Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Menning Notkun hennar á stórum, gjaman endurteknum „frum“-einingum sver sig í ætt við naumhyggjuna (mínímal- ismann) en sjálf samsetning verkanna er með byggingarsniði konstrúktífis- mans með alla parta afhjúpaða og samsuðuna sömuleiðis. Mörg verk Gerðar Helgadóttur eru einmitt af þessari sömu konstrúktíf- ísku fjölskyldu. En þótt skúlptúrar Hansínu virðist við fyrstu sýn vera einföld og kórrétt afstraktverk er ekki allt sem sýnist. Ekki þarf mikið ímyndunarafl eða til- færslur á sjónarhomi til að greina í þeim beinar og óbeinar tilvísanir í dularfullar byggingar: tumleikhús, dýflissur, hof eða bara húsin í draumi okkar allra. Þar með em mörg þessara verka beint framhald á skúlptúr-húsum þeim sem Hansína hefur unnið í góðmálma. Húsagerðarlist af þessu tagi má hæglega rekja til súrrealista, sem byggðu borgarvirki og hallir í lands- lagi drauma sinna, sjá til dæmis de Chirico og Giacometti. Kröftug nánd En það verður að segja Hansínu til hróss að hún hamrar sjaldan á þessu byggingalega líkingamáh heldur lætur hún sérþarfir skúlptúrsins ganga fyrir, hrynjandi þráðanna í rýminu og sam- stillingu meginþátta. Öll þessi atriði ganga á endanum upp í hinum loftbomu skúlptúrum Hansínu, þessum búrum fyrir drauma, gefa þeim nauðsynlegt margræði og kröftuga nánd. Ekki þykir mér verk Hansínu fara sérlega vel á göngum Kjarvalsstaða. Það er engu líkara en skænislegir veggimir og gólfilísamar éti þaú með húð og hári nema þau sem standa á stöllum. Sömuleiðis er greinilegt að blá- klæddur skúlptúr firemst í ganginum, sá hinn sami og var á afstraktsýning- unni, þarfnast meiri lofthæðar. En hér er vel af stað farið, vonandi verður framhaldið eftir því. Hansína Jensdóttir - Skúlptúr, vír, 1986. Hansina Jensdóttir-Tveir skúlptúrar, vír & bl. efni, 1986. Búr fyrir drauma Skúlptúrar Hansínu Jensdottur að Kjarvalsstöðum Meðan menn hafa verið önnum kafiiir að fylgjast með þvi sem hefur verið að gerast í „nýja“ málverkinu og öðm málverki á íslandi hefur mik- ill uppgangur í hérlendum skúlptúr farið fyrir ofan garð og neðan hjá flest- um. Þessi skúlptúr er eins fjölbreyti- legur og listamennimir sjálfir, sjá keramíkskúlptúra Rósu Gísladóttur, Sóleyjar Eiríksdóttur, Borghildar Óskarsdóttur og Guðnýjar Magnús- dóttur, forynjur/maskínur Brynhildar Þorgeirsdóttur, steinhögg Páls Guð- mundssonar, samsett verk Jóns Sigurpálssonar, konseptskúlptúra Ingólfs Amar Amarsonar, samtíning Kristins G. Harðarsonar, trélágmyndir Huldu Hákonardóttur, prímitífa hausa Gunnars Amar, steinsteypur ívars Valgarðssonar, fígúratífar samsetn- ingar Steinunnar Þórarinsdóttur og konstrúktífar stemmur Ólafs Sveins Gíslasonar - og em þá ekki allir mark- verðir þrívíddarlistamenn af yngri kynslóð upp taldir. Hansína Jensdóttir er enn ein grein- in á þessum gróskumikla meiði. Hún á ekki langt að sækja listfengi sitt því faðir hennar, Jens Guðjónsson, er þekktur töframaður á sviði góðmálma og undir handarjaðri hans hefur Hansína eflaust þróað með sér bæði formskyn og verksvit. í framhaldi af því er óneitanlega freistandi að sjá í vírþráðum hennar tengsl við heföbundið íslenskt víra- virki en það er sennilega óskhyggja. Byggingarsniö Hansína var við framhaldsnám í Calgary í Kanada, fyrst íslenskra listamanna, að ég best veit. Ekki veit ég hvers konar skúlptúr þeir ástunda í Kanada en verk Hans- ínu grundvallast á haglegri samræm- ingu þriggja meginþátta í nútíma- skúlptúr, nefrúlega naumhyggju, konstrúktífisma og súrrealískri mynd- sýn. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Kjörbók Landsbankans-Góð bók ISrir bjarta framtíð L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.