Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
13
Neytendur
greinilega á uppleið
Útgjöldin
Kæra neytendasíða!
Þá er páskamánuðurinn liðinn
með tilheyrandi fermingum, kosn-
ingum og öðrum látum. Mesti
hasarinn genginn jdir sem betur fer.
Matarkostnaðurinn varð kr.
18.615,20, annar kostnaður tæp 50
þús. kr., sennilega í lágmarki hjá
okkur. Skattar voru rúmlega 27 þús-
und, síminn rúmlega 3 þúsund og
hiti rétt rúml. 2 þúsund kr. Klipping
upp á 595, sem er ekki mikil hækk-
un, bensín 1900, bamaskór á eins árs
tæpar 1500 hjá Steinari Waage sem
gefur jj% staðgreiðsluafslátt. And-
litssnyrting kr. 1600 og fótsnyrting á
1000 kr. Þetta er greinilega allt á
uppleið.
Raddir neytenda
Gjald til Sálarrannsóknafélagsins
kr. 1000, Sólheimapennar kr. 400.
Happdrætti Slysavamafélagsins kr.
800.
Það er sjálfsagt að styrkja happ-
drætti sem eru til styrktar hjálpar-
sveitum eða líknarfélögum en ég er
orðin dálítið þreytt á hinum og ég
hef heyrt fólk kvarta undan því hve
margir fjölskyldumeðlimir á sama
heimili fá senda miða. Aðalfundur
ritara á Þingholti kr. 1.115. Glæsi-
legt.
Ég keypti afmælisgjöf um daginn
handa herra hjá P&O. Þeir eru af-
skaplega almennilegir og liprir.
Mæli með þeim.
Sem betur fer em skuldahréfin að
fjara út.
Með rigningarkveðju,
Ingibjörg.
Avocado góður í margt
Ávöxturinn avocado er góður í ýmsa
rétti. Hann er mjög dýr en ef ykkur
langar til að „froðsa“ svolítið er allt í
lagi að láta það eftir sér svona endrum
og eins.
Búa má til ágætt álegg úr avocado.
Þetta er gott ofan á kex og hrökk-
brauð og þá ekki notað annað „smjör“.
Skerið einn avocado í tvennt og flar-
lægið steininn. Skafið ávöxtinn úr
hýðinu og stappið með safa úr einni
sítrónu. Saltið síðan með venjulegu
salti og bætið einu pressuðu hvítlauks-
hólfi út í. Það getur verið gott að láta
karsa eða hakkaða steinselju út á.
Ef svolitlu vatni er blandað saman
við ávaxtamaukið er komin fyrirtaks
salatsósa.
Hafið hugfast þegar þið notið
avocado að láta flysjaðan ávöxtinn í
sítrónusafa. Þannig heldur hann rétt-
um lit. Annars verður hann brúnn eins
og epli og bananar.
Og ekki má gleyma að geta þess að
upp af avocadosteini vex ljómandi
skemmtileg planta. Sniðugt er að
planta avocadosteinunum með
kannski tveggja vikna millibili. Þá
Avocado er góður ofan á kex og hrökkbrauð, einnig sem salatsósa, fyrir utan
að hann er tilvalinn sem forréttur, t.d. með rækjum.
færðu plöntur af mismunandi stærðum
sem fallegt er að raða saman.
Þpgar þið veljið ykkur avocado er
gott að vita að ávöxturinn er full-
þroskaður þegar hann gefur aðeins
eftir þegar þrýst er á hann með fingrin-
um.
-A.BJ.
)
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fuHrí ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa aó berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
KENNARAR
Að Reykholtsskóla í Biskupstungum vantar kennara
næsta vetur. Í boði er ódýrt og gott húsnæði. Leitið
upplýsinga hjá skólastjóra í símum 99-6830 og
99-6831 eða hjá formanni skólanefndar í síma
99-6863.
BLAÐBERAR ÓSKAST Á
NESKAUPSTAÐ
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 7229.
NÁKVÆMNI-DUGNAÐUR
Við leitum að stundvísri, líflegri stúlku, 20-25 ára, með
þægilegt viðmót og góða islensku- og vélritunarkunn-
áttu.
Vinnutími kl. 13-17.
Við bjóðum bjartan og góðan vinnustað og góðan
starfsanda.
Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir
laugardaginn 23. maí merktar
„FRAMTÍÐ - DUGNAÐUR 323".
SÖLUMAÐUR ÓSKAST
Reglusaman og ábyggilegan sölumann vantar á bíla-
sölu. Upplýsingar gefnar á staðnum fimmtudaginn
21.5. milli kl. 9.30 og 11.30.
BÍLATORG
NÓATÚN 2 - SlMI 621033
BORGARNESHREPPUR
Sveitarfélög - Verktakar
Til sölu er TURNER 64 sláttuvél fyrir opin svæði.
Vélin er lyftutengd, með 1,70 m vinnslubreidd og nær
ónotuð (ca 10 vinnustundir). Upplýsingar hjá Áhalda-
húsi, s. 93-7389, og á skrifstofu hreppsins, s.
93-7224.
Sveitarstjórinn í Borgarnesi.
fjOlbrautaskúunn
BREIÐHOLTI
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM
í BREIÐHOLTI
Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn 22. maí
og hefjast klukkan fjögur síðdegis.
Allir nemendur dagskóla og öldungadeildar, er lokið
hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, komi
á skólaslitin.
Þannig skulu allir nemendur, er lokið hafa áföngum
sjúkraliða, matartækna, matarfræðinga, sveinsprófs,
sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi, taka á móti
prófskírteinum við skólaslitin.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans
eru velkomnir í Bústaðakirkju kl. 16.00 föstudaginn
22. maí.
Skólameistari.