Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 27
43 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. dv Sandkom Gunnar Þórðarson. Norðurljós sigrar? Úrslitin í sönglagakeppn- ifini liggja fyrir í kvöld. Við hér fyrir norðan, á Akureyri, trúum mörg því að lagið hans Gunna Þórðar, Norðurljósin, sigri. Sumir veðja hins vegar á Mezzo-piltana og lagið þeirra, Lífið er lag. Eins á Valgeir Guðjónsson með Sofðuvært. Annars virðist ungviðið í Gagganum á Akureyri vera með það á hreinu hvaða lag sigri. Eftir að öll lögin höfðu verið kynnt á miðvikudags- kvöldið ku lagið Mín þrá eftir Jóhann G. hafa hljómað á göngum gaggans með viðeig- andi tilþrifum. Tjaldstemmn- ingin var sumsé í hámarki. Denna-keppn- in Ungir framsóknarmenn láta mjög til sín taka i hinni hörðu kosningabaráttu sem er fram- undan. Aðalframlag þeirra er Denna-keppnin en það er keppni framhaldsskólanna í popptónlist. 1 auglýsingum á Akureyri sögðu frammaramir ungu að Denni væri pólitískur og spil- aði á miðjunni. Og að sjálf- sögðu er Denni mikill poppari. Forsvarsmaður keppninnar sagði í viðtali á Akureyri, um tiiurð Dennanafnsins, að Denni væri jú lítill karl sem byggi í okkur öllum. Hann væri alltaf hress og vildi okk- ur vel. „Svo eigum við náttúr- lega Denna i forsætisráðherr- anum,“ sagði forsvarsmaður- inn. Þarf nokkum að undra að fylgið hrynji af Denna með svona kosningabaráttu? Húsá Húsavík Þau virðast ekki auðseljan- leg húsin á Húsavík. Iþrótta- fréttamaður Dags, Kristján Kristjánsson, á þar hús sem hann hefur auglýst með mynd og öllu tilheyrandi hvern ein- asta dag sl. einn og hálfan mánuð. En ekkert gengur. Ástæðan er einfaldlega sú að mörg hús em til sölu enda heitir staðurinn Húsavík. Þingeyskt loft Áfram með Húsavík. Það fór fyrir brjóstið á Víkurblaðinu að forseti bæjarstjórnarinnar, Katrín Eymundsdóttir, skyldi láta hafa það eftir sér í viðtali að „í framtíðinni er markmið- ið meðal annars að gera Húsavík að LITLUM ferða- mannabæ". Nei, markmiðið er sko ekki lítill ferðamannabær, sagði Víkurblaðið. Þó það nú væri. Davíð og Bruce Springsteen Skrifandi um poppara þá var Davíð Scheving sólkóngur í forstjórapoppi á Bylgjunni á dögunum. Davíð er mikill klassíker en þegar kom að rokkinu var það engin spurn- Davið Scheving. ing að Bruce Springsteen er í uppáhaldi hjá Davið. Reyndar kallaði sólkóngurinn hann Brúsaskegg sem er gott orð. Prestar hætta að rífast Þá hefur hið háa Alþingi afnumið prestskosningar nema tveir þriðju hlutar sókn- arbarna óski kosninganna. Þetta var ekki sniðugt hjá Alþingi því fáar kosningar eru eins rosalega spennandi og prestskosningar og munn- söfnuðurinn í hávegum hafður. Nastí auglýsing Hún var nastí auglýsingin frá Stöð 2 í DV á fimmtudag- inn. Gerður var samanburður á dagskrá ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 þennan dag og stilli- myndinni frægu stillt upp á móti atriði úr góðri bíómynd stöðvarinnar. i flennifyrirsögn stóð: „Tværólíkardagskrár." Þetta kallar maður að vera nastí. Heimir Pálsson. Það þokaðist Hún er ægilega hvimleið, klisjan, það þokaðist, sem ætíð er sögð eftir mönnum sem standa í samningaviðræðum. Að sjálfsögðu sagði Heimir Pálsson kennari að þokast hefði „í rétta átt“ í samtali við DV sl. mánudag. Og það þok- aðist svo sannarlega því kennarar hækkuðu kröfur sínar síðar um daginn, allt fór í hnút og menn sáu ekki hvernig ætti að leysa deiluna íallri þokunni. Þanniger að deyja „Þannig er að deyja" segir einhver Göran Grip, yfirlækn- ir í Svíþjóð, í þýddri grein Dags sl. fimmtudag. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi Göran Grip sé athygl- isverður læknir. Umsjón: Jón G. Hauksson. Stokkseyri: Grunnskólinn byggður upp Sohn Ólafesan, DV, Stdkkseyii: Á vegum Stokkseyrarhrepps er nú unnið að uppbyggingu grunnskólans þar. Forgangsverkeíhi í uppbygging- unni er stórbætt handavinnuaðstaða auk þess sem komið verður upp að- stöðu til kennslu í heimilisfræðum. Foreldrafélagið hefur á undanfom- um árum safhað fé til ýmissa tækja- kaupa fyrir skólann og á næstunni stendur félagið að tölvukaupum ásamt hreppnum. Með tölvukaupunum er ætlunin að kynna unga fólkinu þessi undratæki nútímans. Skólastjóri grunnskólans á Stokks- eyri er Theódór Guðmundsson. Grunnskólinn á Stokkseyri var reistur 1950. Á næstunni ætia nemendur skól- ans að efna til starfsdags og fegra þá skólann og næsta umhverfi. DV-mynd Sölvi SANDBLÁSTURSKASSAR fyrir verkstæði. 173.782,00 * yf*, # Verð kr. án ssk. =■ I. Erlingsson h/f, varahlutir, jjj Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. Spíssadísur og glóðarkerti í flestar teg. ! ■ NEW NATURAL COLOUR TIIM M r A IHII "m^pTflNNFflRÐl UIL_______Jlll PEARLIE tannfarðinn fæst loksins á islandi. Pearlie er EKKI tannkrem, heldur TANNFARÐI (TOOTH MAKE-UP). Gefur aflituðum tönnum, tann- fyllingum og gervitönnum NÁTTÚRULEGA HVÍTA áferð. Notaö af fyrirsætum og sýningarfólki. Einfalt í notkun, pensiað á á fáeinum augnablikum. Rannsakað á efnafræðistofnun; skaðlaust heilsu notenda, skaðlaust tönnupi. PÓSTSENDUM (póstkrafa) UM LAND ALLT OG REYKJAVÍK. Send- iö auglýsinguna i heilu lagi, útfyllta hér að neðan: VINSAMLEGA SENDID MER_ Nafn----------------- stk. PEARLIE tannfarða. Heimili. Verö:kr. 490,- Póstnr___________________Stöð------------------------------—-------------------------------------------------- EDA HRINGID i SÍMA (91)611659, simsvari allan sólarhringinn, og pantið slmleiðis hvort sem þér búið i Reyk|avik eða á landsbyggðinni. SENDIST TIL: PEARLIE UMBOÐIÐ, SKÓLABRAUT 1. BOX 290, 171 -SELTJARNARNES. (91)6-11-6-59 Miðstöðvarmótorar, 12 og 24 V, rafmagnsmið- stöð, 12 V. Kveikjuhlutir í allar teg, Gott verð. Vönduð vara Forþjöppur og varahlutir, viðgerðarþjónusta. ■—■ I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. H Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.