Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Merming Stówið- burðir á dúkum Syning Grétars Reynissonar í Galleríi Svart á hvítu Frá sýningu Grétars Reynissonar. (DV-mynd BG) Málverk Grétars Reynissonar eru dramatísk í orðsins bestu og fyllstu merkingu. Sérhvert þeirra lýsir ein- hvers konar hvöríum í mannlegum samskiptum, skyndilegri afhjúpun sannleikans, jafa skyndilegri hugljóm- un eða yfirþyrmingu. Þetta gerist í skurði myndanna, sem útilokar allt nema aflmiðju atburðanna, saman- hnipraða mannsbúka, nokkur höíúð sem mynnast eða bítast, hvellspreng- ingu tilfinninga eða þá örstutta stund VIKAN í>jóðin verður að losna úr sarnningamálunum segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, sem er í VikuviðtaJinu þessa vikuna. Um foimanninn og samn- ingamanninn Víglund segir einn náinn samstarfsmaður hans: „Hann er ófrúlega hugmyndaríkur, dug- legur og hefur greinilega mjög gaman af samningum. Hann er manna frjóastur við að fitja upp á nýjum hugmyndum. Sumir lólla þetta reyndar yfirgang og telja að iðnrekendur hafi of mikil áhrif á gang samningamálanna, Þetta er ekki rétt. Víglundur er bara svo stór persónuleiki og hefur skoðanir á svo mörgu." Og nokkrar af skoðun- um Víglundar Þorsteinssonar eru viðraðár í Vikuviðtalinu. Nafn Vikuimar: Einar Jón Briem, einn af aðaUeikurunum í Kabarett Vor fyrir þúsund árum Saga eftir Önnu Maríu Þórisdóttur Nýja flugstöðin - Leifur Eiriksson List verður án fordóma Rættvið Fermingar 3 Rimolfisoi Runólfeson Rættviðsr.SolveiguLáiu lislfrseðina Guðmundsdottur og y Fanneyju Rúrarsdóttur fermingarbam um nútímalist milli stríða. Þetta gerist líka í birtunni, sem upp- lýsir það látæði sem máli skiptir en skyggir aukaatriðin. Þegar Grétar hélt aðra einkasýn- ingu sína í Nýlistasafninu í fyrra, komu dramatískir hæfileikar hans áhorfendum vissulega á óvart, en þó ekki í opna skjöldu. Allir vissu að hann var sviðsvanur maður, hafði gert leikmyndir fyrir tylft leikrita. Hins vegar fannst mörgum, þar á meðal sjálfum mér, mikið til um þá ástríðu sem Grétar lagði í þetta mál- verk, og hversu fúllkomlega pentskúf- ur málarans virtist hlýða tilfinninga- sveiflum hans. Þótt Grétar lægi undir þrýstingi útlends expressjónisma, engu síður en skólabræður hans, lét hann ekki undan honum, heldur virkj- aði til eigin þarfa. MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson Kominn í klúbbinn Því er ekki ofsagt að með þessari sýningu hafi Grétar hlotið inngöngu í klúbb sjálfstæðustu listmálara af yngri kynslóð. Sýning hans í Gafleríi Svart á hvítu staðfestir fyrirheitin frá því í fyrra. Hún er að vísu ekki eins stór, sem sennilega kemur niður á smámyndum Grétars, en þær eru oft mjög stórar í sér. Á hinn bóginn verður fátt á sýn- ingunni til að draga athygli áhorfan- dans frá stórviðburðunum á dúkunum. Þessa viðburði er tæpast hægt að heimfæra beint á samtímann eða sam- ferðafólk listamannsins, þeir birtast eins og krot á hellisveggjum, hver af öðrum, stundum fleiri en einn í sömu mynd, undan mörgum lögum af sámlit- aðri málningu. Leiksoppur Þótt merking einstakra verka komi aldrei til með að liggja í augum uppi, þá sýnist mér flest benda til þess að Grétar sé hallur undir tragíska lífs- skoðun, það er að maðurinn sé leik- soppur óviðráðanlegra afla. Þetta finnst mér ítrekað í nokkrum myndum þar sem málarinn hefur kom- ið fyrir flygildum, í laginu eins og spíralar, sem svífa um myndflötinn þveran og endilangan, inn og út úr atburðarásinni, fullkomlega stjóm- lausir. En í sjálfu málverkinu, þar fer ekki milli mála hver er við stjóm. Sýningu Grétars Reynissonar lýkur þann 5. apríl. -ai 10 ARA ABYRGÐ ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. •r u » V vt f V / f T T*Æ T T Kaplahrauni 7, S 651960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.