú hundruð dollarar á dag. - simamynd Rauter